Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 126
108
TÍMARIT ÞJ6ÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
“Tournament of Roses” í Pasadena. 1
samkeppni þessari taka þátt svo hundr-
uðurn skiptir af skrautvögnum frá öll-
um helztu borgum Suður-Californíu.
Koma þar fram á sjónarsviðið hinar
undraverðustu og æfintýralegustu sýn-
ir, sem hver um sig er algerlega fóðruð
að utan með lifandi blómum í öllum
litum regnbogans. I þetta sinn hlaut
Long Beach hæstu verðlaun sem veitt
eru í þessari samkeppni, og það er ó
neitanlega ánægjulegt að vita að þarna
var Vestur-lslendingur að verki með
beztu listamönnum borgarinnar.
ólöfu liefir hlotnast margvísleg við-
urkenning fyrir starf sitt á listasviðinu
og nýlega hefir henni verið veitt inn-
ganga í félag í Beverley Hills er nefn-
ist “The Musselwhite Foundation”, og
samanstendur af listamönnum og vegg-
skreyturum. Má kalla þetta mik-
inn heiður því ekki hefir Ólöf útskrif-
ast úr nokkrum listaskóla, en hefir
engu að síður getið sér góðann orð-
stýr við innanhússkreytingar (Interior
Decorating).
Þar sem starfskraftar hennar og
dugnaður virðist vera óþrjótandi er
ekki að furða þó oft sé leitað til ólafar
ef einhverju þarf að koma í fram-
kvæmd, en hún harmar það að sívax-
andi félagsstörf gefa henni lítinn tíma
afgangs til að sinna málaralistinni.
Samt sem áður liggja eftir liana fjöldi
af myndum sem hún á sjálf eða hefir
gefið vinum og vandamönnum.
Um aldamótin er ólíklegt að mikið
hafi verið um listaverk eða listiðkun
að ræða í Gimli nýlendunni til þess að
uppörfa huga lítillar stúlku sem þá
var þar í uppvexti. En samt sem áður
hafði Kristín Valgarðsson alveg brenn-
andi löngun til þess að nema eitthvað
í þá átt. Varð því úr að foreldrar henn-
ar sendu hana til náms til ‘St. Mary’s
Academy’, í Winnipeg, og þar kynnti
hún sér málaralist.
En þetta var aðeins eitt lítið spor í
rétta átt. Kristín vildi helzt læra alt
sem fagurlega er hægt að gera í hönd-
unum.
Eftir að hún giftist, árið 1914, Guð-
mundi Johnson, fluttu þau hjón til
Winnipeg og nú hafði Kristín tækifæri
til þess að gefa fegurðartilfinningum
sínum lausan tauminn. Það er ekki
ofsagt, að hún hefir sótt svo að segja
öll námskeið í fögrum listum og listiðn-
aði (handicrafts) sem haldin hafa ver-
ið fyrir almenning í borginni síðan
hún kom hingað. Hún hefir málað
myndir, málað á sessur, dúka og silki-
klúta; hún hefir heklað, prjónað og
gert alls konar fagran útsaum; hún
hefir mótað myndir, gert upphleyptar
myndir, og nú síðustu tvö árin hefir
hún lært “koparmyndamótun” (upp-
hleyptar myndir á þunnar kopar plöt-
ur), “leðurskraut” og leirmyndagerð.
Óðara varð hún miklu fullkomn-
ari í þessum greinum en kenn-
ararnir (þesskonar starf er haft um
hönd til ánægju og uppbyggingar fyr-
ir almenning, og kennarar eru alls ekki
útskrifaðir frá háskóla, en nema hver
af öðrum). Og er hún nú að kenna
þessar listir við kvöldskóla, og hefir
marga nemendur í hverri grein.
Margur kynni að hugsa að eitthvað
hlyti að fara forgörðum hjá þeim sem
svona hafa mörg járn í eldinum. En
fyrir Kristínu er það síður en svo, enda
starfar hún ekki að öllum þessum hlið-
um listarinnar í senn. Þegar áhuginn
vaknar fyrir nýju efni, leggur hún hitt
á hilluna. Listfengi hennar og hand-
lægni er alveg óyggjandi. Þó hún sé