Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.2004, Side 30

Freyr - 01.10.2004, Side 30
Tækni við bústðrf á tuttugustu öld - þættir úr breytingasögu Tilbúinn áburður, traktorinn, ég tala ekki um herfi og plóg, léttir rífiega róóur minn og reiðir mér fóngin nóg, þegar ég starfa ineð tœknitökum, trúin á moldina verður að rökum. Ámi G. Eylands 1956. Inngangur Tuttugasta öldin var tímabil mik- illa breytinga í íslenskum sveitum. í byrjun aldarinnar voru um það bil 60% vinnuafls þjóðarinnar bundin við bústörf. I lok aldarinnar var hlutfallið um og innan við 4%. Nýjar greinar landbúnaðar höfðu þó komið til sögu og framleiðslu- magn vaxið. Framleiðni vinnunnar hafði aukist að mun. Þetta gerðist ekki síst vegna framfara í verk- tækni og framleiðsluháttum; sér- hæfing starfanna óx: Sum verk urðu óþörf eða fluttust frá búunum til þéttbýlis, t.d. afurðavinnsla, en búvélar tóku að leysa önnur störf, t.d. jarðrækt og heyskap. Fólki á bæjunum fækkaði. Framleiðni- aukning landbúnaðar er einkum talin eiga sér þrjár skýringar: Vél- væðingu bústarfanna, framvindu búvísinda og aukna menntun og starfskunnáttu. Hér verður rætt um þátt fyrstu ástæðunnar í framvindu stærstu greina íslensks landbúnað- ar á tuttugustu öld. Breytingar í burðarliðnum Enginn er eyland, segir þar, og Búnaðarskótarnir hafa gegnt veigamiklu hlutverki við miðlun verkkunnáttu tæknialdar. Hér grafa Hvanneyringar veituskurð undir stjórn kennara sins, Guðmundar Jónssonar frá Torfalæk, siðar skólastjóra. (Mynd úr fórum Þórhalls Halldórssonar). eftir Bjarna Guðntundsson, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri svo var um ísland. Ýmsar tækni- lausnir nágrannalanda höfðu bor- ist til Islands á 19. öld og tekið að umbreyta búnaðarháttum. Hægt gekk þó, enda skorti tíðum for- sendur fyrir breytingum (kunnáttu, fjármagn, skipulag...). Við upphaf nýrrar aldar gætti þó hræringa sem sumar áttu eftir að marka djúp spor í sveitum landsins. Bændur höfðu tekið að nýta sér erlenda markaði, m.a. fyrir búfé og ýmsar afurðir þess; sjálfsþurftabúskapur- inn fomi var á víkjandi fæti. Bún- aðarskólar höfðu starfað í nær tvo áratugi og búnaðarfélagsskapurinn hafði fest rætur, m.a. fyrir beina og óbeina hvatningu hins opinbera sem nú var að eflast sem kerfi. Búnaðarumbætumar, sem þessir aðilar hrundu fram, vom ekki sist á sviði nýrra verkhátta: Umsvif bænda við ræktun uxu, fyrst og fremst með handverkfærum en frá búnaðarskólunum, og þá ekki sist skóla Torfa Bjamasonar i Ólafs- dal, barst kunnátta í nýtingu hesta- afls og hestaverkfæra, svo sem plógs, herfa og kerru. Til landsins vom komnar fyrstu heyvinnuvél- amar, sláttuvél og rakstrarvél, en takmarkað vélfært land setti notk- un þeirra víða miklar skorður. Framfarir 19. aldar í fjölmiðlun | 30 - Freyr 7-8/2004

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.