Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Qupperneq 80
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
af viðlkvæmri ást og' dreiig'ilegum
umbótaliug. Þar eru náttúruljóð
allmörg' og' með ýmsum liætti, sem
hin íslenzka náttúra sjálf, t. d.
hinar þýðu vísur ‘DraumalandiS'
Iþ. e. íslenzku heiðalöndin, sem
skáldið á eftir að skrifa svo vel um
í inng'angi Heiðarbýlisins; Grinda-
skörð úfin og grett, o. s. frv.
En oftar verður náttúran lion-
urn hvöt til karlmensku og dáða.
Þannig loldcar ‘fjallabúinn’ ung-
linginn til að stefna hátt, og telur
þó í öðru orði alt torleiðið til
hæstu tindanna:
HvaS vilt þú frá daladjúpi,
dreng'ur, upp aö vorum fjöljum,
þoliröu skin af hjarnsins hjúpi
hefiröu ekki beyg af tröllum?
En Skáldið er fjallgöngumaður,
hann stígur yfir allar torfærur upp
á tindinn, þar sem hann lieggur
nafn sit á “hæsta, efsta steininn,
sem eg finn. ” Það skal vera
bautasteinn hans.
Önnur kvæði sýna oss vel skoð-
anir skáldsins, t. d. Hjalti, Trölla-
kirkja og Nóttin helga. 1 “Heima
og erlendis” yrkir hann lélegt
kvæði um Þorgeir ljósvetninga-
goða, af því að liann er boðberi
nýrrar aldar í landi. Af sömu á-
stæðu kýs hann sér Hjalta að fyr-
irmynd:
Og Hjalta þótt geti eg ei fetaö í för
eg fylgi mitt ljæ þeirn og afl mitt og fjör,
sem ei fylgir alþýöu að blóti;
sem frjálslega hugsar, sem hreinn er og
beinn,
og hvorki til oröa né framkvæmda seinn,
og horfir ekki í þaö þótt liann standi einn
og hafi sér alla á móti.
Og ‘Nóttin helga’ er fjarri því að
boða honum frið,—þvert á móti
boðar liún nú stríð: gamlar minn-
ingar og nýjar hugsanir berjast
um völdin í sál lians:
Eg veit ei hvort á eg að! elska eða hata—
aðhyllast ,safna’ eða hafna og glata.
En þetta er aðeins augnabliks
efi, því hami elskar storminn og’
stríðið og kemst eigi hjá að kjósa
það. Hann gengur því hiklaust
í flokk manna eins og Þorsteins
Erlingssonar, er beita sér gegn
úreltum 'kenningum kirkju og
klerka, og einitum hatar liann
hræsni í þessulmi efnum, sem öðr-
um, eins og sjá má af meðferð
hans á sr. Halldóri í ‘Höllu’ og
víðar (Séra Keli).
Ef til vill kveður hann hvergi
ljósar að orði um afstöðu sína í
þessum málum en í kvæðinu
‘ ‘ Tröllakirkja: ’ ’
Þú leigir presta um hann*) til aö tala—
þeir tala minna fyrir þig en sig;
þú hlustar til aö hálfu leyti í dvala
og helst á meðan útaf leggur þig.
Þeir tala um reiði, djöful, synd og dauða,
um dalinn tára myrka, gleðisnauða,
um líkamlegt og andlegt, eilíft kíf.
En drottinn talar til þín gegnum blæinn,
sem tendrar logann og .sem reisir bæinn,
um frelsi, gleði, fjör og þrótt og líf.
• ■. . Þú sér hans mátt þar duna fossaföllin
og freyðir brim við kjlettum varða strönd;
þú sér hans rún, sem rituð er á fjöllin,
þá ritning skráði engin mannleg hönd';
þú sér hans mynd í hýrum djörfum
hvarmi
í háum, hvelfdum, manndómsstyrkum
'barmi,
sem leitar frarn á framans glæsta istig.
Og elskir þú það alt, og viljir glæða
þíns anda megin, göfga hann og fræða,
þá ertu sæll,—þá elskar drottinn þig.
Þetta er trúarjátning skáldsins
*)Guð.