Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 114

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 114
96 TIMARIT ÞJ6ÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA skólann, sem hún sjálf varð að skipu- leggja að mestu, og semja lexíur fyrir nemendur sína, þar sem engin full- nægjandi kenslubók í þeim efnum var við hendina. Bókin heitir “Design Fundamentals”, og hefir hlotið góða dóma sérfræðinga sem hæfileg kennslubók í þeirri grein. Þá hefir Miss Feldsted einnig hlotið lof listamanna fyrir eirtöflur tvær — (bronze relief), er steyptar voru fyrir bókahlöðu sem nýverið var byggð við Swift Current (Sask.) Collegiate. Mynd- in sem nefnist, “Pioneer Mother”, er táknræn og gefur í skyn umhverfi og baráttu frumherjamæðranna í sléttu- fylkjunum. Verður hún hengd í bóka- salinn, en hin taflan sem er brjóstmynd af Charles Thoresen, manninum sem gaf féð til byggingarinnar mun sett til sýnis á útivegg bóhlöðunnar. Carol Feldsted er fædd og uppalin í Winnipeg, dóttir Eggerts Feldsted og konu hans Jónínu (Thomas). Egg- ert er sonur Sturlaugs og Soffíu Fjeld- sted frá Hvítárvöllum, og er kunnur í Winnipeg fyrir listfengi og smekkvísi í skrautmunagerð. Lærði hann gull- smíði fyrst hjá Guðjóni Thomas og síð- an í Montreal (Can.) og á Englandi. Einnig sótti hann tveggja mánaða nám- skeið við hið fræga Louvre í París og ferðaðist til Þýzkalands og Rómaborg- ar til þess að kynnast skrautmuna- munstrum. Sýnishorn af gullsmíðum hans voru birt í grein um málmiðnað (Metal Crafts in Canada) í Canadian Geographical Journal í maí 1944. Jón- ína, móðir Carol lærði málaralist um skeið við St. Mary’s Academy í Win- nipeg og hefir málað vatnslitamyndir og afar fíngerð munstur á postulíns- muni. Carol á því ekki langt að sækja list- ræni sína og á unga aldri fór hún að teikna og móta prýðilega gerðar mynd- ir úr leir (plasticene). Eftir að útskrif- ast við Manitoba háskólann stundaði hún nám við Art Institute of Chicago þar sem hún vann tvisvar námsverð- laun, og er útskrifuð þaðan sem Bachelor of Fine Arts og Bachelor of Art Education (1942). Því næst fór hún á New York háskóla og Columbia, og hlaut Meistargráðu í fögrum listum. Þar hjó hún út stúlkuhöfuð úr marm- ara, en aðeins tveir af nemendunum völdu sér svo erfitt viðfangsefni. Samtímis náminu iðkaði hún list sína á ýmsum sviðum. Meðan hún var í Chicago kenndi hún dráttlist við mið- skóla þar og teiknaði fyrir ‘World En- cyclopedia’, en í New York teiknaði hún munstur fyrir skrautmunafyrir- tæki. Áður en hún tók við stöðu sinni við Manitoba háskólann kenndi hún fagrar listir við Yorkton College Insti- tute í Saskatchewan. Árið 1949 kenndi hún dráttlist við sumarnámskeið er menntamálaráð Manitoba efndi til a Gimli. Notaði hún þá frístundir sínar til þess að mála margar vatnslitamynd- ir af þessum sögustað Vestur-Islend- inga. Carol hefir sýnt frábæra atorku og elju í starfi sínu og enn heldur hún áfram að læra. Nú hefir hún fengið eins árs burtfararleyfi frá Manitoba háskólanum og stundar framhaldsnám við háskólann í Berkeley í Californíu. önnur kona af íslenzkum ættum kennir dráttlist við miðskóla í Rock- ville Centre, Long Island, N. Y. Er hún Anna Johnson, systir myndhöggvarans sem að fyrr er getið. Útskrifaðist hún við Columbia háskóla sem Bachelor of
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.