Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 26
8 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Fyrsti Islendingur, sem siglir svo kunnugt sé til Ameríku í seinni tíð, var Sunnlendingurinn Samúel Bjarna- son Jónssonar, síðast bóndi að Kirkju- bæ í Vestmannaeyjum. Hann flutti þaðan með konu sína og vinnukonu 1855 og er í amerískum heimildum talinn að hafa komið til Utah það sama ár og sezt að í Spanish Fork, en íslenzk heimild telur það hafa verið 1856.1) Þar myndaðist síðar dálítil og fremur farsæl íslenzk nýlenda, sem nú má heita liðin undir lok livað íslenzku áhrærir, en sögu sína á enskri tungu geyma afkomendur landnemanna þar, flestum þjóðbrotum betur. Norðanlands er fyrsta ár útflutnings úr Þingeyjarsýslu til Brasilíu, 1863. Fluttu þá fimm manns þangað. Fyrstur kom þar þetta ár Kristján Guðmunds- son Isfeld og settist að í borginni fögru: Rio de Janeiro. Árið 1873 reyndi hátt á sjötta hundrað manns af Norðurlandi að komast til Brasilíu, en af þeim stóra hópi tókst einungis 34 að sigla þangað, og þar með er út- flutningur þangað úr sögunni. Munu nú allir þeir látnir, er þangað sigldu og íslenzkan horfin með þeim í þagn- arheima. En minningar þeirra munu lengi lifa með Islendingum. Árið 1870 hófu fjórir sunnlendingar för sína frá Reykjavík vestur til Mil- waukee-borgar í Washington-ríki i Bandaríkjum Ameríku: Jón Gíslason, 1) Þegar þetta er ritað seint á ári 1950, er minning fyrstu lslendinga, er til Utah héldu 95 ára gömul, ef skýrslum þar má betur treysta en sögusögn fslendinga, sem ekki er víst, að þetta hafi bókfest fvrr en seint og síðar meir. Guðmundur Guðmundsson,1) Árni Guðmundsson og Jón Einarsson. Sett- ust þeir að það sama ár í Washington- ey, sem liggur í norðvestur enda Mich- igan vatnsins í Wisconsin-ríki, og mynduðu þar ofurlitla íslenzka ný- lendu og bjuggu þar síðan. En með för þessara manna til Bandaríkja Vesturheims, er alment talið, að hinar miklu vesturfarir Islendinga hefjist til Norður-Ameríku. Vorið 1872 fara þrír ungir og efni- legir Norðlendingar frá Akureyri til Milwaukee. Einn þeirra var Jóhannes Arngrímsson, er tæpum tveimur árum síðar varð umboðsmaður stjórnarinn- ar í Nova Scotia, haustið 1874, og stofn- aði þar íslenzka nýlendu 1875; annar var Jón Halldórsson, sem varð land- nemi og nýlendubóndi í Nebraska-ríki; þriðji Jónas Jónsson, kendur við Nebraska en varð með fyrstu Islend- ingur, er settist að í Chicago-borg. Seinna um sumarið, 1872, flytja 17 manns, bæði af Norður- og Suður-landi, frá Eyrarbakka til Milwaukee borgar og Washington eyjar. Nokkurir þeirra koma allmikið við sögu Vestmanna, þótt foringi þessa hóps, Páll stúdent Þorláksson frá Stóru Tjörnum í Suður- Þingeyjarsýslu, gnæfi þar yfir. Þetta sumar flytur einn síns liðs úr Eyjafirði til Bandaríkja Einar Thor- lacíus, er fyrstur Islendinga bjó í Boston á austurströndinni. Seinasti vesturfari þessa árs var tví- tugur unglingur, Sigtryggur fra Möðruvöllum í Hörgárdal Jónasson, 1) Hann varð maður gamall og ritaði oft skemtileg fréttabréf i vestan blöðin undir nafninu: Gamli Gvendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.