Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Side 113
um hafa að jafnaði 5—6 sjúklingar með geitur leitað
sér lækninga í Reykjavik, og hafa þeir verið úr öll-
um landsfjórðungum. Eins og um var getið, hafa
læknar nú með höndum skýrslugerð um alla þá
sjúklinga, sem þeir vila af. En það er ekki einhlitt,
því að óefað má gera ráð fyrir, að læknum sé ekki
kunnugt um alla sjúklingana, sérstaklega ef læknir
hefir dvalizt stuttan tima í héraðina. Pess vegna er
hér með f. h. þeirra lækna, sem forgöngu hafa í þessu
máli, skorað á alla geitnasjúka að gera lækni sinum
aðvart sem allra fyrst. Athygli skal vakin á þvi, að
flestir sýkjast á barnsaldri, og ættu foreldrar því að
láta nú þegar athuga börn sín, ef þau hafagrunsam-
legí, þrálátt hrúður eða sár I höfðinu. Takmarkið er
að hafa uppi á öllum geitnasjúkum, veita þeim lækn-
ingu og útrýma þar með veikinni á íslandi.«
2. Dagur og nóll á Suðurlandi (Reykjavik). A
breiddarstigi Reykjavikur, rúmlega 64 mælistigum fyr-
ir norðan miðjarðarbaug, er lengstur dagur, þ. e. sól
á lofti, tæplega 21 stund, ef ekkert skyggir á, en
stytztur tæplega 4 stundir. Pótt ekki sé lengra norður
yflr tsland, úr bygð i bygð en 2—3 mælistig eða um
2—3 hdr. kílómetra, er nokkur munur á árstíðunum
fyrir sunnan land og norðan, sérstaklega hásumar-
og hávetrarmánuðunum. Nyiðri jaðar landsins fær
t. d. 270 fleiri sólskinstima í maí—júlí en hinn syðri
en aftur á móti um 270 fleiri rökkurstundir i nóv.—
janúar. Svarar þetta hér um bil til hlutfallanna 11 á
á birtutimann að sumrinu, skuggatimans að vetrinum
i Grimsey, en 9 í Vestmannaeyjum í ofangreindum
mánuðum.
Myndin sýnir breytingarnar á árstíðunum á breidd-
arstigi Reykjavíkur árið um kring, skiptingu dags og
nætur og rökkrið, bæði hið bjarta og dimma. Má af
því finna hina raunverulega )jó>- og skuggatíma á
hvaða tíma árs sera er. Bókstafirnir að ofan sýna
mánuðina, og tölurnar fyrir framan sýna klukkutima
(99)