Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 57
dr. richard beck
VESTUR-ÍSLENZK LJÓÐSKÁLD
Það mun jafnan.verða talið Islend-
ingum vestan hafs til verðugs heiðurs,
hve vel þeir hafa, þrátt fyrir andvígar
aðstæður, varðveitt þann bókmennta-
áhuga, sem einkennt hefir íslenzku
þjóðina öldum sarnan, og hve þeir
hafa lagt mikla rækt við ritstörf, eigi
aðeins í óbundnu máli, heldur miklu
fremur í ljóðagerð, hinu eldforna og
hefðbundna formi bókmenntalegrar
tjáningar á íslenzka tungu.*
Og bókmenntaiðja vestur-íslenzkra
skálda er að því skapi merkilegri, þeg-
ar þess er gætt, að allur þorri þeirra er
algerlega eða að miklu leyti sjálf-
menntaðir rnenn og hafa stundað
Ijóðagerð sína í tómstundum, oft harla
stopulum, frá knýjandi daglegum
*) Ritgerð þessi er þýðing, cða öllu fremur
um margt endursögn, á kaflanum um vestur-
íslenzk skáld í bók minni History of Icelandic
Poets: 1809-1940 (Cornell University Press,
1950), ýmsu hefir verið vikið við og annað
fellt úr. Þá hefir hér einnig sumstaðar verið
stuðst við ritgerð mína “Bókmenntaiðja Isl. í
Vesturheimi” (Eimreiðin, 1928 og 1929), fyrstu
yfirlitsgrein um það efni, er einnig var að
ýmsu lögð til grundvallar ofannefndum kafla
1 ljóðskáldasögu minni, ásamt ítarlegri rit-
gerðum mfnum um einstök skáld, sem birtar
höfðu verið í þessu riti og annarsstaðar. Þessi
ritgerð nter þó áratug lengra fram en sam-
svarandi kafli í ljóðskáldasögunni, er lauk við
árið 1940, og hafa því verið tekin með skáld
(eins og Ragnar Stefánsson og fleiri), sem lítið
höfðu birt eftir sig fram að þeim tíma, og
einnig getið ýmsra annara skálda, þar sem hér
er um heildaryfirlit að ræða, en ljóðskálda-
sögunni var sniðinn þrengri stakkur.
störfum sínum að ýmiskonar iðju eða í
opinberum embættum.
Flestir þessara skálda eru einnig í
hópi hinnar eldri kynslóðar og yrkja
því löngum í anda þeirra bókmennta-
stefna, sem efstar voru á baugi á
þroskaárum þeirra á Islandi, þar sem
rnörg þeirra ólu aldur sinn fram til
fullorðinsára. Romantísku stefnunnar
gætir mikið í verkum þeirra, þó raun-
sæisstefnan sé einnig megnþáttur í
skáldskap sumra í hópnum; loks eru
aðrir, sem eru hreinræktuð alþýðu-
skáld.
1 mismunandi mæli hafa skáld þessi
valið sér yrkisefni úr hinu nýja um-
hveríi sínu og fundið andlega næringu
í menningar- og bókmenntastraumum
í kjörlandi sínu, að ekki sé sagt orðið
fyrir áhrifum af þeim. Með þeim hætti
mætist liið gamla og nýja og rennur
sarnan í skáldskap þeirra, og þar eð
hann er ortur á íslenzku, eru kvæði
þeirra fyrir þann samruna merkilegri
skerfur til íslenzkra bókmennta. Má
það vitanlega með mestum sanni segja
um skáld eins og Stephan G. Stephans-
son og Guttorm J. Guttormsson, sem
lýst hafa canadisku umhverfi sínu og
túlkað reynslu sína af frumbyggjalíf-
inu á djúpstæðastan og víðtækastan
liátt.
1. Sigurbjörn Jóhannsson var fæddur
að Breiðumýri í Suður-Þingeyjarsýslu
24. des. 1839. Fluttist til Canada 1889
og gerðist landnemi í Argyle-byggð-