Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Qupperneq 132
98
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
setrum aðalsmanna, Eg veit ekki
hvernigj isálarfræðingar mynclu
gera grein fyrir þessari nautn af
vanskapnaðinum. Má vera að þeir
telji mönnunum fróun að því að
hafa fyrir augum það, sem þeim er
óveglegra og ómerlcilegra; þeir
nytu sinna eigtin yfirhurða þ'ess
betur, sem augljósari væri skort-
urinn hjá öðrum. Og reynsla er
að minsta kosti fyrir því, að ekki
er ótítt, er einhver maður hef-ir
verið settur mikið ofar öðrum
mönnum, að hann liafi þá liaft til-
hneigingu til þess að draga lír
vexti þeirra, sem með honum hafa
átt að dvelja. Enginn staður hef-
ir reynst verri til þess að ala upp
menn með manndóm og sjálfstæði,
heldur en konungahirðir eða höfð-
ingja. Þar eru tafarlaust stýfðir
vængir einstaldingsins, en rækt-
aðir þeir eiginleikar, sem horfa í
áttina til þrælslundar eða mann-
dómsleysis.
Þetta öfugstreymi mannlegrar
lundar er í sjálfu sér mjog eftir-
tektarvert. En þó er annað eftir-
tektarverðara og raunalegra. Og
það er, þegar vexti er kipt úr lieil-
um þjóðum og kynþáttum, án þess
að bent verði á, að það sé gert í
raun og veru að nokkurs manns
vilja eða af ásettu ráði. Og þetta
er svo algengt, að svo að segja
hver þjóð er sannfærð um, að þetta
sé einmitt hennar saga. Allar
þjóðir hafa þá trú, að þær hafi átt
það, sem þær nefna sína gullöld,
endur fyrir löngu. Þjóðsögur
allra landa segja frá fornu tíma-
bili, er menn voni dáðrakkir og
snildin ríkti, þegar karlar voru
göfugir tápmenn og konur voru
spakar af viti og drenglundin var
Iþeirra eðli. 0g þessi trú er ekki
reist alveg í lausu íofti. Bak við
liana er að minsta kosti sá sann-
le'ikur, að því fer fjarri, að mönn-
um liafi farið eins verulega fram
á því tímabili, er sög’ur greina
frá, og oftast er talið. Víst er um
það, að ýmsir mannfræðingar telja
“ Cro-Magmon” manninn, sem svo
er nefndur og uppi var fyrir tutt-
ugu þúsund árum, hafa verið bú-
inn ágætari líkamsgáfum og meira
lieilabúi en síðar hafi verið. Vér
tölum að minsta kosti liættulega
mikið um framþróim í mannlífinu.
Réttara er vafalaust að tala um
framvindu, eins og sumir eru þeg-
ar farnir að gera. Mannlífið
breytist sífelt, en því fer fjarri,
að þær breytingar séu allar til
meiri vaxtar eða æðra lífs.
Fyrir þessa sök er það, að vér
erum svo þráfaldlega að reka, oss
á undarleg dæmi þess, að það sem
er liugsjón vor í dag í einhverju
efni—hugsjón, sem vér teljum
ekki líklegt að nái fótfestu í fé-
lagslífinu fyr en eftir langan tíma
og eftir mikla baráttu, hefir ef til
vill verið áður til í miklu ákveðn-
ari mynd heldur en nú er. Það er
eins og tekið hafi verið fyrir vöxt-
inn, þegar framförin var allra
mest, og alt hefir svo sigið aftur
ofan í dverglíf og dáðleysi. Mark-
vert dæmi þessa skilnings bar fyrir
mig eigi fyrir löngu við lestur rit-
gei'ðar eftir einn af hinum yngri
sag’nfræðing'um Bandaríkjamanna.
Hann er að rita um pólitíska hug-
sjón hinna norrænari manna —
Norðurlandabúa, Engil-Saxa og
Þjóðverja og umfram alt Ameríku-