Freyr

Volume

Freyr - 01.10.2004, Page 40

Freyr - 01.10.2004, Page 40
 Dagur á heyönnum að Innra-Hólmi undlr Akrafjalli um miðbik sjötta áratugarins. Guðmundur bóndi Jónsson hefur rétt lokið við að steypa votheysturn í kjölfar óþurrkasumarsins 1955. Tjörudökkt stauravirkið sýnir nýlega komið samveiturafmagn. Heima við fjárhús stendur vænt útihey, er Sigurjón bóndasonur og nú bóndi, setti með vélkvísl á ámoksturstæki sem um þessar mundir voru nýlunda. Þurrleg sáðgresistaða ryður sig i vélsettum lönum (sætum, kúrum, smágöitum ...) undir hærum á nýræktuðu túni. Myndina tók Ólafur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Verk- færanefndar, er hann vann að verktækniathugunum á Innra-Hólmi og fleiri völdum búum. (Myndasafn Verkfæra- nefndar/Búvétasafnið). þróun ýtti líka tilkoma jarðtætara við hæfi heimilisdráttarvéla um miðjan sjötta áratug aldarinnar. Sameign og samnýting búvéla, ekki síst ýmissa jarðvinnslutækja, hefiir verið algeng alla 20. öldina. Stöku tilraunir voru gerðar með samvinnu bænda við heyskap, er stóðu mislengi, en síðustu árin hefur búverktakastarf, ekki síst á því sviði, aukist merkjanlega. Virðist það vera álitleg leið til þess að nýta öflugan vélakost betur en ella og til þess að halda kostnaði við vélaeign og -rekstur i skefjum. Jarðvinnsla í eina öld Islensku túnin eru mörg hver Annáll Freys Jeppbílarnir Sem kunnugt er, hefir verið veittur gjaldeyrir til innflutn- ings Jepp bíla, sem bændur hfafa forkaupsrétt að. Hafa bændur pantað þá með milligöngu búnaðarfélag- anna en ríkisstjórnin hefir falið Búnaðarfélagi islands að dreifa þeim á þann hátt, að þeir gætu komið að notum þar, sem þeirra væri virkilega þörf. Af þeim 800 - 900 bílum, sem búið er að panta, voru aðeins 163 komnir til landsins um miðjan mai, en verk- smiðjurnar vestanhafa hafa lofað að afgreiða 43 bíla á mánuði frá desember 1945 að telja. Vegna verkfalla í Ameriku getur afgreiðslan truflazt nokkuð. Jepp bílarnir eru útbúnir til þess að geta dregið eða knúið ýmsar vélar og verkfæri. Verksmiðjan, sem býr þá til, framleiðir engar landbúnaðarvélar, og eru engin tæki komin með þeim bílum, sem þegar eru fengnir hing- að til lands. Enda þótt svo sé, er að sjálfsögðu hægt að nota bílinn til þess að draga herfi, kerrur eða annað, sem bóndinn hefir að tengja aftan í hann, en sá er bara galli á, að beizli þau, sem eiga að vera á milli bíls og verkfær- is, fylgja ekki. Sökum skort á gjaldeyri, voru þau ekki fengin með, en úr því er hægt að bæta hér á landi. Stillir h.f. í Reykjavík, selur íslenzk beizli fyrir svipað verð og þau mundu hafa kostað hingað komin, ef keypt hefðu verið vestan hafs. Þegar farið er að flytja inn bíla I stórum stíl, eins og hér á sér stað, er hætt við að nokkrir þeirra komizt í hendur manna, sem ekki bera fullt skyn á meðferð þeirra og hirð- ingu í fyrstu. Þess vegna er eflaust full ástæða til þess að minna menn á, að fyrsta boðorðið við notkun þessarar tækni er að smyrja vel, og að skipta smurningsolíu oft, einkum fyrst í stað. Þá fæst frá verksmiðjunni aukahlutur sem kallast “gangráður", en hann er notaður þegar bílvélin á að knýja einhverja þá vél eða verkfæri, sem krefst misjafns álags (síbreytileg orkuþörf). Upplýsingar þær, sem hér eru gefnar, varðandi vara- hluti og útlit um útvegun tækja, sem nota má í sambandi við Jeppbílana, eru fengnar hjá manni þeim, sem sendur var vestur um haf til þess að skoþa framleiðsluna og semja um kaup. Maður þessi er Páll Einarsson vélstjóri. Freyr 1946, bls. 167-168. 140 - Freyr 7-8/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.