Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 160
126
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
er enn væru óafgreidd. Þingi frestaS til
kl. 8.30.
Sjöundi þingfundur var settur kl. 8.30
sama dag. Hófst hann meö því að herra
Sigfús Halldórs frá Höfnum söng lang-
an flokk íslenzkra þjóðsöngva, en honum
til aðstoðar lék ungfrú Þorbjörg Bjarna-
son á píanó. Séra Jónas A. Sigurðsson
flutti langt og rækilegt erindi um menn-
ingargildi íslenzkrar tungu og fræða og
þörfina á þjóðræknisstarfsemi á meðal
vor. Að lokum flutti Sigurður Jóhanns-
son skáld kvæði. Stóð skemtun þessi til
kl. 9.40 að aftur var tekið til þingstarfa.
Fundarbók lesin og samþykt.
Kenslumál:—Jón J. Bildfell las upp álit
nefndarinnar, er það mál hafði með hönd-
um sem hér fylgir:
“Vér, sem settir vorum í nefnd til að
athuga kenslumálin leyfum oss að leggja
til:
1. Að áfram verði haldið að styðja og
styrkja kenslu í íslenzku á meðal barna
og unglinga í Winnipeg og öðrum stöð-
um þar sem því verður viðkomið, og að
stjórnarnefndinni sé veitt full heimild til
að verja fé úr félagssjóði kenslunni til
stuðnings, eftir því sem kringumstæður
leyfa.
2. Þingið lætur í ljósi ánægju sína og
þökk fyrir framkvæmdir þær sem orðið
hafa í sambandi við kenslu í íslenzkri
tungu við gagnfræðaskóla í Manitobafylki
og felur stjórnarnefndinni að veita því
máli alt það fylgi, sem hún getur á kom-
andi ári.
3. Að þriggja manna milliþinganefnd
sé kosin til að leita fyrir sér með, og at-
huga nýja vegi, sem gæti leitt til hvatn-
ingar fyrir ungt fólk vor á meðal að gefa
sig meir við námi íslenzkrar tungu og
íslenzkra fræða en verið hefir.
/. /. Bíldfell, J. P. Sólmundsson,
Ragnar Stefánsson.”
Samþykt var að ræða frumvarpið lið
fyrir lið. Allir liðirnir samþyktir. Stungið
upp á þessum í milliþinganefndina: séra
Runólfi Marteinssyni, séra J. P. Sól-
mundssyni og dr. Sig. Júl. Jóhannessyni.
LTppástungan samþykt.
Finnbogi Hjálmarsson bar þá upp til-
lögu þess efnis að Þjóðræknisfélagið
gangist fyrir því, að gefin séu út barna-
blöð með báðum íslenzku blöðunum
“Hkr.” og “Lögb.” Árni Eggertsson
studdi. Tillagan samþykt og málinu vísað
til stjórnarnefndar.
Fjármálanefndin lagði fyrir þingið
svolátandi tillögu um styrkbeiðni deildar-
innar “Brúin” í Selkirk:
Háttvirti forseti, heiðraða þing:—
Fjármálanefnd yðar hefir reynt að gera
sér grein fyrir þvi hve afar þarflegt það
er að halda uppi kenslu í íslenzkum söng
og íþróttum meðad íslendinga og vill hér
með hvetja allar deildir til þess að gera
það af ítrasta megni. Hinsvegar finnur
nefndin til þess, hve aðalfélaginu er um
megn að styðja slíkt að nokkrum mun,
fjárhagslega, eða svo að styrkurinn komi
nokkurnveginn jafnt niður á deildirnar.
Eins og mönnum er Ijóst, eru aðal inn-
tektir félagsins andvirði fyrir auglýsingar
í Tímaritinu, með öðrum orðum, tillög fé-
lagsmanna ekki lengur til, að öðru leyti
en því, að þeir kaupa ritið. Öllum deild-
um er nú gefið hálft andvirði þess, en
aftur á móti er félagið að færast meira
og meira í fang, með ári hverju, hvað
útgjöld snertir. Samt sem áður viljum
vér leggja til, að deildinni “Brúin” í Sel-
kirk sé veittir $40.00 á þessu fjárhagsári
til styrktar kenslumálum.
23. febr. 1928.
A. P. Jóhannsson, J. Húnfjörff,
Tobías Tobíasson.”
Árni Eggertsson gerði þá breytingar-
tillögu við nefndartillöguna að fjárveit-
ingin sé liækkuð upp í $50.00, stutt af B.
B. Olson. Breytingartillagan samþykt og
svo nefndarálitið með áorðinni breytingu.
Mrs. I. E. Inge skýrði frá viðgangi
Þjóðræknisfél. í Foam Lake bygð. Benti
þinginu á að tilhlýðilegt væri að félagið
byði dr. Helga Péturss að heimsækja
íslendinga hér, þegar hann hefði tíma og
tækifæri til.
A. P. Jóhannsson lagði þá fram tillögu
fjármálanefndar í íþróttamálinu:
Háttvirti forseti og þing:— Vér leggj-