Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 60

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 60
42 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA asta um hann; víðátta og fjölbreytni yrkisefna hans eru eigi síður aðdáunar- verð — víðfeðmi áhugamála hans og víðtæk þekking. Hann var víðförull í andans heimi, lagði þar mörg lönd undir fót. Allt er þetta þeim mun frá- bærara, þegar í minni er borið, að skáldið hafði eigi, svo talist gæti, notið neinnar skólamenntunar. Hann var í rauninni maður algerlega sjálfmennt- aður, en með lestri valdra rita hélt hann áfram sjálfsnámi sínu ævilangt. Fornsögurnar íslenzku, er hann hafði lesið í æsku og fest sér í minni, voru honum um annað fram frjósöm upp- spretta fræðslu og andríkis. “Atriði úr Eddum, sögum og sögnum birtust hon- um með vaxandi viti og þroska í nýju ljósi, dýpri skilningi, og urðu honum að yrkisefni.” (S. Nordal). Hann vitnar einnig jöfnum höndum í ritninguna, austræn fræði, erlend skáld og íslenzk. Vafalaust liefir dr. Sigurður Nordal rétt fyrir sér í því, að Stephan sé glæsi- legasta dæmi þeirra bænda íslenzkra (og þeir eru margir og aðdáunarverðir), sem með sjálfsmenntun og skáldskap, eða öðrum ritstörfum, i hjáverkum sín- um, hafa sigrast á fátækt og mótdræg- um kjörum og auðgað bókmenntir þjóðar sinnar að varanlegum verðmæt- um. Stephani tókst það undursamlega að verða vel við kvöðum hinna daglegu skyldustarfa annarsvegar og ásækinni skáldskaparþörf sinni hinsvegar; með öðrum orðum: að gjalda keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er. En vitanlega útheimti Jmð harða og langa innri baráttu af hans háll'u, eins og eftirminnilega sést í kvæði hans “Afmælisgjöfin”. Mikil- leiki skáldsins lýsir sér eigi aðeins í því, hversu vel honum tókst, þó að það yrði eigi þjáningarlaust, að heyja baráttuna milli skapandi skáldhneigðar hans og daglegra starfa, heldur engu miður í því, hvernig hann hefur þau störf upp í nýtt veldi með snilligáfu sinni, gerir þau að uppsprettu andlegrar orku, að vængjum, er hefja sál hans til flugs, með þeim hætti, að hann snýr hvers- dagsreynslu sinni í andríkan og djúp- sæjan skáldskap, breytir, að segja má, grjóti í gull. Stephan dvaldi, eins og alkunnugt er, öll fullorðinsár sín utan ættjarðar- stranda, en hann var tengdur heima- landinu órjúfanlegum böndum og rót- festur í jarðvegi íslenzkra menningar- erfða. Ættjarðarást hans, sem fann sér framrás í sumum allra ágætustu kvæð- um hans, hafði dýpkað við langdvölina erlendis, og að sama skapi hafði hann orðið sér betur meðvitandi hins nána skyldleika manns og moldar. Hið fræga kvæði lians “Úr íslendingadags ræðu” (Þó þú langförull legðir) er á- hrifamikið dæmi þess. Hvergi logar þó eldur ástar hans til ættjarðarinnar heit- ar heldur en í “Ástavísum til Islands”, og þar er að finna ljóðlínuna víðfrægu: “Þín fornöld og sögur mér búa í barm”. sem var bókstaflegur sannleikur hvað skáldið snerti. 1 íslenzkum fornbókmenntum og öðrum fræðum vorum fann hann efni sumra hinna stórbrotnustu og frum- legustu kvæða sinna og túlkaði þau við- fangsefni á þann hátt, að þau verða táknrækn og almenn að gildi. Góð dæmi þess eru “Illugadrápa” og “Her- gilseyjarbóndinn”, að tvö ein séu nefnd af mörgum. Að efni til eru kvæði þessi einnig sérkennandi fyrir skáldið; hann valdi sér að yrkisefnum þá fornaldar- nrenn og konur, sem voru persónugerv- ingar hetjuanda og sjálfstæðis, horfðust djarflega í augu við ofureflið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.