Freyr

Volume

Freyr - 01.10.2004, Page 47

Freyr - 01.10.2004, Page 47
Plasthjúpaðir rúllubaggar breyttu menningarlandslagi sveitanna undir aldarlokin. Nú eru fjórir fimmtu hlutar heyfengs bænda verkaðir og geymdir í rúllum og ferböggum - flestum utanhúss. Fæst aldamótafjósanna nýju hafa hlöður, aðeins heystæði, en í byrjun tuttugustu aldar var flestum bændum kappsmál að eiga þök yfir hey sín. (©Rafteikning hf. Ljósm.: Rafn Sig.-). breiddist út og náði til íslands 1982. Menn bundu hey í rúllur og tróðu í poka, sem af stöku fagur- kerum voru nefndir taddar. Vitan- lega deildu menn töluvert um ágæti aðferðarinnar: Sumum þótti pjasið mikið við að troða rúllun- um í poka og hnýta fyrir og öðrum óaði er ffá leið skemmdir sem á heyinu urðu við geymslu. Líklega hefði aðferðin dáið drottni sínum ef ástralskur hug- vitsmaður, Ken Williamson að nafni, hefði ekki smíðað frumgerð sérstakrar pökkunarvélar árið 1984 er sveipaði baggana plast- hjúpi með líkum hætti og þá hafði tíðkast í vöruhúsum um árabil. Varð hún undirstaða frekari þró- unar hjá norsku Underhaug-bú- vélasmiðjunni og árið 1986 kom á markaðinn pökkunarvél er leysti hjúpun bagganna með einföldum og áhrifamiklum hætti, fljótlega án þess að mannshöndin þyrfti nærri að koma. Kom fyrsta pökk- unarvélin til íslands samsumars. Með pökkunarvél fyrir rúllu- bagga var visan botnuð og rúllu- aðferðin breiddist út um íslenskar sveitir á undraskömmum tíma. Talið er að á árunum 1993-1994 hafi helmingur heyafla lands- manna verið verkaður og geymd- ur í rúlluböggum. Hin hraða út- breiðsla tækninnar, víða á kostnað nýlegra tækja og aðstöðu til hey- verkunar, segir sitt um mat bænda á aðferðinni. Afar ólíklegt er að hér hafí heyskapartæknin náð hvílustigi sínu hvað þá fullkomn- un. Við nýliðin aldamót hafa fer- baggavélar knúið dyra auk þess sem bændur velta fyrir sér múg- söxurum og viðeigandi flatgryQ- um líkt og um langa hríð hafa tíðkast t.d. vestan hafs. Rúlluvélar breyttu heyskapar- landslaginu í bókstaflegri merk- ingu. Fyrr á öldinni sáust lanir og heysæti í umhverfísþekkum litum prýða tún víða þegar leið á sum- arið. Undir aldamótin höfðu jök- ulhvítar rúllur tekið sæti þeirra, sumum til angurs en öðrum sem ný merki um góðan töðufeng og búsæld. Annáll Freys Steinhúsbyggingar til sveita Húsagjörð og húsabætur eru eitt af þýðingarmestu og vandasömustu málum þjóðarinnar. Um það geta vafalaust flestir orðið sammála. Það er málefni er alla varðar, bæði sveitabændur, sjó- menn og kaupstaðarbúa. Árlega leggja bændur stórfé í byggingar yfir höfuðin á sér, hey sín og fénað. Og þjóðin öll ver á ári hverju ógrynni fjár fyrir allskonar útlent byggingarefni. Og hvernig endist svo þetta byggingarefni? Eftir nokkur ár er töluverður hluti þess orðinn fúinn og ónýtur, og að liðnum rúmum mannsaldri verður engin spíta eftir af öllum þessum við, sem hægt sé að nota. Ástandið er því í meira lagi óefnilegt I þessu efni, og engin von til, að þjóðin þoli slíkt til lengdar. Á síðasta tug aldarinnar sem leið, einkum eftir jarðskjálftana 1896, komst töluverð hreyfing á húsagjörðarmálið. Torfbæjunum fækkaði, en í þeirra stað risu upp timburhús. Fjölgaði þeim tiltölulega ört um tíma, sumstaðar á landinu, t.d. I Mýrasýslu, Borgarfirði og víðar. - [ Mýrasýslu munu nálægt 70 íbúðarhús úr timbri, án þess Borgarnes sé þar talið með. í Álftaneshreppi voru fyrir tæpum tveimum árum timburhús á 16 bæjum og í Borgarhreppi á 20 bæjum. Þessum timburhúsum, er komið hefir verið upp, fylgja yfirleitt ókostir þeir, sem samfara eru slíkri húsagjörð. Húsin eru flest köld, rakafull og endingarlítil. Þau þurfa mikið viðhald og góða umhirðu, ef vel á að fara. Timburhúsin verða því mjög dýr, þegar alls er gætt. Þetta eru menn nú farnir að sjá og sannfærast um. Fyrir því hefir mörgum komið til hugar að breyta til í þessu efni og nota, ef þess væri kostur, innlent efni til húsagjörðar. Og þetta efni er grjótið og sandurinn. Undanfarin ár hefir viða til sveita verið komið upp íbúðarhúsum úr steini og steinsteypu. Sama er einnig að segja um aðrar steinbyggingar, svo sem hlöður og pen- ingshús. - Virðist því svo, sem breyting sé að komast á eða ryðja sértil rúms í þessu efni. Er það óneitanlega vel farið, þó enn sé margt athugavert við stein- eða stein- steypuhúsagjörðina. Sigurður Sigurðarson. Freyr 1910, bls. 121-124. Freyr 7-8/2004 - 471

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.