Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 44

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 44
26 TÍMARIT ÞJ6ÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA sínum hætti honum stundum við að fjölyrða, en æfintýrin eru venjulega hnitmiðuð að formi, stutt og vel unn- in. Og þótt markmið æfintýranna sé að fræða og kenna, þá eru þau oftast borin up,pi af frjósömu ímyndunarafli og mörkuð af hagleikshönd lista- mannsins. Æfintýri í stærra sniði: Karl litli, frá Draumamörk reit hann 1918, en bókin kom út 1935 í Reykjavík. Það er ágæt barnabók, þar sem alþjóðleg- um, einkum amerískum barnasögum er blandað við íslenzkar þulur, barna- gælur og minni úr sögunum. Skömmu fyrir dauða Magnúsar hóf félagið Edda á Akureyri útgáfu bóka hans (Ritsafn). Hafa þessar bækur komið þar út: Ritsafn II. 1 Rauðár- dalnum (1942), Ritsafn III. Brasilíufar- arnir (1944), Ritsafn I. Æfintýri (1946). Af óprentuðum bókum sem hér eiga að koma út nægir að nefna Æskuminn- ingar frá Nýja Skotlandi og Dagbók hans (1. nóv. 1902—14. marz 1944). Þess var að vænta, að fyrri verk höf- undarins bæru þess nokkur merki, að hann hafði ekki átt kost á íslenzkri skólagöngu, ekki sízt er hann var að reyna að lýsa háttum og jafnvel mál- bragði ensku-mælandi fólks. En yfir- leitt er mál Magnúsar merkilega hreint, stíll hans lipur og læsilegur. Segja má að hann hafi ekki lagzt djúpt í hugsun, né valdið mergjuðum penna —í samanburði við menn eins og Stephan G. Stephansson og Guðmund Friðjónsson, til dæmis. En hann bætir það upp með frábærri hugvitssemi í sögugerð, spennandi stíl og—það sem þyngst vegur—óbilandi góðvilja til alls og allra. Stíll hans er líka saklaus og barnslegur—þótt hann sé fjarri því að vera barnalegur. Einn af lærisveinum hans og vinum Dr. Jóhannes P. Pálsson lýsti honum svo (í þessu tímariti 1945): “Hann var góður maður, góður vinur, góður kenn- ari og gott skáld.” 7. Að Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni frátöldum birtu engir hinna ritfærari Vestur-lslendinga skáldsögur eða löng leikrit á móðurmálinu. En margir rit- uðu ágætar greinar, smásögur og smá- leiki (einþáttunga), þótt hér verði ekki getið nema fárra einna. Þó að Stephan G. Stephansson, mest- ur allra rithöfunda vestan hafs, væri aðallega ljóðskáld, þá reit hann líka greinar, riss og smásögur. Má af þeim ráða, að hann mundi sízt hafa orðið verri rithöfundur í lausu máli en bundnu—ef hann hefði gefið sig við því eða haft tíma til. Auk þess sýna bréf lians (Bréf og ritgerðir I-IV 1938- 48) ef til vill ljósara en öll önnur rit hans hvílíkt mikilmenni hann var. Það er ekki út í hött sagt, er Nordal fullyrð- ir, að þótt hann væri kannske ekki mesta skáld íslenzkt, þá væri hann tví- mælalaust mestur maðurinn í hópi skáldanna. Hann var bæði ofurmenni og afarmenni. Á árunum 1894—1901 skrifaði hann níu smágreinar í Heimskringlu og kali- aði Jaær “Ar.” Áður (1888) hafði hann ritað raunsæja smásögu alllanga “Dóm- arinn”, en í henni er ádeilan enn nokk- uð beinaber. Smásögurnar í “Ari” eru betur skrifaðar, en þar eru eigi aðeins raunsæjar ádeilur heldur líka sym- bólskar dæmisögur og náttúrustemn- ingar. Einhver veigamesta sagan þar er “Fráfall Guðmundar gamla stúdents’ (1900). En allar bera þessar sögur mark snillingsins. Eins og margir góðir listamenn, lagðx
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.