Freyr

Volume

Freyr - 01.10.2004, Page 15

Freyr - 01.10.2004, Page 15
- Um hvað fjallaðir þú í rit- stjórnargreinum ? Þar er þess að geta að við Júlíus skiptum þessu nokkuð með okkar og fyrir kom einnig að ráðunautar BI skrifúðu þær. Einu sinni man ég eftir að stjómarmaður BI skrif- aði ritstjómargrein en þá fjallaði Gunnar Sæmundsson um þörf á kölkun túna og góða reynslu sína af henni. Oft íjölluðu þessar greinar annars um tíðindi sem vom að gerast í samfélaginu eða samtökum bænda á hverjum tima. En ég fjallaði t.d. einnig um líðan bænda á þessum stað, benti þeim á að horfast í augu við álag og stre- itu sem þeir þyrftu ekki að fyrir- verða sig fyrir að leita aðstoðar við, hvort sem væri hjá nágrönn- um eða fagfólki. Eg var reyndar ekki fyrstur til að orða þetta í Frey, Gísli Kristjánsson hafði gert það á undan mér. Starf bóndans getur verið andlega erfitt og ég hef lesið að í Bretlandi séu dýra- læknar og aðrir sem heimsækja reglulega bændur þjálfaðir í að fylgjast með andlegu ástandi þeir- ra. Astæðan fyrir því vom tíð sjálfsvíg meðal bænda. En í góðri sveit er oft eitthvert innra kerfi sem sfyður fólk í slíkum erfiðleik- um. Það var og er lika meðvituð stefna Freys að efla samstöðu bænda. Bændum fer snarfækkandi og áhrif stéttarinnar verða æ minni en hún býr yfir ýmsum gildum sem þarf að varðveita og til þess að það sé hægt verða bændur að snúa bökum saman. Svo að ég nefni fleira þá fjall- aði ég stundum um umhverfísmál á þeim forsendum að maðurinn sé eitt af dýmnum og að hann þurfí að lifa í sátt við hin dýrin. I náttúmnni á sér stað hringrás efnanna, uppbygging og niðurbrot í anda hinnar gullnu reglu: Af jörðu ertu komin, til jarðar skaltu aftur hverfa. I kenningum mark- aðshyggjunnar um hámarks arð er ekki spurt um það hvað verður um úrganginn. Ur verður línulegur ferill þar sem auðlindin er á öðr- um endanum en úrgangurinn safn- ast upp á hinum. Þetta getur geng- ið ákveðinn tíma en ekki til lengd- ar, jafnvægið raskast. Augljósasta dæmið um þetta nú til dags er það hvemig kolefnisbirgðir í iðmm jarðar em fluttar upp í lofthjúp jarðar með bmna olíu, kola og jarðgass sem er að valda hættu- legri hlýnun andrúmsloftsins. Umvöndun - Hvernig hefur þú upplifað þig sem ritstjóri, ertu frœðari, mál- pípa, gagnrýnandi eða eitthvað annað? Vonandi hef ég miðlað fræðslu. En innst inni fínnst mér ég vera spámaður í merkingu Gamla testamentisins. Þeir vom ekki að spá heldur flytja vamaðarorð: - Þjóðfélag okkar er á braut ófam- aðar, tökum okkur á svo að ekki fari verr! Þeir vom umvandarar og ég er nokkur umvandari í mér. Fyrirferðarmesta umvöndunar- efni mitt em vamaðarorð gegn þeirri óheillaþróun sem á sér stað í búvömframleiðslu víða erlendis þar sem hvorki er skeytt um um- hverfísvemd né velferð búfjárins og það hefur bitnað á hollustu af- urðanna. Nú er t.d. almennt viður- kennt að kúariða stafar af mistök- um við kjötmjölsframleiðslu. En frá unga aldri hef ég verið heillaður af dreifbýlinu og þeim gildum sem þar ríkja. Sumir líta eingöngu á landbúnað sem fram- leiðsluatvinnuveg en þeir sem um málefni hans fjalla þurfa að hafa heildarsýn á hlutverk landbúnaðar og dreifbýlis og vera sér vitandi um umhverfismál, sögu, menn- ingararfínn og önnur mannleg verðmæti sem aldrei verða metin í krónum. - Hafa viðhorf bœnda til um- heimsins ekki verið að breytast? Altalað á kaffistofunni / tilefni af aldarafmæli Kjarvals Á síðastliðnu ári var ein öld liðin frá fæðingu Jóhannesar Kjarvals listmálara og var þess minnst á margan hátt. Kjarval brá sér gjarnan í gervi trúðs á mannamótum og var þjóð- sagnapersóna lífs og liðinn. Hér skal rifjuð upp saga til marks um það. Árið 1936 sagði þáverandi konungur Breta, Játvarður átt- undi, af sér konungsdómi til að geta gengið að eiga konu af borgaralegum ættum, Wallis Simpson, en hún hafði verið tví- gift áður. Við konungdómi tók þá Georg sjötti, faðir Elísabetar nú- verandi drottningar Breta. Um það leyti efndi Lesbók Morgunblaðsins til keppni um besta botn við eftirfarandi fyrri- part að vísu: Simpson kemur víða við og veldur breyttum högum. Fjölmargir botnar bárust og hlaut Örn Arnarson skáld fyrstu verðlaun fyrir þennan botn: Enn er sama siðferðið sem á Jósefs dögum. Mun höfundur þar hafa I huga konu Pótifars konungs I Egypta- landi sem leitaði lags við Jósef, en sú frásögn er í Biblíunni. Kjarval gerði botn við áður- nefndan fyrripart og reyndist hann lífseigasta framlag til þess- arar keppni blaðsins. Sá botn var þannig: Mogginn kemur ekki út snemma á mánudögum. 6. tbl. 1986. Freyr 7-8/2004- 151

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.