Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 75
VESTUR-ÍSLENZK LJÓÐSKÁLD
57
an hlut frá borði í lífsbaráttunni, sem
“brjóta skipin sín í flök og fljóta fram
hjá öllu”. Hann er málsvari þeirra og
finnur róttækum og mannúðlegum
skoðunum sínum framrás í vægðar
lausum ádeilum á misrétti, græðgi og
aðrar veilur þjóðfélagsskipunarinnar.
“Bölvun lögmálsins” er óvæg og bein-
skeytt ádeila á gróðabrallsmennina,
sent auðgast á svita og striti bændanna.
I sama anda er lýsingin á vatninu i
samnefndu kvæði; lygnt og fagurt er
það til að sjá, en dylur sér í djúpi
hatrama baráttu milli smáfiskanna og
geddunnar, sem gleypir þá í hrönnum.
Þetta kvæði er einnig ágætt dæmi þess,
hve táknrænar ádeilur Guttorms eru að
öðrum þræði. Jafn markviss er ádeilan,
°g þá eigi síður kaldhæðnin eða
græskulaus glettnin (því að hann á
hvortveggja til) í’ lausavísum hans. 1
snjöllum ferskeytlum, bæði af því tagi
°g í náttúrulýsingum, sver hann sig
beint í ætt til alþýðuskáldanna ís-
lenzku.
Ber það órækan vott rímfimi hans,
hve létt hann leikur sér að slíkum
bragarháttum, og jafn tiltækir eru hon-
um sumir ennþá dýrkveðnari hættir,
sem hann hefir sjálfur fundið upp.
Hann yrkir jöfnum höndum undir
fornkvæðaháttum, sléttubönd, þung-
■stiga hexametra, og undir léttum hátt-
um og mjúkstígum. Málfar hans er
jafn auðugt og fjölkrúðugt, og ber
vitni frábæru valdi hans á íslenzkri
tungu, sem jafnframt er vottur þess,
bve djúpt hann hefir drukkið af lind-
um íslenzkra færða, sögu og bók-
mennta. En vitanlega hefir hann einn-
tg sótt andlega næringu í brunn
enskra og annarra erlendra bókmennta,
sem hann hefir mikið kynnt sér.
Hin merkilegu leikrit Guttorms, sem
aukið hafa á skáldfrægð hans, eru rædd
í ritgerðinni um óbundið mál vestur-
íslenzkra rithöfunda.
Guttormur sameinar á fágætan hátt
frjósama rækt við íslenzkar menningar-
erfðir og ást á Islandi og djúpa sonar-
lega hollustu við fæðingarland sitt,
Canada, og hefir hyllt bæði löndin jafn
drengilega í kvæðum sínum. 1 hinu
djúpúðuga kvæði “ísléndingafljót” hef-
ir hann á snilldarlegan hátt túlkað
sambandið milli Islendinga austan
hans og vestan; bjarkirnar sem tengja
saman greinar sínar yfir fljótið, verða
honum táknmynd þess bróðurlega
handtaks, sem hann vill að brúi alla
daga hafið, sem skilur þá.
Hann hefir sjálfur sagt, að norræm
andinn í íslenzkum bókmenntum hafi
heillað hug sinn mest, karlmennskan
og þrótturinn, og er það í fullu sam-
ræmi við skapgerð hans, eins og hún
lýsir sér í kvæðum hans. Með sama
hætti og hinn dáði vinur hans og skáld-
bróðir í bændasessi, Stephan G. Steph-
ansson, hefir Guttormi tekist að sigrast
á mótdrægum kjörum og gera þau upp-
sprettu andríkra ljóða og sálarþrótt-
ar. Og með raunsönnum og djúptæk-
um lýsingum sínum af íslenzku frum-
byggjalífi í Canada og af umhverfinu í
landi Jiar hefir hann numið íslenzk-
um bókmentum nýtt land í yrkisefn-
um, sem hann hefir klætt í frumleg-
an og oft háskáldlegan búning.
13. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson var
fæddur 11. nóv. 1879 að Uppsölum í
Svarfaðardal. Hann fluttist til Canada
1901 og hefir árum saman átt heima í
Winnipeg, en er nýfluttur að Gimli.
Hann er fjölhæfastur vestur-íslenzkra
skálda, því að hann hefir jöfnum hönd-
um samið snjallar smásögur, huganir