Freyr

Volume

Freyr - 01.10.2004, Page 83

Freyr - 01.10.2004, Page 83
* Bændur fóru að girða tún sín, aðallega með gaddavír. * Gróðrarstöðvar voru stofnaðar í Reykjavík 1901 og á Akureyri og Eiðum og gerðu þær tún- ræktartilraunir. 1921-1945 var tímabil hestaverk- færa við áburðardreifingu og hey- skap. * Nokkrar allstórar dráttavélar komu í sveitimar, sem hentuðu til jarðvinnslu og gerðu bænd- um kleift að slétta og stækka túnin. * Handverfæri vom notuð við skurðgröft og lokræsagerð. * Sáðsléttur urðu ráðandi og í þær var sáð erlendum tegund- um og yrkjum grasa, svo sem vallarfoxgrasi, háliðagrasi, vallarsveifgrasi og túnvingli. Sumir bændur sáðu hvitsmára. * Bændur lærðu smám saman að nota tilbúinn áburð. * Tilraunastöð í jarðrækt var stofnuð á Sámsstöðum 1927, sem tók við af Gróðrarstöðinni í Reykjavík. Hún var lögð niður 1993. Búnaðardeild Atvinnu- deildar Háskólans var stofnuð 1937. Hún var lögð niður 1965. Tilraunastöðvar í jarðrækt vom stofnaðar á Reykhólum og Haf- ursá og seinna á Skriðuklaustri 1947 og lagðar niður 1990. 1946-1965 var timabil léttra heimilisdráttarvéla sem beitt var fyrir vagna og heyvinnutæki. * Mýrar vom ræstar fram með skurðgröfum og lokræsaplóg- um. Flögin vom jöfnuð með jarðýtum. * Túnin stækkuðu mikið. * I nýræktir er mest sáð vallar- foxgrasi, vallarsveifgrasi og túnvingli. * Notkun tilbúins áburðar varð almenn. Honum var dreift með kast - eða þyrildreifumm. * Algeng tæki við heyskap voru greiðusláttuvélar og hjólmúga- vélar. * Farið var að beita kúm og fé á tún strax að vori og bata slátur- fé á túnum á haustin. * Áburðarverksmiðja tók til starfa í Gufunesi 1954. * Rannsóknastofnun landbúnað- arins var stofnuð 1965 í stað Búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans og farið var að gera jarðræktartilraunir á Korpu 1960 og tilraunastarfsemi á Hvanneyri aukin 1955. 1966-1970 vom hin svokölluðu kalár þegar tún um allt land kól. * Megin orsök kals var talin vera langvarandi svellalög. * Mikil umræða var um kalþol gróðurs og áhrif stórra skammta af köfnunarefhisáburði og /eða súrs jarðvegs á kal. * I kalskellum var áberandi varpasveifgras, knjáliðagras og haugarfi. 1971-1980 stækkuðu túnin og vélaeign bænda jókst. * Vegna ótta við kal voru tún- sléttur á mýrarjarðvegi kýfðar til að forðast svell á túnum. * Um 90% af árlegum heyfeng var þurrkaður. * Mest voru notaðar grasfræ- blöndur með vallarfoxgrasi, vallarsveifgrasi og túnvingli. * Sláttuþyrlur, heyþyrlur, hey- hleðsluvagnar og heybindivél- ar vom þær heyvinnuvélar sem breiddust mest út. * Dráttarvélarnar stækkuð og urðu þyngri. * Tilraunastöðin á Akureyri var flutt að Möðruvöllum 1974. 1981-2000 varð heyrúllutæknin smám saman ríkjandi aðferð við heyskap. * Um aldamótin var 75-80% heyforða landsmanna hjúpaður i plasti. * I nýræktir var aðallega sáð vallarfoxgrasi og vallarsveif- grasi. * Heyskapar var stundaður með stómm og aflmiklum dráttar- vélum, enda vora öll tæki við heyskap þung. * Vegna aukinnar komræktar hafa sáðskipti aukist, þess vegna em túnin oftar unnin upp. Höfundur þakkar þeim mörgu sem veittu upplýsingar um sögu túnrœktar. Sérstaklega þakkar hann Matthíasi Eggertssyni, rit- stjóra Freys, og Jónasi Jónssyni, fyrrverandi búnaðarmálastjóra. Þessir aðilar bera þó ekki ábyrgð á missögnum sem kunna að vera í greininni. Lengri útgáfa afþessari grein birtist á vefsíðunni www.landbunadur.is á netinu, þar er listi yfir þœr tegundir grasa og belgjurta sem hafa verið reyndar í tilraunum á Islandi og heimilda- listi sem ekki fylgir þessari grein vegna þess hve langur hann er. - Altalað á kaffistofunni Kynlegur kvistur Gísli Gíslason á Uppsölum í Selárdal varð landskunnur á einu kvöldi eftir að viðtal Ómars Ragnarssonar, fréttamanns, við hann birtist í sjónvarpinu um síðustu jól. Ómar kynntist Gísla fyrst þannig að fyrir nokkrum árum flaug hann með Árna Johnsen, blaðamann, vesturog Árni átti þá viðtal við Gísla, sem birtist í Morgunblaðinu. Eftir þá heimsókn Árna hitti Gísli nágranna sinn og sagði við hann: ,,Það kom hingað kynlegur kvistur. Hann sagðist vera blaða- maður. Hann er nú ekki alveg eins og við hin. 22. tbl. 1982. Freyr 7-8/2004 - 83 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.