Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 98
80
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
verk hans. Með honum má með nokkr-
um sanni segja, að byrji nýtt tímabil í
tónskáldasögu okkar. Hér urn bil öll
okkar tónskáld byrjuðu a£ vanefnum
og lítilli eða engri undirstöðu mentun
í tónlist, og unnu sig upp, þó misjafn-
lega; en eftir Steingrím sést ekkert fyr
en löngu eftir að liann hafði öðlast alla
sína tónmentun. Enda bera öll lög
hans þess glöggan vott. Þau eru flest
skrifuð fyrir sólósöng, og er undirleik-
urinn fast samanofinn söngröddinni
og óaðskiljanlegur hluti heildarinnar.
Að skáldlegri fegurð og listahagleik
minna sum þeirra helst á Schumann,
þótt vitanlega sé þar um engar stæl-
ingar að ræða.
Út hafa komið eftir Steingrím tvii
sönghefti fyrir einsöng með undirspili,
og er hið þriðja nú á uppsiglingu. Hið
fyrsta nefnist “Icelandic Song Mini-
atures”, var prentað 1924 og vakti strax
eftirtekt meðal söngfróðra og söng-
elskandi manna og kvenna. Kvæðin
eru bæði á ensku og íslensku, og eru
lögin sem hér segir:
1. Vængir næturinnar — Christopher
Johnston.
2. Björkin — Stgr. Thorsteinsson.
3. Ástarsæla — Stgr. Thorsteinsson.
4. Sönglistin — Stgr. Thorsteinsson.
5. Sof þú mitt barn — Stgr. Thor-
steinsson.
0. Þú ert sem bláa blómið — Þýtt,
Ben. Gröndal.
7. Gleym-mér-ei — Stgr. Thorsteins-
son.
8. Dýru verði keypt — Chr. Johnston.
Næsta hefti heitir “Söngs of Iceland”,
og var prentað 1949. 1 því eru þessi
lög:
1. Þó þú langförull legðir —St. G.
Stephansson.
2. Hjarta mitt og harpa — Thomas
Moore.
3. Á sprengisandi — Grímur Thomsen
4. Altaf man eg — Thomas Hood.
5. Vögguljóð — Jakobína Johnson.
6. Farewell — Charles Kingsley.
7. Prayer at Eventide
8. Remorse.
Þriðja bókin, sem bíður eftir prent-
un og heitir “Songs of the North”, hef-
ir þessi lög:
1. Tónninn — Guðm. Stefánsson.
2. Nafnið — Stgr. Thorsteinsson.
3. Vorsöngur — Stgr. Thorsteinsson.
4. Lof - H. S. Axdal.
5. Þú ein — Páll S. Pálsson.
6. Láttu guðs hönd — Hallgr. Péturs-
son.
7. Bros — Páll S. Pálsson.
8. Þrjú þjóðlög — þýð. Próf. Skúli
Johnson.
Þýðingarnar i þessum bókum hafa
gjört: Jakobína Johnson, Dr. Sig. Júl
Johannesson, séra Runólfur Fjeldsted,
prófessor Skúli Johnson, Ben. Gröndal,
Páll Bjarnason, H. S. Axdal, Einar P.
Jónsson, A. H. Pálmi.
Þá hefir og verið prentað lag and-
legs efnis: “My God, why hast thou for-
saken me”, með Jrýðingum eftir Dr.
B. B. Jónsson. Ennfremur liggja ó-
prentuð í handriti fjöldi af lögum fyr-
ir sólósöng, karlaraddir, og blandaðan
kór, sömuleiðis píanó,- orgel- og fiðlu-
leikir.
Lög Steingríms hafa verið sungin
bæði í útvarp og á óteljandi samkom-
um og hafa hlotið almenna hylli og ó-
teljandi lofsverð ummæli söngfróðra
manna og kvenna, sem enginn vegni
er til að endurprenta í þessu stutta yfb'-
liti.