Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Page 147
í> JÓÐRÆKNIS SAMTÖK
127
einkum fimm menn, er liöfðu það
með höndum: Jón Júlíus, Frið-
finnur Jóhannesson, Magnús Páls-
son, Helgi Jónsson og Þorsteinn
Einarsson. Fóru þeir þess á leit
við séra Friðrik J. Bergmann, er
þá var nýútskrifaður úr Decorah
Mentaskólanum í Iowa ríkinu, að
hann tæki að sér ritstjórn, ef hlað-
ið yrði stofnað. Boðuðu þeir
haim á fund til sín, til þess að hera
sig saman við liann um þetta; en
niðurstaðan varð þó sú, að eigi
væri liugsanlegt að leggja út í
'þesskonar fyrirtæki að sinni. Eigi
var Helgi Jónsson samdóma þeim
í þessu; áleit hann það vel fært og
eigi ofætlun einum manni, hvað þá
fleirum, ef eigi brysti áhuga og
góðan vilja. Urðu þær lyktir
málsins, að hann stofnaði hlaðið
einn, og er það fyrsta íslenzka
blaðið, sem gefið er fit í Winni-
peg. Nefndi liann það “Leif”,
eftir Leifi Eiríkssyni hinum
hepna. Kom það fyrst út um vor-
ið, 5. maí 1883, og hélt liann því
úti í rúm fþrjú ár, en varð þá að
láta það liætta, sökum efnaskorts.
Síðasta blaðið er dagsett 4. júní
1886. Þrír menn komu nú honum
til aðstoðar: Stefán Pálsson (nú
kaupmaður í Minneapolis) apó-
tekari úr Fljótsdalshéraði á Aust-
urlandi, fluttist vestur 1882, var
hann aðstoðar ritstjóri fyrsta árs-
fjórðunginn; Eggert Jóliannsson
(Jóhannssonar frá Steinsstöðum í
Skagafirði, fluttist vestur 1876, en
býr nú vestur í Vancouver - hæ á
Kyrrahafsströnd), maður vel gef-
inn, lipur og gætinn og miklum
bókmenta hæfileikum búinn; rit-
aði hann blaðið að miklu leyti, eft-
ir að Stefán hætti, nema ritstjóm-
argreinar, er Helgi vildi vera einn
um; og Jón Vigfússon Dalmann
(frá Kleif í Fljótsdal), fluttist til
W.peg 1882 og andaðist þar 17.
júlí, 1915). Gjörðist Jón prent-
ari og liafði þó aldrei fyrr á því
verki snert, en viljinn var góður
og áhuginn mikill fyrir því, að ís-
lendingar gæti átt blað á sinni
eigin tung-u, er frætt gæti þá um
liið helzta, er hér var að gjörast,
og stutt að félagsskap og sam-
heldni. Jón var hinn vandaðasti
maður í öllu, stiltur og orðvar, al-
vörugefinn ogl ósérplæginn, og
kom það sér vel, því eigi var fyrir
launum að gangast. Misjafnlega
var um fyrirtæki þetta dæmt, og
eigi ávalt með sanngirni, en á hitt
var síður litið, hvað þessir menn
urðu í sölur að leggja, er eigi voru
efnum búnari en aðrir, til þess að
lialda blaðinu úti. Þótti þó mörg-
um betur, að á þessu var byrjað,
en eigi.
Telja má, að Framfarafélagið
liafi staðið með fullum kröftum í
10 ár, en úr því fer því að fara
aftur. Má óhætt fullyrða, að það
var lang-helzti félagsskapurinn
allan þann tíma. Verksvið hafði
iþað stórt og margbrotið starf og
áttu mörg þau mál, er lengst liafa
verið á dagskrá lijá Jslendingum
síðan, upphaf sitt hjá því. Meðal
þeirra má nefna Skólamálið, er
kirkjufélagið tók að sér, o. fl.
Með árinu 1885 er kominn á fót
aniiar félagsskapur, er setti sér
að gjöra sumt liið sama og félagið
liafði áður gengist fyrir, en fé-
lagsskapur sá var hinn “Fyrsti ís-
lenzki lúterski söfnuður í Winni-