Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 29

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 29
SPORIN FRÁ 1875 II lendunni, sem numin var af séra Páli Þorlákssyni 1878. Margar hlýjar og fagrar minningar eru tengdar þessari horfnu nýlendu austur við Atlantshaf, eins og glögt má sjá, bæði í sögum og ævintýrum }. Magnúsar Bjarnarsonar, er ólst þarna upp með öðrum íslenzkum æskulýð og gekk með honum á barnaskóla, er stjórnin lét reisa í nýlendunni, og einn- ig má lesa í “Marklandi”, Guðbrandar Erlendssonar, og víðar. En svo sagði mér Skafti B. Brynjólfsson frá Skeggs- stöðum í Húnaþingi, merkur gáfu- maður, að aldrei hefði hann þekt betra samkomulag Islendinga en þarna ríkti í nýlendunni. — Samhljóða sögu en þó fyllri sagði mér einnig tengdafaðir Skafta, sem var einn af frumbyggjum þar, Sigurður Jón Jóhannesson skáld frá Mánaskál í Húnþingi, er flutti til Winnipeg og var eitt fyrsta ljóðskáld- ið vestan hafs og líklega það vinsæl- asta meðal alþýðu á nítjándu öld. Hann ritaði fyrstur manna stuttan en greinargóðan “þátt af Islendingum í Nýja Skotlandi”, sem Alm. O. S. Th. birti aldamóta árið. Yfir Marklands-rótum Islendinga á Elgshæðum gnæfa nú nýjar og gamlar rísavaxnar eikur, sem búnar eru að jafna yfir rjóður og rætur þessa land- náms landanna, og aftur orðnar drotn- mgar þessarar horfnu heiðarbygðar Is- lendinga. I ævintýrunum fornu, eru það tröll- Eonurnar, sem verða að láta í minni Pokann fyrir menskum mönnum. í hinu nýja ævintýri íslendinga í Vest- ui'heimi, verða það tröllkonurnar, sem 1 islenzkum skilningi bera að lokum sigur úr býtum. önnur nýlendan, sem íslendingur myndaði, 1875, var í Minneota í Minnesota-ríki í Bandaríkjum Ame- ríku. Þar var fyrsti landnámsmað- ur Gunnlaugur Pétursson frá Hákon- arstöðum á Jökuldal eystra, er vestur flutti 1873. Nefndi hann bæ sinn Há- konarstaði. En sökum þess, að fjöldi Norðmanna numdu strax þctta frjó- sama sléttusvæði en Islendingar gátu ekki brugðið nógu skjótt við, þá varð bygð þessi tvískift: austur og vestur- bygð, og tíu enskar mílur á milli þeirra. Stendur bærinn Minneota þar mitt á milli. Þetta er fyrsta frjósama nýlendan, sem Islendingar eignast í Vesturheimi, og sú eina af þeim, sem numdar voru þetta ár, þar sem plógurinn og herfið gátu strax án nokkurs undirbúnings breytt sléttunni í arðsöm akurlönd, enda varð hún farsæl nýlenda og er enn, þótt íslenzkasti svipurinn sé má ske horfinn af henni eins og víðast hvar er orðið vestan hafs. Margt góðra drengja og dugandis manna hafa þarna búið, sem gert hafa garð sinn frægan, bæði verklega og andlega og gefið út ýms rit og blöð Lífið hefur gengið þar eins og í sögu og henni heldur skemtilegri, en við betra getur enginn menskur maður bú- ist á þessari jörð. En þar með er ekki sagt, að þeir hafi ei orðið að klífa þrít- ugann hamarinn til að ná þeirri hæð, er þeir gætu litið frá yfir verk sín og séð sjálfir og látið aðra sjá, að þau voru lrarðla góð. Árið 1875, þegar numdar voru ný- lendurnar fjórar, var fimta ár hinna almennu vesturfara Islendinga til Norður-Ameríku og hvergi fundinn enn heppilegur samastaður fyrir þá. Urðu þeir því annað hvort að hrökkva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.