Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Síða 71
JÓN TRAUSTI
37
umim,. frosnar í hel. Mestur hluti
eggjanna varð að fúleggjum.
Um manneskjurnar ætti eg sem
fæst að tala. Ef eg segði alt, sem
satt er, mundu fáir trúa mér. Þar
að auki mjundi mér vera borið á
brvn, að eg níddi landið og gerði
of mi'kið úr harðindunum. Eng-
inn veit til fullnustu, hvað það er
að eiga bágit, nema sá, er sjálfur
hefir reynt það. Hjá þessari
móðursjúku þjóð má ekkert satt
segja,-—um að gera að dylja allan
sannleika, sem mönnum finst sár
í svipinn. Því fer margt sem það
fer. Eg hefi þó ekki þagað. Það,
sem læknirinn segir í sögunni
‘Þorradægur’ stendur á dýr-
keyptri reynslu frá þessum árum.
Fátæklingarnir flosnuðu upp
hópum .saman. Heilar fjölskvld-
ur fóru á sveifina eða verganginn
—sem eiginlega var eitt og liið
sama. Eg man eftir, þegar þess-
ir aumingjar voru að dragast bæ
1‘rá bæ, bláir í framan af megurð
og máttleysi, mieð skyrbjúginn í
tannholdinu og sinakreppu í hnés-
bótunum—iþar til þeir lögðust
fyrir á einhverjum bænum, kom-
ust ekki lengra. Þar urðu þeir að
deyja eða hjarna við. Flestir
hjörnuðu við og—voru sendir til
Ameríku um sumarið.
Engin björg fékst, nerna fáeinir
gamlir, óíseigir landselir, sem
skriðu upp á ísinn og voru rotaðir
þar. Ketið af þeim var svart eins
og tjara og’ gat aldrei soðnað. En
það þótti gott samt, því að það
var þó nýtt. Saltketið, sem menn
áttu frá vetrinum, brendi menn
í munninum, og hangikjötið gátu
menn ekki melt, þótt til væri, því
allir voru í raun og veru orðnir
veikir af liarðréttinu. 0g svo var
þetta ekki til nema hjá þeim, sem
bezt bjuggu. Hinir urðu að láta
sér nægja að sleikja um beinin af
skepnunum, sem) þeir mistu, eða
leita sér saðningar í skemdum
eggjum eða seigu selaketi. Kaup-
staðurinn var allslaus — engiim
kornmatur af neinu tægi, ekkert
kaffi, enginn sykur. Ekkert —
alls ekkert, sem fólkið þarfnaðist,
ekki svo mikið sem) .saltlúka til að
sá í matinn. Ekkert brennivín
lieldur eða tóbak. Það þykir ef til
vill goðgá, að minnast á tóbalc og
brennivín í þessu sambandi. En
eg held þó, að ekki héfði mörgum
manninum) veitt af þeirri hýrgun,
sem þetta veitir hvorttveggja, því
að ekki var ástand sálarinnar
stórum betra en líkamans. Þung-
lyndi, deyfð og vonlevsi fylgja æ-
tíð harðrétti og skyrbjúg. Menn
geta nú sjálfir liugsað sér ástand-
ið.....
En þegar neyðin er stærst, er
hjálpin næst. Það fréttist til kaup-
skipa, sem láu í íslausum sjó sunn-
an undir Lang-anesinu. Meðal
þeirra var skipið til Raufarhafn-
ar. Hin skipin voru til Almreyr-
ar og Húsavíkur...... Þegar ekki
þótti fært að sigla þeim inn í ís-
inn, var ekki mikil von um að
‘Kristín’ litla, Raufarhafnarskip-
ið, kæmist langt. En mikil var
samt þráin eftir skipinu, sem hafði
alt það innanborðs, sem menn
þörfnuðust svo sárlega, mönnum
og skepnumj til bjargar. Einkum
voru það þó skepnurnar, sem lífið
lá á að bjarga, ef í kornmat næð-
ist. Fólkið á Sléttunni, sem margt