Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Síða 54
20
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Þórðarson var vitsmunamaður og
svo sanngjam, að hlutdrægni
komst honum livergi nærri. Þó
kom hann ekki auga á ritsnilling-
inn í Reykholti, svo að heitið gæti.
Það má kalla tilviljun, að hann
drepur á það, að Snorri ritaði
bækur, og ])ó að Sturla lýsi sum-
um lítt völdum mönnum, er hann
segir frá, eða getur um, verður
honum það ekki til tafar að lýsa
Snorra, með einu orði. Snorri
sjálfur mat snild sína og stærð
(ikki meira en það, að hann lét ekki
nafn sitt á titilblað bóka sinna,
þeirra, er hann setti saman. Ein
níðvísa er til um Snorra frá sam-
tíð hans, það er eina umsögnin
um þennan ódauðlega snilling.
En vera má að hann hafi haldið
leyndri 'bókagjörð sinni, svo að
t. d. morðingjar lians hafi eigi
vitað deili á þeim andlega höfð-
ingja, sem snakillska þeirra lagði
undir. Ilafi svo verið, væri það
afsökun þessum mannsmyndar
úlfum.
Höfðingjaháttur Snorra í rit-
liætti vei-ður seint oflofi hlaðinn,
hvort sem tilfinningin leggur á
hann mælikvarðann, eða honum
er skákað með samanburði við
aðra. Kaflar í Eddu og gjörvöll
Heimskringla sýna tíguleik hans,
bæði efnisvalið og svo meðferðin
öll á mönnum og atburðum. tJr
Eddu vel eg frásögnina um Gjálp
tröllkonu, er ætlaði að drekkja
Þór með árvextinum. En þann
vatnavöxt gerði liún með því móti,
að hún stóð tveim megin árinnar
----íEn Þór kastaði steini og'
missti eigi marksins. Þessi frá-
sögn stingur í istúf við frásögur
klámskálda vorra tíma, sem
gamna sér að kynfærum, ef hægt
er að koma að einliverju gemsi um
þau. 0g þó Snorri væri all-breysk-
ur í breytni sinni, lét liann ekki
konungana velkjast í óhreinindum
breyskleikans í frásögn sinni.
Hann gengur fram hjá einkamál-
um, ef þau eru lítilmótleg’. Eg tek
þrjú dæmi úr Heimskringlu, er
sýna liöfðingsmót ritháttar lians,
og eru þau valin af handahófi svo
að segja, en þó valin þannig að
gripið er niðri í stuttum frásögn-
um, af því að rúmið er takmarkað,
sem eg ræð yfir. Fyrsta dæmið
greinir frá Þjóðólfi skáldi úr
Iívini, er fóstrað hafði einn af
sonum Haralds hárfagra og Snæ-
fríðar, dóttur Svása jötuns. Kon-
ungurinn lagði á hana ofurást,
svo að liann sat jafnvel yfir lienni
dauðri langa tíma. Spakur öld-
ungur opnaði augu konungsins
fyrir þeirri vitfirring. En þá
lag'ði hann óvirðing á sonu sína og
finnurnar. Þjóðólfur fór þá að
áegg'jun fóstursonar síns á fund
Haralds konungs og lauk upp
hugskoti lians með þeim gull-lvkli
snilldar og vitsmuna, sem aldrei
mun ryðbrenna. Hann talaði
stutt við konung og eldd þvílíkt,
sem þingmannaefni nú á dögum,
er þeir gemsa við háttvirta kjós-
endur, eða löggjafar í þingdeild-
um. Hann mælti á þessa leið:
“Eigi sómir þér konungur að fyr-
irlíta sonu þína, því fúsir væru
þeir að eiga betra móðerni, ef þú
hefðir þeim það fengið.” Nú ef
einliver vildi snúaþessu við, þann-
ig, að Snorri hafi búið til orðin
og lagt þau Þjóðólfi í munn, þá