Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Side 82
48
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Þjóðólfsmaðurinn liefir ímyndað
sér, að Guðmundur væri fram-
sóknarmaður, en Þjóðviljamaður-
inn Bjarni ímyndar sér að Guð-
mundur sé heimastjórnarmaður,
því nú er alt í tómum flokkaríg; en
Guðmundur er líklega Guðmund-
ur og eldcert annað.”
En einnig Fjallkonunni skjátl-
ast, því Guðmundur er ekki leng-
ur Guðmundur, heldur — Jón
Trausti. Með “Höllu,” sem kem-
ur út 1906 og ber þetta nýja nafn
lians, vinnur liann fullnaðarsigur,
eigi aðeins á misjöfnum dómum
blaðanna, heldur og á efanum og
þokunni í sjálfum sér. Hann hef-
ir fmidið sjálfan sig, yrkisefni sín
og sögufoimið, sem þrátt fyrir
ýmsa galla, er einlægt loða við það
í meðferð hans, lætur honum þó
bezt. Hann er horfinn í hugan-
um á fornar, kærar slóðir, Sléttan
og heiðarnar og smákaupstaður-
inn, alt fyllist endurbornu lífi í
hug hans. Halla, Leysing og
Heiðarbýlis-sögumar k o m a í
striklotu á árunum 1906—1911.
Hvað sem (segja má um listfengi
hans í þessum fyrsta sagnabálki,
framsmíð hans á skáldsagnasvið-
inu, þá er það víst, að hvergi hef-
ir sköpunargáfa lians gefið oss
frumlegri og sannari menn og
konur en einmitt í þeim. Mann-
lýsingar láta honum bezt. Annar
sagnabálkur: Grundarfjarðarsög-
urnar: Borgir og smásögurnar,
sem þeim fylgja, standa að vísu
mjög nærri Heiðarbýlissögunum
að frumleik og sumstaðar ef t. v.
hærra að meðferð efnisins (sumar
smásöguraar).
En eftir 1911 «nýr skáldið sér
að öðrum viðfangsefnum. Þessa
verður vart, þó í litlu sé í annari
útg. ‘ Borga ’ 1911, fyrst komu þær
út i “Nýjum kvöldvökum” á Ak-
ureyri og sérprentaðar úr þeim
1910. Sagan hefst í 1. útg. með
orðunum: “Arið 1398....” þessu
er í nýju útg. breytt í “Anno
domini 1898....” Að vísu ekki
neitt istórvægileg breyting, en ekki
er laust við að latínan komi þarna
eins og skrattinn úr sauðarleggn-
um.
Hvaðan hefir hann þessa latínu ?
Því er auðsvarað. Hann hefir
snúið sér að sögu landsins og er
nú undir álirifum af latínu glós-
um þeirn, sem gamlir sagnaritarar
voru vanir að strá í rit sín eins og
salti í mat. Hann er nú tekinn til,
þar sem fyr var frá horfið að
‘ Teiti’ loknum.
Á næstu áram eru söguefnin öll
valin úr sögu þjóðarinnar: Sögur
frá Skaftárelduni I-II, Góðir stofn-
ar I-VI, Tvær gamlar sögur og
ýmsar simásögur og brot. Efnis-
valið einkennir skáldið. Ilann
velur Skaftáreldana af því, að
aldrei hefir íslenzk þjóð komist í
hann krappari og aldrei hefir hún
betur sýnt hvað í henni bjó af
seiglu og þotgæði. En í hinum
sögunum eru það sterkir menn og
konur fyrst og fremst, sem verða
honum að yrkisefni. Menn, þéttir
á velli og þéttir í lund; þeirra er
skamt að leita í sögu vorri. En
Iþótt honum takist oft vel, stund-
um ágætlega, að gefa fortíðar-
mönnum lit og líf, þá verður því
ekki neitað að þessar sögur standa
yfirleitt að baki nútíðamsögum
hans, sem áður eru taldar. Yeld