Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Síða 101
VIÐ SITJUM JÓI,IN HEIMA
67
sína, sem liaim hefði helgað líf
sitt og sál. En hér var ekkert
svigrúm, ekki einu sinni til að
nota talsíma eitt augnablik. Það
eina, sem liann gat gert, var að f ela
systur sinni að síma Sigríði, um
leið og hann afþakkaði lcveðju-
gildið, sem þau lijón höfðu efnt til,
honum til glaðningar næsta þriðju-
dagskvöld.
Það var einhver tilfinning ekki
svo fjarskyld örvænting, sem
greip hann þeim heljartökum þeg-
ar járnbrautarlestin sveiflaði
honum austur yfir Eauðá og
Winnipeg var að hverfa, að þó sól
væri í hádegisstað, fanst honum
að farið væri að syrta jaf nótt.
En þá kom meðfæddur kjarkur
'hans og tók svo fast í taumana
við tilfinningarnar, að þær sef-
uÖust og eyddust á stuttri stund.
Það skýrðist æ betur og betur fyr-
ir honum, að hér væri ekkert óvænt
á ferðum. Það var bara gamla
sögnin endurtekin, að enginn get-
ur þjónað tveimur herrum í senn.
Hans nákomnasti herra, þráin að
sjá og kveðja unnustuna, var smár
og veigalítill í samanburði við
þann herrann, sem fólginn var í
her og istjórnarvöldum. Fyrir
þeim háa herra lilutu allir einstak-
lingsherrar ekki aðeins að beygja
sig, heldur rýma sæti hvenær sem
krafist var. Þetta ok, ásamt
mörgum öðrum, tóku menn á herð-
ar sér, þegar þeir réðust til her-
þjónustu.
Þegar morgunsólin var að rísa
yfir öldur Eifra-vatns og varpaði
lýsigullslit á Þrumuvíkina breiðu
o g svipmiklu, skotraði Hannes
bréfi til Sigríðar í póstkassann á
vagnstööinni í Port Arthur, og
það hafði að geyma kveðjuorðin,
sem hann hafði hugsaÖ sér að
flytja, lienni munnlega einmitt
þennan sunnudag. Þessi kveðju-
orð mundi hún lesa fyrir hádegi
næsta dag, bara einum degi seinna
en hún átti að lieyra þau af vör-
um hans. Þetta var þó hugnun.
AS vísu var lionum varnað að sjá
liana, en án þess að koma í bága
við lög og reglur gat hann séð
liana í hvert s'kifti, sem hann lét
aftur augun. Þeim rétti gat eng-
inn svift hann. Við það skyldi
liann sætta sig. . . .
Og nú var hann hingað kom-
inn, fast að landamerkjum Frakk-
lands. Hann var ekki óbreyttur
liðsmaður lengur. Aður en frá
Bordens-búðum væri farið, var
liann s'kipaður Sergeant, eða her-
æfingastjóri og reglu-vörður í
sínum flokki. Yfirmenn hans
höfðu strax í Winnipeg tekið eftir
því, að hann bar af flestum liðs-
mönnum í fylkingunni og að orð
lians og framkoma sýndu að hann
var gæddur frábærum leiðtoga-
hæfileikum. Stöðunni fylgdu auk-
in störf og aukin ábyrgð, en hann
var maður til að mæta hvoru-
tveggja, og fagnaði yfir auknu
verki, því aðgerðalej si átti liann
bágast með að þola.
# # #
Kvöld eitt nær október-lokum,
í kalsaveðri með snjóhraglanda í
lofti, var barið létt og þýðlega að
dyrum á Landi. Þegar Sveinn
lauk upp dyrunum féll hann í stafi
af undrun, að sjá þar komna Sig-
ríði dóttur sína, brosleita og liopp-
andi af kæti. Undir eins og hann