Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Qupperneq 111
VID SITJUM JÓLIN HEIMA
77
inn viar bjartnr dagnr morguninn
eftir,—fyrsta virkilega friðardag-
inn í Norðurálfu, eftir liálft fimta
ár af ófriði.
Hann tók eftir því strax í svefn-
rofunum, að dynjandi sviða-verk-
ur var í öllmn líkamanum, og þá
fór hann að muna livað gerst hafði
deginum áður, og þá áttaði hann
sig líka á því, að sár lians voru
ekki skaðleg,—bara ‘ ‘ skinnsprett-
ur, ” en nógu stórar líklega, sumar,
til þeiss að halda honum við rúmið
nokkra daga. Um þetta og um
þessa snöggu breytingu frá ófr.iði
til friðar var liann að liugsa, vart
alvaknaður enn og með augmn
aftur, þegar hann lieyrði svo und-
ur hljómþýða rödd yfir höfði sér:
“Hér sjáumst við þá loksins,
Hannes minn!”
Ilann opnaði augun, vék sér til
á koddanum og sá þá livar Sigríð-
ur kom fyrir liöfðagaflinn á rúm-
inu og staðnæmdist við kodda
hans. Eftir liálft annað ár eða
meir, leit liann nú ástmey sína í
fyrsta sinn og aldrei fanst honum
liann hafa séð hana jafn dýrlega
fagra eins og á þessu augnabliki.
Varir hennar brostu .svo blíðlega
og gleði hjartans speglaði sig í
augum hennar, en rósroða liríslur
vöfðu sig um vang’ana hennar
hvítu og mjúku.
“Sig'ga mín! Sigga mín elsku-
leg!” sag'ði Hannes og reisti sig
upp á olnboga, og meiddi sig þá
svo, að hann beit á jaxlinn, til
þess að reka ekki upp hljóð. “Guði
sé lof fyrir þetta augnablik. Þú
hefir frá upphafi verið mín dýr-
mætasta gTiðsgjöf, en aldrei eins
dýrmæt eins og núna. Þú ert líf-
■gjafi minn og ljósgjafi. Komdu
ögn nær mér, lijartans bezta,” og
hann tók um liandlegg liennar með
hægri hendinni, sem heil var að
mestu.
“Sússu, suss|u!” svaraði hún
blíðlega og roðinn færðist nú yfir
alla vangana og niður á háls. “Eg
get það ekki, lijartans vinur minn!
Biddu mig ekki um það núna!
Sérðu ekki augun, sem blína á
okkur úr öllum áttumf ”
“Víst sé eg þau,” svaraði liann,
—“en hvað um það? Mér er
sama hvað mörg augu gllápa á
okkur........Nei, nei reyndu ekki
að slíta þig frá mér, elsku lijart-
að! Þú veizt að eg sleppi engu að
óþörfu, sem eg næ lialdi á, og þér
sleppi eg ekki aftur, og gef þér
ekki augnabliks lausn fyrri en þú
bænlieyrir mig og blessar. ”
* * *
Það var komið fram undir miðj-
an desember, dag'arnir óðum að
styttast og veðrið að kólna dag
frá degi. Og daufheyrður hefði
sá verið, sem þá hefði ekki get-
að greint “fótatak” vetrar “norð-
ur í geim,” því svo nærri var nú
Frosti liinn kaldráði, að hrollur
fór um flesta, af gustinum, sem af
honum stóð. En jafnvíst er þó
samt, að meðal kanadisku her-
mannanna, sem í þúsund tugatali
biðu óþreyjufullir á Englandi eft-
ir farrými heim, var ekki einn ein-
asti, sem ekki hefði í allri alvöru
tekið undir með Stepliani: “Kom
heill og mér velkominn vertu, þú,
v e t u r ef blæstui mér heirn. ’ ’
Skammdegisdagar og vetrargadd-
ur vega lítið á móti heimþrá
þeirra, sem árum saman hafa ver-