Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Qupperneq 91
Tetri á Akureyri. Leiddist sira Hallgrimi þá mjög eft-
ir henni og gerði orð eftir henni við og við og ba<>
hana koma, en ekki varð af þvi einhverra orsaka
vegna. Þó kom svo, að hún hét að koma á sumar-
daginn iyrsta. Pelta brást þó, og leið svo sumardag-
urinn fyrsti, að ekki kom Elín. Lagðist þá síra Hall-
grimur i rekkju, þáði hvorki þurrt né vott og hleypti
engum inn til sín. Gekk svo um hríð, og hugði heima-
fólk, að hann myndi svelta sig til bana; var það þá
ráðs tekið, að sent var eftir Elinu til Akureyrar; brá
hún við, er hún frétli, hversu komið var, og á fund
fóstra sins; varð hann henni alls hugar feginn, reis
úr rekkju og tók upp aftur sína fyrri háttsemi. (Sögn
Halldórs bókavarðar Briems.)
4. Síra Sigurðnr Sigurðsson, er prestur var á Bæg-
Ssá, Reynivöllum, en siðast að Auðkúlu (d. 1862), þókti
gáfumaöur og var talinn vel lærður og klerkur góð-
ur, en nokkuð undarlegur í skapi, sérsinna og irá-
breylinn í mörgu. Einu sinni var hann beöinn að
halda ræðu yfir bónda einum; var hann tregur til i
fyrstu, en lét þó um siðir til leiðast, gekk að kist-
'Unni og mælti fram visu þessa (hvort sem önnur orð
/hafa fallið eða ekki):
Pú liggur þarna, laufagrer,
lúnóttur i grafarhver. —
Ekki meira eg þyl yfir þér;
þú þrjózkaðist við að gjalda mér.
Einu sinni var síra Sigurður á ferð með konu sinni;
lá þá vel á honum og kvað hann þá til hennar:
Prestskonan hún faldar fritt ineð fallegt enni.
Ljósaskjólt og litförótt
lullar undir henni.
Kona síra Sigurðar var Rósa Magnúsdóltir, Jónssonar
prests á Myrká, Ketilssonar; var hún kona mikilhæf,
en skapstór kölluð (Lbs. 8.V7, 8vo., sbr. Lbs. 312, fol.).
5. Sira Sigurður Arnason á Hálsi í Fnjóskadal (d.
1849) hafði mikið búsuinstang og var fyrirhj’ggjumað-
(89) 7