Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Side 110
veikinnar og gera síðan ráðstafanir til pess að lækna
alla sjúklingana, væntanlega með fjárstyrk af al-
mannafé, þar sem pess parf.
Geitur (favus) eru næmur sveppsjúkdómur í
höfðinu; pær kvikna aldrei af sjálfu sér, prátt fyrir
óprifnað og vanhirðu, og enginn fær geitur án pess
að sýkjast af öðrum geitnasjúkura. Sveppurinn veldur
sárum og gulleitu hrúðri, eyðir með tímannm hár-
vextinum og gerir sjúklingana á endanum að mestu
leyti sköllótta, ef peir fá ekki lækningu. Sársauki eða
líkamleg ópægindi eru ekki mikil samfara pessari
veiki, en pó má telja geitnasjúka mjög ógæfusama
sjúklinga; útslátturinn í höfðinu veldur pví, að peir
geta ekki haft ópvingaðan umgang við annað fólk,
og jafnaðarlega mæta peir litilsvirðingu nágranna
sinna. Flestir fullorðnir menn með geitur eru pví
mjög beygðir af sjúkdómi sinum og verða allt aðrir
menn, pegar lokið er við að iækna pá. í raun réttri
er mjög ósanngjarnt og heimskulegt að líta niður á
nokkurn mann Jfyrir pað, að sú ógæfa steðjaöi að
honum, oftast nær á barnsaldri, að] hanu sýktist
af geitum; slikt getur fyrir alla komið. En á hinn
hóginn er (óafsakanlegt af geitnasjúkum að leita sér
ekki lækninga, svo framarlega sem pess er kostur,
enda próast geitur einna helzt hjá pjóðflokkum á
lágu menningarstigi.
Er sjúkdómurinn læknandi?
Pví má óhikað svara á pá leið, að alla geitnasjúka
má lækna undantekaingarlaust. Á siðari árum hefir
geislalækniug verið notuð öðru fremur og pókt gef-
ast vel.j Lækningatiminu er, 2—3 mánuðir, stundum
skemmri tími. Geislalækningin er algerlega sársauka-
laus. Góðan hárvöxt fá sjúklingarnir jafnaðarlega
eftir á, par sem ekki eru sköllóttir blettir fyrir.
Er mikiö um geitnasjúka á íslandi?
Gera má ráð fyrir, að ekkisvo fáir sjúklingar muni
vera á öllu landinu, ef vel er leitað, pvi að á siðari ár-
(98)