Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Síða 32
Economic Journal og varð brátt taJinn einn af hin-
um snjöllustu hagfræöingum Englands.
fegar heimstyrjöldinni lauk var hann sendur á
friðarfundinn í París, sem fulltrúi breska fjármála-
ráðuneytisins. Þar átti hann kost á að kynnast
stórmenni pvi, sem komið var saman i. Paris og
Versölum til að semja friðinn og koma nýju skipu-
lagi á heiminn. En þegar tillögur hans voru að engu
hafðar, lagði hann niður embætti sitt, fór heim til
Englands og samdi áðurnefnda bók, sem kom út
haustið 1919 og síðan hefir verið þýdd á- mál flestra
menningarþjóða.
Keynes segir að í París hafi verið eilíf sundrung
og hver höndin uppi á móti annari. Clemenceau var
hinn eini af höfðingjum friðarfundarins, sem hafði
ákveðna stefnuskrá, og hún hljóðaði svo: aukið vald
Frakklands og sifeld niðurlæging Pýskalands. Og hann
fékk vilja sinum framgengt í flestum atriðum. Var
það bæði að þakka hinum mikla persónulega krafti
hans, og sundurlyndi hinna fulltrúanna. Auk þess
skipti það miklu að fundurinn var haldinn í París.
Ef hann hefði veriö í Lundúnum, myndi útkoman
hafa orðið önnur. Lloyd George var máttlaus vegna
æsingar og sigurhroka þjóðar sinnar og Wilson er
þanniglýst, að hann hafi verið göfugur hugsjónamaður
en þrár og þunglamalegur, og auk þess einmana og
yfirgefinn af sinni þjóð. Keynes segir einnig að Wil-
son hafi verið gersamlega ókunnugur öllum »diplóma-
tiskum« flækjum. Hann hefði sómt sér betur í prédik-
unarstól eða kennarasessi, en við samningaborðið. I
höndum hinna slyngu samningamanna Frakklands
varð hann að engu, bæði vegna gáfna- og lundarfars
síns og vegna þess, að hann skorti alla samúð og
siðferðislegan stuðning hjá fóikinu. Pað voru aðeins
Pjóðverjar og fulltrúar nokkurra áhrifasnauðra hlut-
lausra smáríkja, sem veittu honum styrk og sá stuðn-
ingur kom Wilson að engu haldi. Keynes segir að
(30)