Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 105
NOKKUR VESTUR-ISLENSK TÓNSKÁLD
10. High O’er Dune Hills.
11. Jú, eg hefi áður unnað (Jakobína
Johnson).
12. Need.
Meðal þeirra mörgu, sem enn hafa
ekki verið flutt opinberlega, má nefna:
1. Love Scene — tvísöngur, Leifur
hepni og unnusta hans, úr sög-
unni “Lord of the Silver Dragon”
eftir frænku hennar Laura Good-
man Salverson.
2. Simon the Cobbler (kantata)
3. Intermezzo, og
4. Icelandic Prelude, bæði fyrir píanó.
Þau af lögum frú Gudmunds, er eg
hefi kynst, eru frumleg og kveða nokk-
uð við annan tón en íslensk lög yfir-
leitt, án þess þó að sleppa sér út í fjar-
stæður sumra nýtísku höfunda.
14. Ragnar H. Ragnar var fæddur
28. sept. 1898. Foreldrar hans voru
hjónin Hjálmar Jónsson og Áslaug
Torfadóttir á Ljótsstöðum í Laxárdal
í Suður Þing-
e y j a s ý s 1 u.
Ragnar flutti
vestur um haf
í kringum ár-
ið 1920 og sett-
ist að í Winni-
p e g. H an n
mun þá hafa
haft lítilshátt-
ar undirstöðu
m e n t u n í
hljómlist, og strax byrjaði hann á nánn
hér í píanóspili, fyrst hjá Jónasi Páls-
syni og síðar urn lengri tírna hjá Eva
Clare, sem um langan tíma hefir veitt
hljómlistardeild Manitoba háskólans
forstöðu. Hann mun hafa tekið kenn-
arapróf í píanóspili, raddskipun og
söngstjórn undir leiðsögn kennara
87
sinna. Jafnframt hafði hann ofan af
fyrir sér með kenslu og söngstjórn, og
vann sér mikið álit við hvorttveggja.
Hann kendi lengst um í Winnipeg,
æfði barnasöngflokk með góðurn
árangri og stýrði karlakór Islendinga,
eftir að Björgvin Guðmundsson fór
heim til Islands. Var flokkurinn í rnjög
miklu áliti undir stjórn hans.
Skömrnu fyrir síðasta heimsstríð
flutti Ragnar suður til Norður Dakota
og kendi þar þangað til að hann gekk
í Bandaríkjaherinn. Var hann sendur
til Islands og dváldi þar þangað til
hann var leystur frá herþjónustu.
Hann kvæntist heima á Islandi Sigríði
Jónsdóttur frá Gautlöndum við Mý-
vatn. Settust þau aftur að í Islendinga-
bygðinni í Norður Dakota. Síðar
bauðst lionum kenslustarf á Isafirði
og fóru þau alfari heim árið 1948.
, Ekki liggur mikið að vöxtunum til
eftir Ragnar frá veru hans hér vestra.
En hann raddsetti talsvert af lögum
fyrir karlakórinn og einkum þó fyrir
barnasöngflokkinn, þjóðlög og ýmis-
legt annað. Það af frumsömdum lög-
um hans, er eg hefi undir hendi eru:
1. Vikivaki — kvæði eftir Huldu
skáldkonu.
2. Island — kvæði eftir Kr. Jónsson.
3. Leiðsla — kvæði eftir Grím Thorn-
sen.
4. Liltu hjónin — kvæði e. Davíð
Stefánsson.
Því miður hefi eg ekki getað náð
sambandi við Ragnar í fjarlægðinni,
og veit því eigi um áframhaldið.
15. Elma Gíslason er fædd í Glen-
boro, Manitoba, 28. febrúar 1910. For-
eldrar hennar voru Ingólfur Árnason,
nýdáinn, og kona hans María Frí-
mannsdóttir, sem lengi bjuggu í Glen