Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 130
112
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
til þess að neita að taka borgun fyrir
þær.
Mynd hans af Snorra Sturlusyni er
mikið lofuð af mörgum sem hafa séð
hana, og nýlega hefir Haukur málað
aðdáanlega mynd af Rjúpnafelli, æsku
heimili Björgvins, og prýðir hún káp-
una á hinni nýju bók tónskáldsins,
‘Minningar’.
Anna, móðir Hauks býr enn í Leslie
og er ein dóttir hennar heima hjá
henni.
Mrs. Halldóra Bjamason hefir óefað
verið fyrsta íslenzka stúlkan í Winni-
peg sem sótti námskeið í málaralist.
Þetta var rétt um aldamótin og voru
þá nýlega komin til borgarinnar Frank
M. Armington og kona hans sem bæði
kenndu æðri listir.
Einstaka manni þótti all-undarlegt
að hin unga stúlka skyldi eyða því litla
sem hún hafði aflögum af lágu kaupi
til þess að læra að mála, en Halldóru
fannst starfið ekki vera óþarft, og
aldrei hefir hún séð eftir þeim pen-
ingum sem í það fóru. f rúm tvö ár fór
hún í skóla til Armington einu sinni í
viku og þótti kennaranum mikið koma
til hæfileika hennar, og eggjaði hana
mjög til þess að halda áfram listanámi.
En fátæktin aftraði því!
Foreldrar Halldóru voru Halldór
Jónsson frá Littla Bakka í Hróarstung-
um í N. Múlasýslu og Sigurbjörg Jóns-
dóttir frá Berunesi í Fáskrúðsfirði, S.-
Múlasýslu. Kornu þau til Gimli með
‘stóra hópnum’ 1876. Eftir fjögur erf-
ið ár þar fluttu þau til Norður Dakota
og gengu þá alla leið frá Pembina til
Grafton. Þar fæddist Halldóra þrem
mánuðum síðar, 6. ágúst 1880. En til
Winnipeg flutti fjölskyldan 1889.
Halldóra giftist, árið 1906, Guð-
mundi, syni Bjarna Jónssonar frá Hrís-
um í Helgafellssveit, og Ingibjargar
Helgadóttur frá Breiðabólsstað á Skóg-
arströnd.
Ekki er líklegt að Halldóra hafi
haft margar stundir aflögum frá hús-
móðursstörfunum, því þau hjón hafa
alið upp átta mannvænleg börn. Einn-
ig hefir verið mjög gestkvæmt á heim-
ili þeirra, því þau eiga marga vini og
hafa auk þess starfað mikið í íslenzk-
um félagsmálum. Ætíð hafa börn
þeirra verið hvött til þess að koma
heim með vini sína og kunningja, og
oft hefir verið glatt á hjalla á hinu
stóra heimili þeirra. Það er því órækt
vitni um dugnað Halldóru og ráðdeild
við hversdagstörfin, að hún hefir öll
þau ár sem börnin voru í uppvexti
fundið stund og stund til þess að mála
myndir sínar. Eru þær nú orðnar
fjölda margar að tölu, og prýða þær
heimili hennar og barna þeirra hjóna.
Mikla unun hefir Halldóra haft af
þessu starfi, og margskyns handavinnu
sem hún hefir haft með höndum til
þess að prýða og fegra í kring um sig-
“Ó, eg mála ofurlítið enn”, segir
Halldóra hressilega, “það yngir mann
upp að gefa sig við listiðkun.”
Thomas yngsti sonur þeirra hjóna,
er nú um það bil að útskrifast frá lista-
skóla (Meinsinger School of Art) í
Detroit, Michigan. Mun hann ætla sér
að stunda auglýsingateikningar og
sagður efni í ágætis listamann.
Hlaðgerður Kristjánson var orðm
vel fullorðin er hún fór árið 1913 á
listaskóla, (The Art Institute of Chi-
cago) og stundaði málaralist í þrjú ar.
Hefir hún málað þó nokkuð af mynd-
um en mest gefið sig við postulínsmáln-
ingu. Setti hún upp kennslustofu er