Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 28
10
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ÍSLENDINGA
gleymanlegu ræðu, sem er ein sú allra
þarfasta, heilbrigðasta og göfugasta
hvatningarræða, sem nokkurir ný-
lendumenn hafa hlýtt á fyrr eða síðar,
enda varð hún að miklu leyti sú undir-
staða, sem Islendingar vestan hafs
reyndu að reisa þjóðerni sitt á, meðan
alþjóð kunni skil þeirra orða, þótt get-
an yrði þar minni en óskirnar. Má
þangað rekja sporin til margra þarf-
legustu framkvæmda Islendinga vest-
an hafs.
Þetta mikla þjóðhátíðar ár, 1874,
lögðu af stað í september um 375
rnanns frá Norðurlandi og sigldu
beina leið til Canada. Var alt fólkið
sett niður í Kinmount í Ontario-fylki
og átti þar ekki sjö dagana sæla. Varð
þar barnadauði mikill, atvinnuleysi
og ill aðbúð. Allur var hópurinn ráð-
inn til Canada, þótt einstöku slyppu
suður fyrir landamærin til Bandaríkj-
anna urn veturinn og vorið, jrví þar var
frjálsara um þá og betur borguð vinnu-
launin.
1875, var ekkert skip sent til Islands
að sækja vesturfara, þótt strjálingur
flytti þaðan vestur í smáum hópum.
Þar á meðal var Friðrik J. Bergmann
frá Laugalandi á Staðarbygð í Eyja-
firði, er fór í tíu manna hópi. Hann
varð síðar nafnkunnur prestur og mik-
ill kennimaður, rithöfundur og rit-
stjóri í Dakota og síðar í Winnipeg,
þar sem hann einnig var fyrsti kennari
í íslenzku við Wesley-skólann (College).
Hann kom því til leiðar, að Tjaldbúð-
ar-söfnuður hans í Winnipeg reisti þar
prýðilegustu kirkju Islendinga vestan
hafs á Victor stræti. Sá söfnuður er nú
úr sögunni, en Fyrsti lúterski söfnuður
í Winnipeg eignaðist kirkjuna.
III.
Fyrsta nýlendan af þeim fjórum,
sem Islendingar stofnuðu 1875, var í
fylkinu Nova Scotia í Canada austur
við Atlantshaf. Hana nefndu Islend-
ingar síðar Markland í Nýja Skotlandi.
Flún var hæðótt hálendi sem mest alt
var vaxið risatrjám og afar hrjóstug,
fjörutíu enskar mílur frá járnbraut og
þrjátíu mílur frá Atlantshafi, og því
ill-mögulegur bústaður örsnauðra ný-
lendumanna en ágætis heimili elgsdýr-
anna, sem þar voru heima hjá sér.
Samt urðu heiðar þessar bólfesta hátt
á annað hundrað Islendinga, og fylk-
isstjórninni fórst undra vel við þá, er
hún vissi með sönnu hvernig nýlendan
var. En að hún í fyrstu var þess með
öllu dulin, sézt skýrt á því, að þetta
fyrsta innflutnings ár, sendir hún um-
boðsmann sinn, Jóhannes Arngrímsson
til Islands til að safna þaðan innflytj-
endum. Varð honum svo vel framgengt,
að hann slagaði hátt upp í umboðs-
mann Canada stjórnar, Sigtrygg Jónas-
son er var að flytja Islendinga vestur
að Winnipegvatni, og þangað fóru
þeir líka flestir, hvað svo sem á farbréf-
inu stóð, því stjórnin í Nova Scotia
hafði yfir sumartíman skift algerlega
um skoðun og hefur óefað séð, að bú-
skapurinn þar yrði aldrei annað en
hokur.
Um 1880 slá nýlendumenn því föstu
að flytja burtu úr Nova Scotia, og 1882
eru allir Islendingar farnir úr nýlend-
unni. Fóru þeir með fullu samþykki
stjórnarinnar, sem var þeim innan-
handar frá byrjun til enda. Fluttu flest-
ir þeirra vestur um miðbik álfunnar.
Settust sumir þeirra að í nýlendunm
í Minnesota, Winnipeg og Dakota ný-