Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 52
34
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ISLENDINGA
sögum “Traustir máttarviðir” (1938)
og “Salt jarðar” (1939) lýsir hún hvers-
dagshetjum, er heyja baráttu við hall-
æri og heimilisböl glaðir og með góð-
um vilja. “Úr þokunni” (1940) sýnir
ótvíræðan hug skáldkonunnar gagn-
vart heimsstyrjöldinni síðari. Sú styrj-
öld olli ekki klofningi meðal landa
vestra og mun orsökin hafa verið sú
að, þótt heimaþjóðin væri þá hlutlaus
í orði kveðnu, var hún eindregið á
bandi vestrænu lýðræðislandanna. “Án
kjölfestu” (1944) er önnur saga úr stríð-
inu um “ástandið” í Winnipeg. í sög-
unum “Dyr hjartans” (1942) og “Frá
kynslóð til kynslóðar” (1944) lýsir
skáldkonan tröllatrú sinni á arfi kyn-
slóðanna, arfi sem foreldrar skila börn-
um hvort sem þeirn líkar betur eða
verr. En í sögunum “Ekki er allt sem
sýnist” og “Sárfættir menn” (báðar
1945) sýnir hún hvernig íslendings
eðlið norræna getur skotið upp höfði
stundum, þar sem sízt mundi vara, og
í fólki sem fyrir löngu mundi hafa haft
vilja til að losna við það. “Skilnings-
tréð” er skemmtilegt tilbrigði af synda-
fallssögunni og ekki annarsstaðar
prentað. Um “Fýkur í sporin (I)” er
áður talað, sú saga fell af vangá úr, er
Hillingalönd voru prentuð, og er því
prentuð í Dagshríðar spor ásamt fram-
haldi (II) er skáldkonan átti í drög-
um en maður hennar fullgerði.
Loks gaf hann einnig út Ferðalok
(1950), safn af erindum eftir Guðrúnu
og um hana, einskonar minningarrit.
12. Af öllum þeim fjölda af sjón-
leikjum, sem skrifaðir voru fyrir leik-
svið í byggðum Vestur-Islendinga er
mér ekki kunnugt um að annað hafi
verið prentað—að fráteknum leikrit-
um Guttorms og Jóhannesar P. Páls-
sonar—en Sálin hans Jóns míns. Leikur
í þremur þáttum (1897) eftir Mrs.
Hólmfríði G. C. Sharpe (1858-98, kom
til Ameríku 1872) í Chicago. Leikur sá
gerist í Milwaukee, Wisconsin, 1892,
og færir að málfræði innflytjendanna.
Minnir bæði á Sigurð Pétursson og
realismann.
Hinsvegar hef eg hugboð um að all-
rnikinn fjölda af smásögum sé enn að
finna í blöðum og tímaritum vestra,
þótt fátt eitt hafi annars verið á bæk-
ur sett. Af þeirn fáu eru smásögur þær,
er komust í Vestan um haf (1930),
safnað af þeim Guðmundi Finnboga-
syni og Einari H. Kvaran og gefið
Vestur-lslendingum í heiðursskyni Al-
þingishátíðarárið. Annars væri það
verkefni fyrir hinn nýja prófessor í ís-
lenzkum fræðum í Winnipeg að skrá-
setja sagnir þessar (og greinar úr blöð-
um og tímaritum) eins og Lárus Sigur-
bjarnarson hefur skrásett leikritin.
I Vestan um haf eru sögur eftir
Magnús Jónsson frá Fjalli (1851, til
Ameríku 1887), eftir prestana og rit-
stjórana Friðrik J. Bergmann (1858-
1918, til Ameríku 1875), og Björn B.
Jónsson 1870-1938, til Ameríku 1876)
bróðurson Kristjáns Fjallaskálds. Hér
eru líka sögur eftir yngri menn: Krist-
inn Pétursson (1888-, til Ameríku
1909) er ritar undir dulnefninu örn,
eftir Bergþór E. Johnson (f. 1896 í
Manitoba, dó 1950) og Kveldúlf, sem
vera mun dulnefndur.
Árið 1937 komu út Þráðarspottar
(safn af smásögum) eftir Rannveigu
Kristínu Guðmundsdóttur Sigurbjörns-
son. Hún var fædd 1880 á Vestfjörð-
um, kom vestur um haf 1902 og sett-
ist að sem bóndakona í Leslie, Sask-
atchewan. Hún er eins kristilega sinn-
uð og Ólafía heitin Jóhannsdóttir, vin-