Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Qupperneq 106
stáz á æfi minni; þar var til dæmis allt gólflð lagt
með skíru gulli, og hvert sem eg leit sá eg alstaðar
sjálfan mig, því að allt var þakið dýrindis-speglum.
Konungshjónin sváfu ekki saman, heldur svaf drottn-
ingin í rúmi hjá; stóll var fyrir framan rúmin rétt
hjá, úr fílabeini, allur renndur og útskorinn, og lögðu
þau fötin sin á hann, þegar þau afklæddust, Pá sagði
konungur við mig, að eg yrði nú að gera raér það
að góðu að sofa hjá sér í nótt. Siðan háttuðum við
og fórum úr öllum fötum, þvi að það var ekki fyrir
nokkurn roann að liggja í fötunum undir öllum
þeim ósköpum; það voru 12 linrekkjuvoðir og 7 yflr-
sængur, sem við höfðum ofan á okkur, en ekki vissi
eg, hve margar fjaðrasængur voru undir okkur i rúm-
inu. í fyrsta sinn, þegar eg lagði mig út af, var eg
lengi að siga niður, og þókti mér nærri nóg ura það,
því að eg hélt, að hér væru einhver brögð i lafli;
en ekki bar á neinu siðan, svo að eg sofnaði og það
heldur fast, og vaknaði ekki fyrr en farið var að
birta um morguninn. Var konungur þá kominn á fæt-
ur og farinn að dengja. Varð mér þá hálfbilt við,
þvi að eg kunni lika hálfilla við að vera þarna einn
eftir hjá droltningunni, sem ekki var enn komin á
fætur. Preif eg þá nærfötin mín og fór i skyrtuna, en
eg skildi ekkert i þvi, að eg ætlaði aldrei að koma-t
í brókarfjandann. En þegar eg fór að gá að betur,
þá var þetta brókin droltningarinnar, sem eg hafði
tekið i ógáti. Og þá hló drottningin. Síðan klæddi eg
mig i snatri og fór, en áður en eg fór af stað, hitli
eg konginn, og vildi hann ekki sleppa mér eða láta
mig fara, fyrr en eg hefði fengið eitthvað gotL En
eg kvaðst ekki mega það, því að þá kæmi eg of seint
á verkstæðið. Siðan kvaddi eg og hélt heim.«
Eitt sinn sagðist Einar hafa farið á rjúpnaveiðar,
en gleyrat að taka með sér högl í punginn. »En þá
fann eg eitt,« sagði hann, »og skaut með því alian
daginn og lók það jafnóðum'úr.rjúpunum, sem eg
(9B)