Vera


Vera - 01.02.2003, Side 73

Vera - 01.02.2003, Side 73
/FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU Jafnt er meira Námskeið um jafnréttisstarf fyrirtækja og stofnana Haustið 2001 fór Jafnréttisstofa af stað með námskeiðið Jafnt ermeira - námskeið um jafnréttisstarf fyrirtækja og stofnana. Ástæðan var m.a. sú að í iögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem samþykkt voru á Al- þingi í maí 2000, er í fyrsta sinn í íslenskum jafnréttislög- um kveðið á um að í fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa fleiri en 25 manns beri að setja jafnréttisáætlanir eða kveða á um markmið og aðgerðir í jafnréttismálum í starfsmannastefnu. Þegar Jafnréttisstofa sendi tæplega 900 fyrirtækjum og stofn- ununr á landinu bréf í upphafi árs 2001, þar sem m.a. var gerð grein íyrir ákvæðinu, urðu viðbrögð nokkur. Annars vegar tóku fyrirtæki og stofnanir sem þegar höfðu sett sér jafnréttis- aætlanir sig til og sendu inn áætlanir sínar. Hins vegar höfðu þó nokkuð rnörg fyrirtæki samband og lýstu yfir vanmætti sínum og vankunnáttu hvað viðkemur vinnu að jafnréttismál- uni á vinnustað. Vegna þessara síðarnefndu viðbragða var ljóst að korna þyrfti til nróts við fyrirtæki og stofnanir með fræðslu um jafnrétti á vinnustöðum og gerð jafnréttisáætlana. I námskeiðinu, sem hlaut nafnið Jafnt er meira (og vísar til þess að jafnrétti kenrur öllum til góða), eru helstu efnisþættir: lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000 helstu staðreyndir og tölur um stöðu kynjanna ‘ samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða í starfsemi og áætlanagerð gerð jafnréttisáætlana Nokkuð vandlega er farið í gegnurn jafnréttislögin enda snúast þau að megninu til um jafnrétti á vinnumarkaði og þar er að finna ýmis atriði sem taka þarf með í reikninginn í starfi fyrir- l*kja og stofnana, lrvort sem þar starfa fleiri eða færri en 25 uianns. Hér rná sem dærni nefna ákvæði um kynferðislega areitni sem er nýjung í íslenskum jafnréttislögum og skyldar atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagsstarfs til að Sera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fýrir kynferðislegri áreitni. Helstu stað- reyndir og tölur um stöðu kynjanna vekja gjarnan mikla at- Vgli, enda sýna þær stöðuna svart á hvítu, t.d. hvað varðar hlut kvenna í stjórnunarstöðum, í opinberum ráðunr og uefndum, kynskipt námsval o.fl. Hugmyndafræði samþætting- ar kynja- og jafnréttissjónarmiða er kynnt en hún snýst um að uvallt sé hugsað unt hvaða áhrif áætlanir, stefnur og aðgerðir konii til með að hafa á konur annars vegar og karla hins vegar. ^íðast en ekki síst er farið í gegnum þau ferli sem þurfa að eiga ser stað í fyrirtæki áður en hægt er að setjast niður og gera hina eiginlegu jafnréttisáætlun, þar er t.d. átt við kortlagningu á fyr- ■rtæki/stofnun út frá fjölda kvenna og karla sem þar starfa, hvaða störfum þau gegna, hver laun þeirra eru o.s.frv., allt greint eftir kyni. Þegar þessi atriði eru orðin ljós er hægt að setja fram markmið og tilgreina aðgerðir sem nriða eiga að því að rétta hlut kynjanna, sé um skekkju að ræða. Laða til sín hæft starfsfólk af báðum kynj’um Jafnréttisáætlun er nefnilega meira en yfirlýsing um að fyllsta jafnréttis skuli gætt í hvívetna - hún er áætlun sem hefur ákveðin markmið að leiðarljósi og tilgreinir til hvaða aðgerða skuli grípa til að ná jafnrétti á vinnustaðnum. Góður vilji dug- ar ekki einn og sér heldur verður að setja fram aðgerðaáætlun urn hvernig vinna skuli að því að tryggja jafnrétti kynjanna, eða ef staðan er góð nú þegar í fyrirtækinu/stofnuninni, hvernig jafnrétti skuli viðhaldið á markvissan hátt. Nokkur fyrirtæki og stofnanir á Islandi hafa tekið hlutverk sitt mjög alvarlega þegar kemur að jöfnurn rétti og jöfnum tækifærum kynjanna á vinnustað. Settar hafa verið fram metn- aðarfullar áætlanir sem byggðar eru á úttekt á stöðu kynjanna í fyrirtækinu/stofnuninni og síðan hefur markvisst verið unn- ið eftir aðgerðaáætlun - og árangurinn lætur ekki á sér standa. Enda hefur verið sýnt frarn á að fyrirtæki sem státa af virkri jafnréttisáætlun laða til sín hæft starfsfólk af báðurn kynjum og hafa þar af leiðandi úr breiðari hópi starfsmanna að spila og stuðla þar með að aukinni framleiðni og arðsemi. Það er nóg verk fýrir höndum fyrir öll þau sem áhuga og þekkingu hafa til að fræða forsvarsfólk fýrirtækja og stofnana á Islandi um það hvernig vinna rná markvisst að því að koma á jafnrétti á vinnumarkaði. Nefna nrá að Samtök atvinnulífsins hafa haldið námskeið urn gerð jafnréttisáætlana og einnig hef- ur Rannsóknastofa í kvennafræðum við Háskóla íslands í sam- vinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands staðið fyrir slíkurn námskeiðum. Síðastliðið haust bauð Jafnréttisstofa námskeiðið Jafnt er rneira á 11 stöðum á landinu og í maí næstkomandi verður námskeiðið aftur í boði hringinn í kringum landið. Nánari upplýsingar um gerð jafnréttisáætlana og jafnréttis- starf í fýrirtækjum má fá hjá Jafnréttisstofu í sítna 460 6200, með því að senda fyrirspurn á netfangið jafnretti@jafnrett.is eða nálgast upplýsingar á vefsíðu okkar www.jafnretti.is Skrifstofa jafnréttismála gaf á sínum tíma út bæklinga sem nýtast í jafnréttisstarfi fyrirtækja og stofnana og hafa þeir ver- ið endurskoðaðir og uppfærðir af starfsfólki Jafnréttisstofu með tilliti til þeirra lagabreytinga sem átt hafa sér stað. Þeir eru: Jafnréttisáætlanir - flðferð til árangurs Samþætting - Ný ieið til jafnréttis kynjanna Kynferðisleg áreitni Bæklingarnir eru allir aðgengilegir á vefsíðu Jafnréttisstofu. Katrín Björg Ríkarðsdóttir sérfræðingur vera / jafnrétti / 1. tbl. / 2003 / 73

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.