Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.2004, Side 45

Freyr - 01.10.2004, Side 45
fimmta áratugarins. Runólfur Sveinsson, þá skólastjóri á Hvanneyri, dvaldist í Bandaríkj- unum 1944-45 og heim kominn sagði hann frá ýmsum nýjungum sem hann hafði kynnst þar. Hann hvatti til votheysgerðar og benti á aðferð Ameríkumanna: „ Grasið er slegið í þurru og strax flutt heim, og við „gtyjjumar”, sem eru þó ekki gryjjur, heldur sívalningar 12-18 m háir, 3-4 m í þvermál(silos), er grasið skorið niður 1 ca. /2 tommu búta í þar til gerðri vél, um leið og því er „blásið" upp í geymana. Þar er grasið troðið nokkuð og pressast sam- an af eigin þunga. Siðan geymist heyið vel og lengi og efnatap er mjög lítið ”. Hvort sem að var fýrir orð Run- ólfs eða fleiri tóku bændur nú að byggja nýja gerð votheys- geymslna, sem um flest minntu á hina amerísku fyrirmynd. Til hag- ræðis, líkt og við samrekstur rækt- unarvéla, komu samtök bænda sér upp vinnuflokkum er fóru um sveitir með skriðmót og steyptu bændum votheystuma. Brátt tóku því þessar byggingar að móta úti- húsamynd í ýmsum sveitum, t.d. á Suðurlandi og við Eyjafjörð. Keyptir vom saxblásarar og nú kom sér vel reimskífan sem marg- ar hinna nýju dráttarvéla höfðu og fáir bændur höfðu haft þörf fyrir áður. Gerðar vom rannsóknir á verkun heysins og sýndist árang- urinn lofa góðu. Votheysgerðarvélamar tóku breytingum og um miðjan sjötta áratuginn vom fyrstu sláttutætar- amir reyndir hérlendis. Með þeim mátti slá og blása heyinu nýslegnu upp í vagn í einum verkþætti. Var þetta ein þeirra tæknilausna sem rataði hingað og miðuðu að því að auðvelda það að hirða hey af velli upp í heyvagn með vélrænum hætti. I þessum hópi vom einnig vagnsláttuvélar og heylyftur fýrir vothey og heyhleðsluvélar fyrir þurrhey. Sláttutætarinn náði mikilli hylli í vissum hémðum, t.d. í Strandasýslu, þar sem hann um ára- bil var eiginlega einasta heyvinnu- vélin, líkt og gerðist í mörgum hér- uðum Noregs, þar sem votheysgerð varð ráðandi heyskaparaðferð. Þótt draumar bænda um hirð- ingaraðferð kerlingarinnar hjá Sæmundi fróða í Odda sem nægði með viðeigandi lykilorðum að ota hrífúskafti undir sátumar sem við það svifú heim í heygarð, nálguð- ust menn hana hægt og sígandi. Ámoksturstæki komu á dráttar- vélar, bæði með heykvíslum og skóflum og léttist þá ok af mörgu baki. Heyblásarar heima við gryfju, turn eða þurrheyshlöðu komu einnig á markaðinn á sjötta áratugnum og auðvelduðu hirð- ingu heys til muna. Margt var að gerast um þessar mundir og margir nýir kostir buð- ust bændum við verkun heys. Á útmánuðum 1956 ályktaði Al- þingi um málið og fól Verkfæra- nefnd og Tilraunaráði búfjárrækt- ar með nokkmm fjárstyrk að afla upplýsinga um nýjar heyverkun- araðferðir og rannsaka þær; Bún- aðarfélag Islands skyldi síðan koma niðurstöðunum til bænda. Upp úr þessu rannsókna- og þró- unarstarfí spratt margvísleg þekk- ing sem flýtti framförum ekki síst varðandi verk- og véltækni við heyskap og heyverkun. Heybindivél OG HEYHLEÐSLUVAGN Hey- og hálmbindivélar höfðu Annáll Freys Tankbílar til mjólkurflutninga Undir lok síðastliðins árs voru fluttir hingað til landsins fimm tankbílar, sem ætlaðir eru til mjólkurflutninga. Af þeim á Mjólkurbú Flóamanna flóra, en Mjólkursamlag Borgfirðinga einn. Þeir eru allir af sömu gerð og jafn stór- ir. Hver tankur rúmmar 4350 Itr. í mjólkurtönkunum er innst ryðfrítt stál. Utan á það er lagt tveggja þumlunga þykkt korklag til einangrunar, en yzt er máluð járnkápa. Tankbílar til þessarrar notkunar eru nýlunda hér á landi. Eins og kunnugt er, hefir hið mikla magn neyzlu- mjólkur, sem flutt hefir verið til Reykjavíkur frá mjólkurbú- unum á Selfossi og í Borgarnesi, fram að þessu, verið flutt á venjulegum vörubílum í fimmtíu lítra mjólkurbrús- um. Helztu gallarnir á þessarri gömlu aðferð eru sem hér segir: Daglega þarf að nota nokkur hundruð mjólkur- brúsa, sem skemmast fljótt og eyðileggjast á tiltölulega stuttum tíma. Viðhaldið er því dýrt, og nú á þessum tím- um, er oft örðugt að afla brúsanna. Dagleg hreinsun mjólkurbrúsanna krefst mikillar og dýrrar vinnu, sem er erfið og vandasöm, enda illa þokk- uð af flestum. Einnig er mikil vinna við að fylla brúsana en verra er það þó, að það er varla hægt að gera það, án þess að töluvert fari til spillis af mjólk. Auk þess eru lokin á brúsunum sjaldan svo þétt, að ekki spillist mjólk á leiðinni. í brúsunum er mjólkin ekki varin fyrir hita og frosti, og enda þótt breitt sé yfir þá á bílunum, er það lit- il vörn. Loks er ótalin vinnan við að tæma mjólkina úr brúsunum í vog og vigta hana, og rýrnun, sem þá á sér oft stað. Um tankana er það að segja, að fljótlegt og auðvelt er að hreinsa þá. Þeir eru ávalir og spegilfagrir að innan. Hvergi er horn eða krókur, þar sem óhreinindi geta safn- azt af vangá. Það er hægt að komast ofan í þá til að þvo þá. Á eftir eru þeir skolaðir og loks hreinsaðir með gufu. Tankbilarnir spara mikla vinnu og auk þess viðhald á mjólkurbrúsum, og þegar þeir eru notaðir, hverfur rýrnun sú á mjólkinni, sem óhjákvæmilega verður, þegar hún er flutt í brúsum. Hér er þvi um framför að ræða, sem bætir mikið með- ferð neyzlumjólkurinnar og hefir auk þess í för með sér sparnað. Stefán Björnsson Freyr 1948, bls. 126-127. Freyr 7-8/2004 - 45 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.