Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 124
90
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Árstíðin lötraði leiðar sinnar
á seinagangi, og- daginn stytti
smám saman. Konurnar héldn
sig að vinnunni, eins og þær áttu
vanda til. En eftir þetta viðtal
var Þórunn lausari við sæti sitt en
hún var vön að vera.—á kveldin þá
'Stóð hún öðru hverju við laanpa-
Ijósið og liærði mórauða ull með
mikilli nákvæmni. Hún dró eina
og* eina liæru úr lögðunum, eins og
þegar fis eru tínd úr dún. Þegar
þessu hafði framundið eina viku,
mælti bóndi kvöld eitt:
“Hvað er nú, Þórunn! ertu að
rnissa sjónina, eða hvað!”
Húsmenskukonan brosti og'
mælti:
“Ekki svo mikið enn, að um sé
að kvarta,!”
Þegar Þórunn hafði fullhært
ullina, svo að hún þóttisit vera bú-
in að leita af sér allan grun, tætti
hún tvenna sokka úr þessu þeli og
tvennar spjarir. Yandviríkni Þór-
unnar við þessa sokkagerð verður
naumast mieð orðum lýst. Iiún bar
sviðaflot í kemburnar og fékk
með því móti lyppuna svo seiga,
að bandþráðinn mótti gera enn
smærri en ella. Þetta band, þó að
þrinnað væri, varð hárfínt, spunn-
ið við fingur sér. Þó að Þórunn
prjónaði blindandi, feldi hún ekki
niður lykkju. Og ekki fataðist
henni snúningslykkjan, þó að hug-
ur liennar væri úti í æfintvralönd-
um, eða í álfheimum. Meðan hún
þæfði sokkana teygði hún þá og
strauk smám isaman með lófunum
og að lokum svaf hún á þeim,
þurkaði þá og fergði þannig.
Illepparnir fengm samskonar
handayfirlegging. Þessi prjóna-
saumur varð dúnamjúkur átekt-
ar, og voðfeldur eins og baðmull-
ardúkur. Eigi voni skjólgæði
hans á liuldu. 0g það sagði sig
sjálft, að þessum sokkum mátiti
trúa fyrir fótum í hörðu frosti
og hryssingslegum umlileypingum
á refilsstigmn.— Þegar þessu var
lokið, gerði Þórunn sér brydda
selskimisskó og reyndar tvenna.
Voru aðrir istærri en hinir. Þegar
þar var komið, mælti Salgerður
við hana með gleðihreim sig*ur-
veg'ara:
“Nú sé eg að þú ætlar í lang-
ferð, góða mín.”
“Ójá!” svaraði Þórunn, “eg
var að liugsa um að lyfita mér upp
í þessari blessuðu tíð; annað livort
er nú að hrökkva eða stöldcva.
Það er nú svo sem ekki víst, að
náðartíminn verði svo ýikjalangur
úr þessu, sem mér verður úthlut-
aður. ’ ’
Salgerður mælti og brosti gletn-
isleg’a:
“Og fylgdarsveinninn — hver
verður hann?”
“Guð fylgir mér,” svaraði Þór-
unn.—
Hún lagði af sitað með fullu
tungli, áleiðis til borgarinnar.
Leiðin er svo löng', að nema mundi
sex dagleiðum í skammdegi fyrir
konu, isem komin er af léttasta
skeiði og óvön ferðalagi. Hvergi
bað hún um fylgd, en sætti sam-
ferðum, þegar þær buðust. Sum-
staðar voru glöggar götur og fer-
ill milli bæja í héluhrafli, sem
lag'ðist á jörðina, annars alauða.
Hún þurfti yfir fjall, sem nær
3,000 fet upp í loftið. Þetta var
örðugasti hjallinn á leið Þórunnar.