Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 109
NOKKRIR VESTUR-ISLENZKIR LISTAMENN 91
The Harp of the Valkyries, eftir Emile Walters
Myndir eftir hann eru til sýnis í
tuttugu og sex lista söfnum víðsvegar
tun Ameriku og Evrópu. Nýlega eign-
aðist hið virðulega listasafn Skotlands
(Glasgow Art Galleries) mynd lians:
“The Harp of the Valkyries”, og
Thomas }. Watson keypti “Southward
View, Plains of Parliament, Iceland”,
fyrir listasafn sitt (United Nations Col-
lection, New York). Fjórar myndir,
“The Seasons”, eru í þjóðlistasafni Is-
lands, í Reykjavík; ein er í Municipal
Gallery of Modern Art, Dublin, Ire-
land; ein í þjóðlistasafni Finlands í
Helsinki; tvær myndir eru í listasöfn-
tim á Frakklandi (The Luxemburg, Par-
is, og Rouen). 1 Canada eiga þrjú lista-
söfn myndir eftir hann: Winnipeg
(Man.), Edmonton, (Alta.), og Univer-
sity of Saskatchewan.
Margvíslegan heiður og viðurkenn-
ingu hefir Walters hlotið fyrir starf
sitt. Árið 1924 hlaut hann hin rnjög
svo eftirsóttu J. Francis Murphy verð-
laun frá National Academy of Design,
New York. Er hann annar i röð ís-
lenzkra listamanna sem hlotið hefir
þann heiður, en hinn var myndhöggv-
arinn frægi, Bertel Thorvaldsen.
Walters er meðlimur í ýmsum lista-
samtökum í Bandaríkjunum, (Pennsyl-
vania Academy of Art; Louis C. Tif-
fany Foundation Art Guild; Art Stu-
dent’s League of Chicago), og lífstíðar