Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 26
8
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Fyrsti Islendingur, sem siglir svo
kunnugt sé til Ameríku í seinni tíð,
var Sunnlendingurinn Samúel Bjarna-
son Jónssonar, síðast bóndi að Kirkju-
bæ í Vestmannaeyjum. Hann flutti
þaðan með konu sína og vinnukonu
1855 og er í amerískum heimildum
talinn að hafa komið til Utah það
sama ár og sezt að í Spanish Fork, en
íslenzk heimild telur það hafa verið
1856.1) Þar myndaðist síðar dálítil og
fremur farsæl íslenzk nýlenda, sem nú
má heita liðin undir lok livað íslenzku
áhrærir, en sögu sína á enskri tungu
geyma afkomendur landnemanna þar,
flestum þjóðbrotum betur.
Norðanlands er fyrsta ár útflutnings
úr Þingeyjarsýslu til Brasilíu, 1863.
Fluttu þá fimm manns þangað. Fyrstur
kom þar þetta ár Kristján Guðmunds-
son Isfeld og settist að í borginni
fögru: Rio de Janeiro. Árið 1873
reyndi hátt á sjötta hundrað manns af
Norðurlandi að komast til Brasilíu,
en af þeim stóra hópi tókst einungis
34 að sigla þangað, og þar með er út-
flutningur þangað úr sögunni. Munu
nú allir þeir látnir, er þangað sigldu
og íslenzkan horfin með þeim í þagn-
arheima. En minningar þeirra munu
lengi lifa með Islendingum.
Árið 1870 hófu fjórir sunnlendingar
för sína frá Reykjavík vestur til Mil-
waukee-borgar í Washington-ríki i
Bandaríkjum Ameríku: Jón Gíslason,
1) Þegar þetta er ritað seint á ári 1950, er
minning fyrstu lslendinga, er til Utah héldu
95 ára gömul, ef skýrslum þar má betur treysta
en sögusögn fslendinga, sem ekki er víst, að
þetta hafi bókfest fvrr en seint og síðar meir.
Guðmundur Guðmundsson,1) Árni
Guðmundsson og Jón Einarsson. Sett-
ust þeir að það sama ár í Washington-
ey, sem liggur í norðvestur enda Mich-
igan vatnsins í Wisconsin-ríki, og
mynduðu þar ofurlitla íslenzka ný-
lendu og bjuggu þar síðan. En með
för þessara manna til Bandaríkja
Vesturheims, er alment talið, að hinar
miklu vesturfarir Islendinga hefjist til
Norður-Ameríku.
Vorið 1872 fara þrír ungir og efni-
legir Norðlendingar frá Akureyri til
Milwaukee. Einn þeirra var Jóhannes
Arngrímsson, er tæpum tveimur árum
síðar varð umboðsmaður stjórnarinn-
ar í Nova Scotia, haustið 1874, og stofn-
aði þar íslenzka nýlendu 1875; annar
var Jón Halldórsson, sem varð land-
nemi og nýlendubóndi í Nebraska-ríki;
þriðji Jónas Jónsson, kendur við
Nebraska en varð með fyrstu Islend-
ingur, er settist að í Chicago-borg.
Seinna um sumarið, 1872, flytja 17
manns, bæði af Norður- og Suður-landi,
frá Eyrarbakka til Milwaukee borgar
og Washington eyjar. Nokkurir þeirra
koma allmikið við sögu Vestmanna,
þótt foringi þessa hóps, Páll stúdent
Þorláksson frá Stóru Tjörnum í Suður-
Þingeyjarsýslu, gnæfi þar yfir.
Þetta sumar flytur einn síns liðs úr
Eyjafirði til Bandaríkja Einar Thor-
lacíus, er fyrstur Islendinga bjó í
Boston á austurströndinni.
Seinasti vesturfari þessa árs var tví-
tugur unglingur, Sigtryggur fra
Möðruvöllum í Hörgárdal Jónasson,
1) Hann varð maður gamall og ritaði oft
skemtileg fréttabréf i vestan blöðin undir
nafninu: Gamli Gvendur.