Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Side 34
Pessa upphæð taldi Keynes Pjóðverjum kleift að
greiða, með fj'rnefndum skilmálum. Hann taldi þýð-
ingarlaust að ætla að láta Austurríki greiða nokkrar
skaðabætur. Heíir reynslan sýnt að sú skoðun hans
var rétt.
Nú kom Keynes fram með stórfelda hugmynd. Hann
vildi láta Bretland afsala sér öllu tilkalli til skaða-
bóta og láta þessar 1500 miljónir punda ganga ein-
göngu til Frakka, Belga og] Serba, þjóðanna, sem
mestan skaða höfðu beðið i styrjöldinni. Jafnframt
lagði hann til að allar innbyrðis stríðsskuldir Banda-
manna skyldu verða gefnar upp.
Þetta snerti fyrst og fremst Bretland og Banda-
ríkin. Bretar myndu tapa, ef þetta væri framkvæmt
um 900 miljónum punda og Bandaríkin um 2000 mil-
jónum, en öll hin ríkin, sem þátt tóku í striðinu
gegn Pjóðverjum hafa hagnað af því að sama skapi.
Fyrir þessu færði Keynes tvær ástæður. Hann sagði
að flest hin skuldugu ríki, svo sem Belgía, Serbía,
Rúmenia og Grikkland og jafnvel Ítalía og Frakkland
væru svo fátæk, að þau gætu ekkert borgað um
langt árabil og auk þess væru þessar striðsskuldir til
mikilla óþæginda í viðskiftalífinu. Pær orsökuðu
sifeldar breytingar á gildi peninga í hinum einstöku
löndum og þarafleiðandi yrði peningamarkaðurinn
jafnan óviss, öll verslun kæmist á ringulreið. Pað
myndi því verða til mikils hagnaðar fyrir heiminn,
ef þessar skuldir væru strikaðar út, þó að borgarar
Ameríku og Englands biðu allmikinn hnekki við
það í svipinn, þá myndi það borga sig er fram liðu
stundir. Ennfremur er þessi skuldauppgjöf stolt og
göfug hugmynd, sem er gott fordæmi fyrir eptirkom-
andi kynslóðir.
Bjóðverjar höfðu verið skyldaðir til að láta af
hendi við Bandamenn ógrynni af kolum og járni,
þótt fyrirsjáanlegt væri að með því myndi iðnaður
Pýskalands leggjast í kaldakol. Nú lagði Keynes til
(32)