Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 66

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 66
48 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kardinála, og “Páskamorgun”, eftir Grundtvig, þar sem saman fara mikið andríki og mælska, og heldur sálmur- inn vel eldmóði sínum og hreimmikilli hrynjandi í þýðingunni. Hafa og surnar af þýðingum þessum verið tekn- ar upp í íslenzkar sálmabækur beggja megin hafsins. Að öllu samanlögðu hefðu þýðingar Jóns nægt til þess að tryggja honum sess á bekk góðskálda. 6. Magnús Markússon var fæddur á Hafsteinsstöðum í Skagafirði 27. nóv. 1858 og alinn upp á þeim slóðum, og stóðu að honum traustir stofnar. Hann flutti vestur um haf 1886, settist að í Winnipeg, og lézt þar 20. okt. 1948. Var árum saman starfsmaður á innflutn- ingaskrifstofu sambandsstjórnarinnar í Winnipeg, en síðustu starfsárin í þjón- ustu Winnipeg-borgar, en gaf sig einn- ig að fasteigna- og farandsölu. Vann sér á yngri árum orð fyrir íþrótta- mennsku. Eins og flestir skáldbræður hans vestur-íslenzkir, var hann maður sjálfmenntaður. Tvær Ijóðabækur komu út eftir hann: Ljóðmæli (Winnipeg, 1907) og Hljómbrot (Winnipeg, 1924). í fyrstu bók hans eru ýms þýð kvæði og falleg, t.d. “Skagafjörður” og “til móður minnar”, og koma þar þegar fram að- aleinkenni skáldsins: hljómfegurð og þýðleiki, málmýkt og lipurð. Rím- snilld hans var fágæt og bragsmekkur hans öruggur að sama skapi; er auð- sætt, að stuðlað mál lá honum létt á tungu. Sömu einkenni svipmerkja seinni kvæði hans, og njóta sín vel i ljóðum eins og “Björkin”, “Harpan mín” og “Ljóðadísin”. 1 báðum bók- unum er fjöldi tækifæriskvæða með sama ljóðræna blænum. Göfgi í hugsun, samfara sterkri sið- gæðis- og trúartilfinningu, eru einnig einkenni margra þessara kvæða, og bera vitni djúpstæðri trúhneigð skálds- ins og bjartsýni. Hinsvegar eru kvæði hans hvorki sérstaklega frumleg né tiJ- þrifamikil. Hann er íslenzkur inn i lijartarætur, og sver sig í ætt til liinna eldri íslenzku samtíðarskálda, enda hefir hann sýnilega orðið fyrir áhrif- um af þeim, ekki síst séra Matthíasi Jochumssyni. Eftir útkomu kvæðabóka Magnúsar birtist í vestur-íslenzku vikublöðunum og viðar sægur af kvæðum eftir hann, söm við sig um áferðarfallegt málfar og ljóðform. Hélt hann merkilega vel franr að dánardægri sálarfjöri sínu og skáldgáfu; er jrað mála sannast, að sunt seinustu kvæði ltans eru meðal þess bezta sem eftir liann liggur, eins og “Kári í Brennu Njáls” og “Sumardag- ur 1945”. Urn efni eru þau einnig mjög sérkennandi fyrir skáldið og hugðar- efni lians; íslenzkt sögulegt viðfangs- efni annarsvegar, en náttúrulýsing liinsvegar. Góðhugur lians til samferðamann- anna lýsir sér í fjölmörgum kvæðum lians, og ættjarðarkvæði hans bera fag- urt vitni sonarlegri rækt hans til föð- urlandsins, þó að liann væri jafn- framt heilhuga Canadamaður. 7. Þorbjörn Bjamarson (Þorska- bítur) var fæddur á Irafelli í Kjós 29. ágúst 1859. Ólst upp í Reykholtsdal í Borgarfirði og dvaldi þar næstum sam- fleytt þar til hann fór vestur um haf 1893. Eftir fjögra ára dvöl í Winnipeg fluttist hann til Pembina, N. Dakota, og átti þar heima til dauðadags 7. febr. 1933. Hann vann fyrir sér með erfiðis- vinnu og var með öllu óskólagenginn, en hafði lesið mikið og vel, enda var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.