Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 149
NlUNDA ÁRSÞING
115
aöi hann hingaö til Winnipeg, um miðj-
an janúar síöastl.
Ýmislegar nauðsynlegar ráðstafanir
hafði nefndin gert fyrir komu söngstjór-
ans, svo sem að auglýsa kensluna í ís-
lenku blöðunum, útvega honum sjálfum
húsnæði og fæði, til að byrja með, og
húsnæði fyrir æfingar, er var afar áríð-
andi að fá ibæði gott og hentugt. Báðir
íslenzku söfnuðirnir hér í bænum lánuðu
góðfúslega og endurgjaldslaust fundar-
sali sína, þrisvar í viku hverri, fyrir æf-
ingar. Ber þeim sérstaklega þakkir fyrir
þann höfðinglega greiða og fjárliagslega
stuðning, er þeir þannig sýndu máli þessu.
Æfingar fara nú fram þrisvar í viku frá
kl. 7—9 á mánudags- og fimtudags-kveld-
um en frá kl. 3.30—5,30 e. h. á laugardög-
um.
Því miður hafa æfingar verið lakar
sóttar en æskilegt hefði verið, og þátt-
takendur færri en vænta hefði mátt af
jafn miklum fjölda Islendinga og hér er í
Winnipeg, og með því að kenslan er öll-
um boðin að kostnaðarlausu. Á laugardög-
um, er búast hefði mátt við að æfingar
yrði best sóttar, hafa þær reynst lakast
sóttar, en kveld-æfingar aftur á móti
betur.
Um 70—80 unglingar og 'börn hafa sótt
þessar æfingar þegar best hefir verið.
Samt sem áður hefir hr. Þorláksson lát-
ið það álit sitt í ljós að nemendur hafi
tekið undraverðum framförum, á ekki
lengri tíma og þykir hoinum íslenzku
framburður þeirra yfirleitt mikið betri en
hann átti von á. Hann kveðst muni geta
farið að hafa opinberar samkomur með
þessum flokki síðari hluta næsta mánaðar.
Vonar hann að þær samkomur beri góðan
arangur og verði til þess að opna augu
almennings fvrir þessu máli.
Geta skal þess, að konur þær, sem eru
í nefndinni. hafa með frábærri skyldu-
fækni aðstoðað hr. Þorláksso.n við allar
æfingar.
Til að létta undir með útgjöldum í sam-
ðandi við starf þetta, hafa þau hvert um
sig, séra R. E. Kvaran, hr. A. Eggertsson,
^lrs. Gróa Brynjólfsson og hr. A. P. Jó-
hann-son ‘góðfúslega toðist til að veita
söngstjóra tveggja vikna fæði án endur-
gjalds og er þá aðeins óráðstafað síðasta
mánuðinum, er nefndin vonast að greið-
ist fram úr með, á sama hátt.
Að síðustu skal geta þess að tími söng-
stjórans er allur upptekinn; fer hann
tvisvar í viku ofan til Selkirk og æfir þar
söngflokk meðal yngri og eldri.
Winnipeg 20. febr. 1928,
A. P. Jóhannsson, Ragnar E. Kvaran,
Arni Eggertsson, Ragnheiður Davíðsson,
J. J. Bíldfell, Gróa Brynjólfsson.
Skýrslan var viðtekin og samþykt í
einu hljóði. Minti forseti á kappglímuna,
um verðlaun Jóhannesar glímukappa Jó-
sefssonar, er færi fram að loknum kveld-
verði. Gat þess að fyrir kveldskemtun-
inni istæði inilliþinga-áþróttanefnd Þjóð-
ræknisfélagsins. Mætti því svo líta á sem
þetta væri starfsliður félagsins. Var svo
fundi slitið og þingi frestað til kl. 10.
næsta morguns.
Kl. 8 um kveldið var komið saman í
Good Templara húsinu til að horfa á
kappglímuna. Húsfyllir var i salnum. Hr.
Sigfús Halldórs frá Höfnum setti mótið
og gat þess, að þátt í kappglímunni tæki
að þessu sinni 8 manns. Hefði forstöðu-
nefndinni komið saman um að skitta kepp-
endum í tvo flokka eftir þyngd. Með því
yrði leikurinn jafnari. í þyngri flokknum
væru þrír menn: Óskar Þorgilsson, Björa
Skúlason og Stefán Stefánsson, allir frá
glimufélaginu í Oak Point, í Álftavatns-
bygð. í léttari flokknum voru Benedikt
Ólafson, Grírnur Jóhannesson, Vilhjálmur
Tónsson, Örn Thorsteinsson, úr glímufé-
laginu Sleipnir i Winnipeg, og Sigurjón
Borgfjörð úr glímufélagi Oak Point.
Dómnefnd skipuðu: Jakob F. Kristjáns-
son, Halldór Metúsalemsson og Guðm.
Stefánsson. Léttari flokkurinn glímdi
fyrst. Sigur báru af hóTmi Benedikt Ól-
afsson og Vilhjálmur Jónsson. Gengu þeir
þá til móts við hina í þyngri flokknum, en
svo fóru leikar að jafnir urðu Óskar
Þorgilsson, Björn Skúlason og Benedikt
Ólafsson. Þreyttu þeir þá með sér á ný,
og hlaut Óskar Þorgilsson fyrstu verð-
laun en Björn Skúlason önnur. Engar