Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 75

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 75
VESTUR-ÍSLENZK LJÓÐSKÁLD 57 an hlut frá borði í lífsbaráttunni, sem “brjóta skipin sín í flök og fljóta fram hjá öllu”. Hann er málsvari þeirra og finnur róttækum og mannúðlegum skoðunum sínum framrás í vægðar lausum ádeilum á misrétti, græðgi og aðrar veilur þjóðfélagsskipunarinnar. “Bölvun lögmálsins” er óvæg og bein- skeytt ádeila á gróðabrallsmennina, sent auðgast á svita og striti bændanna. I sama anda er lýsingin á vatninu i samnefndu kvæði; lygnt og fagurt er það til að sjá, en dylur sér í djúpi hatrama baráttu milli smáfiskanna og geddunnar, sem gleypir þá í hrönnum. Þetta kvæði er einnig ágætt dæmi þess, hve táknrænar ádeilur Guttorms eru að öðrum þræði. Jafn markviss er ádeilan, °g þá eigi síður kaldhæðnin eða græskulaus glettnin (því að hann á hvortveggja til) í’ lausavísum hans. 1 snjöllum ferskeytlum, bæði af því tagi °g í náttúrulýsingum, sver hann sig beint í ætt til alþýðuskáldanna ís- lenzku. Ber það órækan vott rímfimi hans, hve létt hann leikur sér að slíkum bragarháttum, og jafn tiltækir eru hon- um sumir ennþá dýrkveðnari hættir, sem hann hefir sjálfur fundið upp. Hann yrkir jöfnum höndum undir fornkvæðaháttum, sléttubönd, þung- ■stiga hexametra, og undir léttum hátt- um og mjúkstígum. Málfar hans er jafn auðugt og fjölkrúðugt, og ber vitni frábæru valdi hans á íslenzkri tungu, sem jafnframt er vottur þess, bve djúpt hann hefir drukkið af lind- um íslenzkra færða, sögu og bók- mennta. En vitanlega hefir hann einn- tg sótt andlega næringu í brunn enskra og annarra erlendra bókmennta, sem hann hefir mikið kynnt sér. Hin merkilegu leikrit Guttorms, sem aukið hafa á skáldfrægð hans, eru rædd í ritgerðinni um óbundið mál vestur- íslenzkra rithöfunda. Guttormur sameinar á fágætan hátt frjósama rækt við íslenzkar menningar- erfðir og ást á Islandi og djúpa sonar- lega hollustu við fæðingarland sitt, Canada, og hefir hyllt bæði löndin jafn drengilega í kvæðum sínum. 1 hinu djúpúðuga kvæði “ísléndingafljót” hef- ir hann á snilldarlegan hátt túlkað sambandið milli Islendinga austan hans og vestan; bjarkirnar sem tengja saman greinar sínar yfir fljótið, verða honum táknmynd þess bróðurlega handtaks, sem hann vill að brúi alla daga hafið, sem skilur þá. Hann hefir sjálfur sagt, að norræm andinn í íslenzkum bókmenntum hafi heillað hug sinn mest, karlmennskan og þrótturinn, og er það í fullu sam- ræmi við skapgerð hans, eins og hún lýsir sér í kvæðum hans. Með sama hætti og hinn dáði vinur hans og skáld- bróðir í bændasessi, Stephan G. Steph- ansson, hefir Guttormi tekist að sigrast á mótdrægum kjörum og gera þau upp- sprettu andríkra ljóða og sálarþrótt- ar. Og með raunsönnum og djúptæk- um lýsingum sínum af íslenzku frum- byggjalífi í Canada og af umhverfinu í landi Jiar hefir hann numið íslenzk- um bókmentum nýtt land í yrkisefn- um, sem hann hefir klætt í frumleg- an og oft háskáldlegan búning. 13. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson var fæddur 11. nóv. 1879 að Uppsölum í Svarfaðardal. Hann fluttist til Canada 1901 og hefir árum saman átt heima í Winnipeg, en er nýfluttur að Gimli. Hann er fjölhæfastur vestur-íslenzkra skálda, því að hann hefir jöfnum hönd- um samið snjallar smásögur, huganir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.