Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 110
92
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
heiðursfélagi í ‘The Canadian Club of
New York, og ‘Alpha, Kappa Pi Frat-
ernity’. Einnig tilheyrir hann ‘The
Explorers’ Club of New York’. Um sjö
mánaða tímabil dvaldi Emile á islandi
og málaði þar fjölda af landslagsmynd-
um. Hafa jjær verið sýndar víða í
Bandaríkjunum og hafa vakið aðdáun
meðal listamanna. Árið 1939 var hann
sæmdur Riddarakrossi Fálkaorðunnar
af konungi islands og Danmerkur.
Emile Walters er fæddur 31. janúar,
1893 í Winnipeg, Manitoba. Foreldrar
hans voru Páll Valtýr Eiríksson frá
Bakka í Víðivíkursveit í Skagafjarðar-
sýslu, og kona hans Björg Jónsdóttir
frá Reykjum á Reykjarströnd. Rúm-
lega fimm ára að aldri fluttist hann til
Garðar, Norður Dakota. Það var af
hendingu að hann komst yfir auglýs-
ingakver gefið út af Art Institute of
Chicago, og tveim árum síðar auðnað-
ist honum að komast þangað til náms.
Var hann þá seytján ára og blásnauður
en fús til þess að leggja alt í sölurnar
fyrir listina. Vann hann nú fyrir sér
með því að fara á fætur fyrir dagmál
og sópa skólastofurnar meðan aðrir
sváfu, bera á borð í matstofunni, og
fylgja samkomugestum til sætis við
Chicago Operuna á kveldin. Þess á
milli stundaði hann námið af kappi
með þeim árangri, að hann hlaut hæstu
verðlaun skólans þau þrjú ár sem hann
var þar. Því næst lærði hann við Phil-
adelphia Academy of Fine Arts og
vann fyrir sér, m. a. með því að slá gras-
flötinn í kring um skólann. Var það
skömmu síðar, að hann fór til New
York og kynntist Tiffany eins og að
framan er getið.
Emile og kona hans Thorstína (Jack-
son) eiga heima á Lythend Farm,
Poughkeepsie, New York. Er það æva
gamalt og sögulegt landssetur og un-
aðslegt að búa þar fyrir listamann sem
í starfi sínu hefir fundið fullnægju
lífsins, og gaf hann heimili sínu hið
sögulega íslenzka nafn “Hlíðarendi”.
Jón Magnús Jónson er annar mikil-
hæfur Vestur-íslenzkur listamaður sem
orðið hefir fyrir þeim heiðri, að fá Tif-
fany Foundation verðlaunin árið 1927.
Hafði hann valið sér það hlutverk að
ryðja sér braut á einhverju hinu allra
erfiðasta sviði listarinnar, höggmynda-
listinni.
Jón Magnús fæddist í fátæklegum
frumbyggja híbýlum nálægt Upharn,
Norður Dakota, 18. desember 1893.
Foreldrar hans voru hjónin Stefán
Jónsson frá Einfætlingsgili í Bitru-
lireppi í Strandasýslu, og Hólmfríður
Hansdóttir Hjaltalín frá Lilta Hrauni
í Hnappadalssýslu. Faðir Stefáns var
Jón Magnússon, póstur.
Niu ára að aldri fór Jón Magnús að
vinna ofurlítið fyrir sér sem nautgripa-
hirðir hjá bónda þar í sveitinni, jafn-
framt því sem harin gekk í barnaskóla.
Að loknu miðskólanámi í Fargo, N. D.
hóf hann dráttlistar- og myndamótun-
arnám við búnaðarskólann þar í bæn-
um. Gekk hann svo í Bandaríkjaher-
inn, varð hersveitaforingi og fór með
sveit sinni til Frakklands. Er lreim kom
aftur, stundaði hann nám við Minne-
apolis School of Art, Art Institute of
Chicago og Beaux Arts listaskólann
í New York. Á þessum árum kynntist
hann frægum listamönnum, þar á með-
al Lorado Taft og Ordway Partridge
og varð samstarfsmaður margra þeirra.
Skömmu síðar var honum boðið til
Utah til þess að vinna að hermanna-
minnisvarða Mormóna sem verið var