Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Side 165
H'VEITISAMLÖG BÆNDA
35
Á síöari árum, hefir þaS sífelt oröiö
augljósara, hve mikiís' um þaö væri vert
fyrir Canada, aö markaður opnaðist i
Austurjöndum að verulegum mun. Enda
hefir Hveitisamlagið mjög haft augun á
þeirri átt upp á síðkastið. Og nú eykst
markaðurinn fyrir lægri tegundir hveitis
sífeldlega í Kína og Japan. Er gert ráð
fyrir því að ráðstafa svo hlutum að nán-
ara samband náist við þessa markaði, svo
unt verði að örfa söluna. Og veltur þá
ekki á litlu, að stjórnmálaástæður í Kína
komist í sæmilegt horf, þvi undir þeim er
mikið komið um innflutningshorfur á
matvöru.
Meðalsöluverð á hveiti, miðað við No.
1 Nortfiern í Fort Wijlliam, reyndist $1.45
fyrir bushel. Geymsla, rentur og banka-
útgjöld urðu 2% cents á bushel, og með
þvi að sölukostnaður varð % úr centi á
bushel, þá fengu fylkissamlögin $1.4214
fyrir 'bushel.
Samlagið hefir haft margvíslega starf-
semi erlendis. Fyrir nokkuru síðan var
skrifstofa 'sett á stofn i London og er
henni ætlað að standa í nánu sambandi við
kaupendur um aljla Evrópu og gefa frétt-
ir um alt, sem sölunni viðvíkur. Auk
þessa hefir sérstök stofnun í París með
höndum mikið starf í þágu samlagsins.
Eins og geta má nærri, þá þarf slíkt
fyrirtæki, sem hér er um að ræða, á marg-
háttaðri auglýsingastarfsemi að halda.
Enda hefir stjórn samlagsins sett á fót
sérstaka skrifstofudeild til þess að sinna
þvi verki—kynna hverjunr manni eða fé-
lagi, sem um það óskar að fræðast, starf-
semi samlagsins. Fyrirspurnir berast að
úr öllum (löndum heims, ekki frá verzl-
unarmönnum einum, heldur einnig frá
landsstjórnum, sem áhuga hafa á aukn-
ingu samvinnufélagsskapar heima fyrir,
frá féilögum, sem í sömtt átt vinna, frá
samböndum, sem lita á málin frá sjónar-
miði neytenda, frá blöðum allra landa og
allskonar fólki, sem kynna vill sér sam-
vinnuhreyfinguna yfirleitt.
Þá hefir einnig verið lögð áherzla á að
koma sem föstustu og öruggustu skipu-
lagi á hagsskýrslur allar, er samlagið varð-
ar. Aðalsamlagið hefir létt af fylkissam-
lögunum því verki að safna skýrslum um
uppskeruhorfur, til þess að sem mest sam-
ræmi verði í slíkri starfsemi um alt land-
ið. Hefir þegar komist reynsla á það, að
áætlanir .samlagsins eru hinar áreiðanleg-
ustu, og aðferðin, sem notuð hefir verið
um fjögurra ára skeiö, er líkleg tii þess
að standa til frambúðar. En skýrslur um
verzlunar og markaðshorfur eru ekki síð-
ur áríðandi, enda er nú viðað að í sjíkar
skýrslur frá öllum skautum jarðar. Er
síðan unnið úr þessu fyrir söludeildir sam-
lagsins, svo að þær geti haft sem örugg-
astan grundvöll fyrir starfsemi sína.
Miðstöð þessa fyrirtækis í Vestur-
fylkjunum er að sjálfsögðu í Winnipeg.
Nú starfa 342 manns þar í borginni í þjón-
ustu ’stofnunarinnar. Hefir mikið verið um
það rætt, hvernig haganlegast væri að búa
um þetta starfsfólk, þannig að sem nota-
drýgst yrði. Nú sem stendur er starfs-
fólkið dreift yfir átta gólf í þremur mis-
munandi byggingum í iborginni, og er það
augljóst óhagræði. En fjáraflamenn úr
Austur-Canada gerðu framkvæmdarstjórn-
inni það tilboð fyrir nokkuru að reisa
skrifstofubyggingu fyrir samlagið í Win-
nipeg, gegn sanngjarnri leigu. Hefir því
tilboði verið tekið. Er búist við að af
þessu hljótist eigi all-lítill sparnaður, auk
þess sem störf öll verða greiðari.
En svo mikið sem þó hefir áunnist á
fáum árum nreð þessu fyrirtæki Hveiti-
samlagsins, sem í raun og veru er í eðli
sínu ;likust byltingu á verzlunaraðferðum,
þá eru þó fróðir menn og glöggir um það
sammála að eigi sé meira en snertur út-
jaðar hinna mikilu búnaðarmöguleika hins
mikla lands.