Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 83
VESTUR-ISLENZK LJÓÐSKÁLD
65
Listhneigð Kristjáns og Ijóðræn
skáldgáfa hans lýsa sér þó hvergi betur
en í náttúrulýsingum lians, sumar- og
vorljóðum hans og öðrum árstíða-
kvæðum. “Winnipegvatn” er ágætt
dæmi þess, hve opið auga skáldið átti
fyrir fegurð og litbrigðum umhverfis
síns á láði og legi. Kvæðið “Indíána
sumarið” er einnig einkar fallegt. En
skáldið gat einnig náð í strengi sí'na
andblæ haustsins og eggjandi raust
vetrarins, eins og kvæði hans um þau
efni sýna.
Kvæði hans um söguleg efni eru
einnig mjög vel ort, og er “Skjöldur-
inn” þeirra hvað tilkomumest; hinum
kunna atburði úr Egils sögu Skalla-
grímssonar, sem þar er tekinn til með-
ferðar, eru gerð góð skil.
Ádeilu kennir allvíða í kvæðum
Kristjáns og missir ekki marks í kvæð-
um sem “Minni Heródesar” og “Varg-
öld” frá stríðsárunum síðari, og þar
kemur eftirminnilega fram frelsis- og
féttlætiskennd höfundarins og samúð
hans með lítilmagnanum. Vinsæl gam-
ankvæði hans, sem bera vitni glettnis-
n’kri kímnigáfu hans, eru vel kveðin,
víða hnyttilega að orði komist og eigi
ósjaldan nokkuð meinlega, þó að
roeira kenni þar glettni en græsku.
Gott kvæði af því tagi er “Vegur spá-
uiannsins”.
Tækifæriskvæði Kristjáns eru með
sömu einkennum lipurðar, léttleika og
smekkvísi í orðavali, sem önnur kvæði
hans, samhliða drengilegri vinhlýju í
’íkunr mæli. Eins og vænta mátti um
jafn bragfiman mann og hann var, leik-
ur ferskeytlan í höndurn hans, jafnt
1 gamni sem alvöru.
Andlegu ljóðin eru merkur þáttur
* skáldskap hans. Þar renna ljóðræn
fegurð og einlægni í tilfinningu, sam-
hliða truarvissu, í einn farveg, hvort
heldur er í bljúgum bænarmálum eða
lofsöngvum til lífsins herra, eins og í
“Vorið kemur”.
20. Af hinum mörgu öðrurn vestur-
íslenzkum skáldum og ljóðasmiðum,
sem gefið hafa út kvæði sín í bókar-
formi, eiga eftirfarandi að minnsta
kosti skilið stutta umsögn:
Sigfús B. Benedictsson (f. 1865),
Norðmýlingur að uppruna, er um
langt skeið hefir verið búsettur í Mani-
toba (lengi í Winnipeg, en á síðari ár-
um í Langruth), hefir, auk útgáfu
blaða og annarra rita, fengist mikið við
ljóðagerð. Meðal annars hefir hann
gefið út kvæðasafnið Ljóðmæli (Win-
nipeg, 1905), sem er að vísu merkilegra
fyrir hinar róttæku og frjálslyndu
skoðanir höfundarins (en hann hefir
altaf hallast eindregið á þá sveif), frem-
ur en fyrir búning ljóðanna og al-
mennt skáldskapargildi. Hins er þá
jafnframt að geta, að síðan þessi bók
hans kom út hefir Sigfús birt í vestur-
íslenzkum blöðum og tímaritum rnörg
kvæði, frumort og þýdd, stórum betur
ort og ljóðrænni, bæði tækifæriskvæði
og önnur almennara efnis, eins og “Sól-
aruppkoma” (Heimskringlu, 1942),
sem lýsir vel hugsjónaást hans og
hneigð til íhygli.
Bjarni Þorsteinsson (1868-1943) var
Austfirðingur að ætt, kom vestur um
haf 1903 og stundaði lengstum ljós-
myndagerð í Selkirk, Manitoba. Kvæði
hans, sem komið höfðu öðru hvoru
árurn saman í vestur-íslenzku viku-
blöðunum, voru prentuð í úrvali að
honum látnum, Kvæði (Winnipeg,
1948), og annaðist Gísli Jónsson útgáf-
una. Þar eru Ijóðrænar náttúrulýsing-