Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Qupperneq 95
VID SITJUM JÓUN HEIMA
61
hann horfinn sýn þeirra í nætur-
sortanum, sem óðum var að þétt-
ast á vegi hans.
En jafnótt og náttmyrkrið þétt-
ist kom fram sí-vaxandi skari af
glóandi stjörnum á dimm-bláu
hvelfingunni yfir liöfði hans, eins
og vildu þær sýna honum og sanna,
að þó dimm væri braut hans í
augnablikinu, þá biðu hans ljós og
birta, þó langt sýndust máske í
burtu. Þannig leit Hannes á þessi
breytilegu atvik, sem gert höfðu
burtför hans vandræðalegri e n
hann hafði búist við. Á uppvaxt-
ar-árunum hafði hann verið kall-
aður lifandi eftiinnynd móður sinn-
ar í sjón, og eftir því sem ár hans
fjölguðu mátti svo virðast að eðl-
is'far hanis væri uákvæmlega hið
sama og hennar. í aSal-atriðum
var það líka rétt. Hann var kjark-
mikill og bjartsýnn, eins og hún,
en viðurkendi þó, að dökka hliðin
væri athugaverð engu síður en
bjarta hliðin. Þessvegna tamdi
hann sér að brjóta öll mál til merg-
jar og það gerði hann á þessum
seinasta áfanga til vagnstöðvanna,
—velti fyrir sér öllu, sem fram við
hann liafði komiÖ um dag’inn og
komst svo að sinni venjulegu nið-
urstööu, að hér væri revndar um
ökkert að kvarta. Alt væri fyrir
beztu.
Vitaslmld var átakanlega leið-
inlegt að faðir hans kvaddi hann
á þann hátt sem hann gerði. Þau
voru lí'ka hvimleið vorhretin, þeg-
ar nístingskaldur norð-vestan rosi
rumbaÖi úr1 sér kalsa-regni og
snjó svo jörð varð hvít, en þó
færðu þau köst bóndanum æfinlega
fyrstu uppskeruvonina. Stonn-
arnir geisa að sjál'fsögðu um ríki
mannsandans, alveg eins og um
ríki náttúrunnar, og faðir lians
var auÖvitaÖ háður sama lögmáli
og aðrir. En stormurinn siem
liristi hann svo mjög í dag mvndi
þegar minst varði umhverfast í
lygnan og sólríkan sumardag.
Það var elcki síður leiðinlegt,
að hann fékk ekki að sjá og því
síður að kveðja heitmey sína.
Þetta kom svo flatt upp á liann, að
vonbrigðin lömuðu bæði hugsun og
málfæri í svipinn og var þó í raun
réttri lítil ástæða til. Að öllu
loknu gat hann æfinlega kvatt
hana bréflega,—liann gat enda
notað talsímann til þess að tala við
hana ofurlitla stund. Ef ekki yrði
hafin austur-ferðin öllum að ó-
vöru, taldi hann líka alveg víst að
fá sig lausan einn sunnudag, og
með því að ferÖast báðar leiðir að
nóttu til gat hann veriÖ með unn-
ustunni, vestui' í Regina, megin-
hluta sunnudagsins.
Það var satt sem móðir lians
sífelt brýndi fyrir börnum sínum,
að með samstarfandi viljákrafti og
einlægri trú á það góða, gæti hver
og einn aÖ miklu leyti ráSið ör-
lögum sínum á lífsleiðinni......
'Snemma næsta morguns kvaddi
Hannes í anda bygð sína og heim-
ili, föðui’ og móður, ekki með sökn-
uði eða kvíÖa, þrátt fyrir ógeð-
feldu atburðina í gær, heldur með
þróttmiklum hug' æslrumannsins,
sem hugglaður og hress í anda
leggur leið að heiman til þess að
kanna nýjar slóðir um fjöll og
firnindi og til þess, máske, að
þreyta. hrikalegan kappleik við