Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 52

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 52
34 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ISLENDINGA sögum “Traustir máttarviðir” (1938) og “Salt jarðar” (1939) lýsir hún hvers- dagshetjum, er heyja baráttu við hall- æri og heimilisböl glaðir og með góð- um vilja. “Úr þokunni” (1940) sýnir ótvíræðan hug skáldkonunnar gagn- vart heimsstyrjöldinni síðari. Sú styrj- öld olli ekki klofningi meðal landa vestra og mun orsökin hafa verið sú að, þótt heimaþjóðin væri þá hlutlaus í orði kveðnu, var hún eindregið á bandi vestrænu lýðræðislandanna. “Án kjölfestu” (1944) er önnur saga úr stríð- inu um “ástandið” í Winnipeg. í sög- unum “Dyr hjartans” (1942) og “Frá kynslóð til kynslóðar” (1944) lýsir skáldkonan tröllatrú sinni á arfi kyn- slóðanna, arfi sem foreldrar skila börn- um hvort sem þeirn líkar betur eða verr. En í sögunum “Ekki er allt sem sýnist” og “Sárfættir menn” (báðar 1945) sýnir hún hvernig íslendings eðlið norræna getur skotið upp höfði stundum, þar sem sízt mundi vara, og í fólki sem fyrir löngu mundi hafa haft vilja til að losna við það. “Skilnings- tréð” er skemmtilegt tilbrigði af synda- fallssögunni og ekki annarsstaðar prentað. Um “Fýkur í sporin (I)” er áður talað, sú saga fell af vangá úr, er Hillingalönd voru prentuð, og er því prentuð í Dagshríðar spor ásamt fram- haldi (II) er skáldkonan átti í drög- um en maður hennar fullgerði. Loks gaf hann einnig út Ferðalok (1950), safn af erindum eftir Guðrúnu og um hana, einskonar minningarrit. 12. Af öllum þeim fjölda af sjón- leikjum, sem skrifaðir voru fyrir leik- svið í byggðum Vestur-Islendinga er mér ekki kunnugt um að annað hafi verið prentað—að fráteknum leikrit- um Guttorms og Jóhannesar P. Páls- sonar—en Sálin hans Jóns míns. Leikur í þremur þáttum (1897) eftir Mrs. Hólmfríði G. C. Sharpe (1858-98, kom til Ameríku 1872) í Chicago. Leikur sá gerist í Milwaukee, Wisconsin, 1892, og færir að málfræði innflytjendanna. Minnir bæði á Sigurð Pétursson og realismann. Hinsvegar hef eg hugboð um að all- rnikinn fjölda af smásögum sé enn að finna í blöðum og tímaritum vestra, þótt fátt eitt hafi annars verið á bæk- ur sett. Af þeirn fáu eru smásögur þær, er komust í Vestan um haf (1930), safnað af þeim Guðmundi Finnboga- syni og Einari H. Kvaran og gefið Vestur-lslendingum í heiðursskyni Al- þingishátíðarárið. Annars væri það verkefni fyrir hinn nýja prófessor í ís- lenzkum fræðum í Winnipeg að skrá- setja sagnir þessar (og greinar úr blöð- um og tímaritum) eins og Lárus Sigur- bjarnarson hefur skrásett leikritin. I Vestan um haf eru sögur eftir Magnús Jónsson frá Fjalli (1851, til Ameríku 1887), eftir prestana og rit- stjórana Friðrik J. Bergmann (1858- 1918, til Ameríku 1875), og Björn B. Jónsson 1870-1938, til Ameríku 1876) bróðurson Kristjáns Fjallaskálds. Hér eru líka sögur eftir yngri menn: Krist- inn Pétursson (1888-, til Ameríku 1909) er ritar undir dulnefninu örn, eftir Bergþór E. Johnson (f. 1896 í Manitoba, dó 1950) og Kveldúlf, sem vera mun dulnefndur. Árið 1937 komu út Þráðarspottar (safn af smásögum) eftir Rannveigu Kristínu Guðmundsdóttur Sigurbjörns- son. Hún var fædd 1880 á Vestfjörð- um, kom vestur um haf 1902 og sett- ist að sem bóndakona í Leslie, Sask- atchewan. Hún er eins kristilega sinn- uð og Ólafía heitin Jóhannsdóttir, vin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.