Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Side 156
122
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
. ÚTGJÖLD:
Ferðakostnaður hr. Haraldar
Sveinbjörnssonar $100.00
Laun til hr. Har. Sveinbjörns
sonar, júní 100.00
júlí 100.00
ágúst 100.00
í sjóði á Royal Bank of Can.
(in trust.) 8.81
Alls 408.81
Nú í sjóSi $8.81.
18. febr. 1928,
Grettir Leo Jóhannsson, féhirðir.
YfirskoSaö og rétt fundið 18. febr.
1928,
B. B. Olson, Walter Jóhannsson.”
Formanni íþróttanefndar var þökkuð
þessi greinargerö. Lagt til og samþykt aS
forseti skipi 3 manna nefnd í máliö. Þess-
ir skipaðir: Hjálmar Gíslason, Jakob F.
Kristjánsson og Jón S- Gillies.
Var þá bókasafnsmálið aftur tekiö fyr-
ir. Jón S. Gillies kvaöst þakklátur A. P.
Jóhannssyni fyrir tillögu hans. Vildi hann
ekki aö Þjóöræknisfélagið gengist fyrir
stofnun lestrarfélags eöa bókasafns hér í
bæ. Kvað hann þaö mundi valda óánægju
út um land, ef aöalfélagiö legöi fé í þaö.
Sízt af öllu mætti gera tilraun til aö draga
allar íslenzkar bækur burt úr bygöunum
inn í bæinn. A. B. Olson skvröi frá
hvernig sá bókasafnsvísir heföi oröiö til,
sem félagið ætti. Eigi vanst timi til aö út-
kljá máliö, var fundi frestaö til kl. 2 e. h.
Sjötti þingfundur settur klukkan 2. e.
h. Fundarbók lesin og samþykt. Sam-
kvæmt dagskrá lá fyrir kosning embætt-
ismanna. Séra Jónas A. Sigurðsson stakk
upp á séra Ragnari E. Kvaran sem for-
seta, Árni Eggertsson studdi. Séra Rögn-
valdur Pétursson lagöi til en B. B. Olson
studdi aö útnefningum sé lokið. Uppá-
stungan samþykt og séra Ragnar E.
Kvaran endurkosinn forseti i einu hljóöi.
Árni Eggertsson stakk upp á J. J. Bild-
fell sem vara-forseta, Jónas Jóhannesson
studdi. B. B. Olson lagöi til aö útnefning-
um sé lokiö, séra Jónas A. Sigurösson
studdi. Uppástungan samþykt og Jón J.
Bildfell endurkosinn varaforseti í einu
hljóíSi. Séra Jónas A. Sigurðsson stakk
upp á séra Rögnvaldi Péturssyni sem
skrifara. B. B. Olson studdi. S- B. Bene-
diktsson stakk upp á Sigfúsi Halldórs
frá Höfnum sem ritara, G. K, Jónatans-
son stakk upp á dr. Sig. Júl. Jóhannes-
syni sem ritara, E- P. Jónsson studdi.
Báðir hinir síðarnefndu afsökuðu sig frá
kosningu, og með því að fleiri voru tkki
í kjöri var séra Rögnvaldur Pétursson
kosinn ritari í einu hljóði. Séra Rögnv.
Pétursson stakk upp á séra Runólfi Mar-
teinssyni sem vara-ritara. Fleiri voru ekki
tilnefndir. Var séra Runólfur Marteinsson
kosinn vara-ritari í einu hljóði. Árni
Eggertsson stakk upp á J. G. Jóhannsson
sem fjármálaritara, Ágúst Sædal studdi.
Sigfús Halldórs frá Höfnum stakk upp á
Ásmundi P. Jóhannssyni sem fjármála-
ritara, Jón J. Húnfjörð studdi. A. P. Jó-
hannsson afsakaði sig en stakk upp á
Halldóri S. Bardal í sinn stað, Sigfús
Halldórs frá Höfnum studdi. Dró þá upp-
ástungumaður til baka útnefn. hr. Jó-
hannsonar og var H. S. Bardal endurkos-
inn fjármálaritari í einu hljóði. Séra J.
P. Sólmundsson stakk upp á Sigfúsi Hall-
dórs frá Höfnum sem vara-fjármálarit-
ara, Sig. Jóhannsson studdi. Sigfús Hall-
dórs bað að hafa sig undanþeginn kosn-
ingu en stakk upp á Hjálmari Gislasyni í
sinn stað, dr. Sig. Júl. Jóhannesson studdi.
Ásm. P. Jóhannsson stakk upp á J. G. Jó-
hannssyni sem vara-fjármálaritara, B B.
Olson studdi. Hjálmar Gíslason lýsti yfir
að hann væri ekki í kjöri og með því að
fleiri voru ekki útnefndir var J. G. Jó-
hannsson kosinn vara-fjármálaritari í
einu hljóði. B. B. Olson stakk upp á Árna
Eggertssyni sem féhirði, E. P. Jónsson
studdi. Fleiri voru ekki útnefndir og var
Árni Eggertsson endurkosinn féhirðir i
einu hljóði. Ágúst Sædal stakk uþp á
Jakob F. Kristjánssyni sem varaféhirði,
séra Rögnv. Pétursson studdi. Fleiri voru
ekki í kjöri. Var Jakob F. Kristjánsson
kosinn vara-féhirðir í einu hljóði. Þor-
gils Þorgeirsson stakk upp á A. B. Olson
sem skjalaverði, S. B. Benediktsson
studdi. Árni Eggertsson stakk upp á Ólafi
S. Thorgeirsson sem skjalaverði, dr. Sig.