Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Síða 58
24
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
sjaldan fyrir að sagnaritarar vor-
ir stingi upp liöfðinu milli at-
burða og lesenda. Honum hefir
þótt kveða að þessu erindi og
munu fáir lá ábóta það.—
Mannsandanum hefir eigi far-
ið fram að höfðinglegri skynsemi
síðan Sverrir var uppi. Sverrir
flutti margar ræður, sem saga'
hans geymir, og eru allar höfð-
ingleg'ar. Þegar þær eru lesnar,
kemur mér í hug það, sem liaft er
eftir Benedikt sýslumanni Sveins-
■syni, þegar Jón forseti hafði lok-
ið við stóru ræðuna. á alþingi:
“Herra Gluð og himneski faðir
(orðtak hans) en að slíkir menn
skuli ekki lifa eilíflega”—í liold-
inu.
Sverrir Norðmannakonungur
var latínulærður og hafði numið
þau fræði er þá voru kennd. Það
er ekki mesta furða, að hann gat
talað spaklega og haft á ræðum
sínum höfðingjamót. Hitt er enn
meira undur, að íslenzkur kot-
bóndi, sem liggur við sveit, skuli
liafa haft í fari sínu þann aðsúgs
mátt og höfðingjabrag að nærri
stappar því, að hann rjúfi liimin-
inn kringum hásæti Guðs, lirumur
af elli. Það er mark á andlegum
höfðingja, að liann er djarfur, og
hirðir ekki um háskann: “T.il
frægðar skal konung hafa, en ekki
til langlífis,” sagði Magnús kon-
ungnr, frændi Sverris. Bólu-
Hjálmar gleymir því, hve valda-
laus liann er á veraldar vísu, þeg-
ar hann býður birginn himna kon-
unginum. Hitt veit hann, að hann
er yfirvald á orðaþingum, og full-
trúi skáldgáfunnar á tyllidegi al-
þjóðar. Hann talar ekki “af heit-
um dreyra” til þóknunar almenn-
ingi, enda er lýðskrum og lýðræði
ókomið þá til sögunnar, í landi
voru. Þar er maður, sem kveður
sjálfan sig stóran, þegar tilefni
gefst. Oig tilefnið þarf ekki að
gefast. Slíkur maður shapar sér
tilefni—á gæruskinninu sínu í bað-
stofukytru, sem svo er gerð, að
dyr hennar eru eklvi manngengar.
Og kviðlinga sína verður liann
stundum að rita með krít á bað-
stofurúðuna, af því að ritföngin
eru uppgengin. Meiriháttar skáld
þjóðar vorrar hafa leikið þá list,
sem ávalt skyldi metin, að hefja
upp í æðra veldi hversdagsatburði,
með snild orðavalsins, og hljómi
háttanna. Tökum t. d. þennan
vísulielming:
“Ivulið dauðans gegnum g-næðir
gisið sálartjaldið mitt.”
Hrörnunarliætti líkamans er
lyf-t upp, svo að undir liann hyllir,
þegar líkamin er kallaður tjald
sálarinnar. Konungar bjuggTi í
tjöldum, og' þangað hvarflar liug-
urinn. Ef hann hefði kallað lík-
amann birgi eða lireysi sálarinn-
ar, var kotungsmerkinu brugðið
á skáldið, og’ liöfundinum vísað
á bekk hjá eymdinni. Aftur á
móti fer vel á því að nefna hreysi
í upphafi Örvar Odds-rímu. Þá
fagnar hann yfir því að eiga þess
kost, að fara um víðáttuna á
skáld-fákinum, burt úr bælinu,
þegar uppþirtir dinnnviðri:
“Milli hríða lireysi frá
heims um víða geima
hvarflar tíðum sefi sá,
sem að níðist heima.”