Vera


Vera - 01.02.2003, Síða 71

Vera - 01.02.2003, Síða 71
Ólafur Jónsson Hjúskaparstaða: Er giftur Ólafíu Erlu Svansdóttur. Menntun: Ég er stúdent af matvælasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Núna er verið að mennta sig í arkitektúr í Kaup- mannahöfn. Síðan er ætlunin að binda enda á skólagönguna með smá osta- gerðanámi upp úr þrítugu. Starf: Tónlistarmaður. Hvað er jafnrétti? Jafnrétti er „hírarkf- laus santvera tveggja eða fleiri einstak- Hnga. En þar sem Ollan mín á hvort sem er eftir að ritskoða þetta, þá tek ég sjálf- ur þessari fullyrðingu með fyrirvara. Drekkur þú bjór og horfir á íþróttir samtímis? Nei! Mín skoðun er sú að ekki einu sinni vondur bjór (eins og við Skandinavarn- lr höldum uppá) á það skilið að verða flatur fyrir frarnan sjónvarp, hvað þá frjálsar íþróttir í sjónvarpinu. Hppáhalds kvenskörungur: I>ær eru nokkrar, svona til að telja upp nokkrar: Mamma, annna, gítarleikkonan í CRAMPS hún Poison Ivy, Blondie ... En ég held að það se barasta hún mamma (Hjördís Inga Ólafsdóttir) sem er aðal dívan. Rakar þú á þér bringuhárin? Neibb! Finnur þú fyrir fordómum gagnvart femínisma? Já já, en það truflar mig ekkert rosalega. Fólk veit bara það sem það veit og það sem það veit er ekki mikið. Hver vaskar upp? Já, það er nú það. Við hjónin eruni bæði helvíti góð í því að konta okkur undan. Arnar Gíslason Hjúskaparstaða: Sú besta. Menntun: Er að klára BA í sálfræði í þess- um skrifuðu orðum. ^Hrf: Ekkert. Hvað er jafnrétti? Ljósið í enda ganganna. Drekkur þú bjór og horfir á íþróttir samtímis? Stundum. Uppáhalds kvenskörungur: Elísabet prinsessa af Bæheimi og Jó- hanna Sigurðardóttir. Rakar þú á þér bringuhárin? Hvaða bringuhár? Finnur þú fyrir fordómum gagnvart femínisma? Já, sérstaklega hugtakinu sjálfu. Það er hins vegar sjaldgæfara að rekast á fólk sem er virkilega á móti þeim hugmynd- um sem felast í femínisma. Það gerist þó alltaf öðru hvoru. Hvervaskarupp? Af öllum heimilisverkun- um þá held ég að uppvaskinu sé einna jafnast skipt, mögulega af því að hvor- ugu okkar þykir það í hópi skemmtileg- ustu eða leiðinlegustu verkanna. Valdimar G. Ólafsson Hjúskaparstaða: Giftur, ckki í sambúð. Menntun: Er að berjast við að skrifa BA- ritgerð í stjórnmálafræði. Starf: Starfa sem ráðgjafi hjá Lánstrausti. Hvað er jafnrétti? Ég held að því sé lýst best í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar segir í 22. grein: Hver þjóðfélagsþegn skal fyrir atbeina hins opinbera eða alþjóðasamtaka og í sam- ræmi við skipulag og efnahag hvers rík- is, eiga kröfu á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegum, félagslegum og menn- ingarlegum réttindum sem honum eru nauðsynleg til þess að virðing hans og þroski fái notið sín. Drekkur þú bjór og horfir á íþróttir samtímis? Er páfinn með skrítinn hatt? Uppáhalds kvenskörungur: AUNG SAN SUU KYI er í miklu uppáhaldi hjá mér, auk Vigdísar l’innbogadóttur. Rakar þú á þér bringuhárin? Ertu frá þér? Finnur þú fyrir fordómum gagnvart femínisma? Heldur betur! Ég var heillengi að koma út úr skápnum með það að vera femínisti. Ég held að þessir fordómar stafi náttúrulega, eins og aðrir, af fáfræði. Hvervaskarupp? Þú. Guðjón Hauksson Hjúskaparstaða: Ég er giftur. Menntun: Er í MA-námi í félagsfræði og kynjafræði við Háskóla Islands. Starf: Jamm, hafði hugsað mér að fá mér eitt þannig í framtíðinni þegar ég er bú- inn í námi. Hvað er jafnrétti? Þegar fjölbreytileiki mannlífsins fær að njóta sín án fordóma er hægt að fara að tala unt jafnrétti. Drekkur þú bjór og horfir á íþróttir samtímis? Auðvitað, það er algjör snilld. Bjór einn og sér er góður, gaman að horfa á íþrótt- ir og þegar þessu er blandað saman er útkoman mikil gleði. Uppáhalds kvenskörungur (utan maka)? Það er af svo miklu að taka, því það eru svo margir kvenskörungar í heiminum í dag. Hver er minn uppáhalds kvenskör- ungar breytist því oft en nú um stundir er það sennilega Rosi Braidotti, en hún hélt þrumu fyrirlestur núna á haustdög- um. Rakar þú á þér bringuhárin? Það vill þannig til að ég erfði hárvöxt móður minnar þannig að mér vex nán- ast ekki skegg. Ég er varla með hár und- ir höndunum, hvað þá á bringunni, þannig að það er ekkert að raka. Finnur þú fyrir fordómum gagnavart femínisma? Nei. Hver vaskar upp? Þar sem það er mjög leið- inlegt að vaska upp, reynum við að gera það saman. Annað vaskar meðan hitt þurrkar og það er breytilegt hvort gerir hvað. X vera / bríet / 1. tbl. / 2003 /71

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.