Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 114
96
TIMARIT ÞJ6ÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
skólann, sem hún sjálf varð að skipu-
leggja að mestu, og semja lexíur fyrir
nemendur sína, þar sem engin full-
nægjandi kenslubók í þeim efnum var
við hendina.
Bókin heitir “Design Fundamentals”,
og hefir hlotið góða dóma sérfræðinga
sem hæfileg kennslubók í þeirri grein.
Þá hefir Miss Feldsted einnig hlotið
lof listamanna fyrir eirtöflur tvær —
(bronze relief), er steyptar voru fyrir
bókahlöðu sem nýverið var byggð við
Swift Current (Sask.) Collegiate. Mynd-
in sem nefnist, “Pioneer Mother”, er
táknræn og gefur í skyn umhverfi og
baráttu frumherjamæðranna í sléttu-
fylkjunum. Verður hún hengd í bóka-
salinn, en hin taflan sem er brjóstmynd
af Charles Thoresen, manninum sem
gaf féð til byggingarinnar mun sett til
sýnis á útivegg bóhlöðunnar.
Carol Feldsted er fædd og uppalin
í Winnipeg, dóttir Eggerts Feldsted
og konu hans Jónínu (Thomas). Egg-
ert er sonur Sturlaugs og Soffíu Fjeld-
sted frá Hvítárvöllum, og er kunnur í
Winnipeg fyrir listfengi og smekkvísi
í skrautmunagerð. Lærði hann gull-
smíði fyrst hjá Guðjóni Thomas og síð-
an í Montreal (Can.) og á Englandi.
Einnig sótti hann tveggja mánaða nám-
skeið við hið fræga Louvre í París og
ferðaðist til Þýzkalands og Rómaborg-
ar til þess að kynnast skrautmuna-
munstrum. Sýnishorn af gullsmíðum
hans voru birt í grein um málmiðnað
(Metal Crafts in Canada) í Canadian
Geographical Journal í maí 1944. Jón-
ína, móðir Carol lærði málaralist um
skeið við St. Mary’s Academy í Win-
nipeg og hefir málað vatnslitamyndir
og afar fíngerð munstur á postulíns-
muni.
Carol á því ekki langt að sækja list-
ræni sína og á unga aldri fór hún að
teikna og móta prýðilega gerðar mynd-
ir úr leir (plasticene). Eftir að útskrif-
ast við Manitoba háskólann stundaði
hún nám við Art Institute of Chicago
þar sem hún vann tvisvar námsverð-
laun, og er útskrifuð þaðan sem
Bachelor of Fine Arts og Bachelor of
Art Education (1942). Því næst fór hún
á New York háskóla og Columbia, og
hlaut Meistargráðu í fögrum listum.
Þar hjó hún út stúlkuhöfuð úr marm-
ara, en aðeins tveir af nemendunum
völdu sér svo erfitt viðfangsefni.
Samtímis náminu iðkaði hún list
sína á ýmsum sviðum. Meðan hún var
í Chicago kenndi hún dráttlist við mið-
skóla þar og teiknaði fyrir ‘World En-
cyclopedia’, en í New York teiknaði
hún munstur fyrir skrautmunafyrir-
tæki. Áður en hún tók við stöðu sinni
við Manitoba háskólann kenndi hún
fagrar listir við Yorkton College Insti-
tute í Saskatchewan. Árið 1949 kenndi
hún dráttlist við sumarnámskeið er
menntamálaráð Manitoba efndi til a
Gimli. Notaði hún þá frístundir sínar
til þess að mála margar vatnslitamynd-
ir af þessum sögustað Vestur-Islend-
inga.
Carol hefir sýnt frábæra atorku og
elju í starfi sínu og enn heldur hún
áfram að læra. Nú hefir hún fengið
eins árs burtfararleyfi frá Manitoba
háskólanum og stundar framhaldsnám
við háskólann í Berkeley í Californíu.
önnur kona af íslenzkum ættum
kennir dráttlist við miðskóla í Rock-
ville Centre, Long Island, N. Y. Er hún
Anna Johnson, systir myndhöggvarans
sem að fyrr er getið. Útskrifaðist hún
við Columbia háskóla sem Bachelor of