Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 57

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 57
dr. richard beck VESTUR-ÍSLENZK LJÓÐSKÁLD Það mun jafnan.verða talið Islend- ingum vestan hafs til verðugs heiðurs, hve vel þeir hafa, þrátt fyrir andvígar aðstæður, varðveitt þann bókmennta- áhuga, sem einkennt hefir íslenzku þjóðina öldum sarnan, og hve þeir hafa lagt mikla rækt við ritstörf, eigi aðeins í óbundnu máli, heldur miklu fremur í ljóðagerð, hinu eldforna og hefðbundna formi bókmenntalegrar tjáningar á íslenzka tungu.* Og bókmenntaiðja vestur-íslenzkra skálda er að því skapi merkilegri, þeg- ar þess er gætt, að allur þorri þeirra er algerlega eða að miklu leyti sjálf- menntaðir rnenn og hafa stundað Ijóðagerð sína í tómstundum, oft harla stopulum, frá knýjandi daglegum *) Ritgerð þessi er þýðing, cða öllu fremur um margt endursögn, á kaflanum um vestur- íslenzk skáld í bók minni History of Icelandic Poets: 1809-1940 (Cornell University Press, 1950), ýmsu hefir verið vikið við og annað fellt úr. Þá hefir hér einnig sumstaðar verið stuðst við ritgerð mína “Bókmenntaiðja Isl. í Vesturheimi” (Eimreiðin, 1928 og 1929), fyrstu yfirlitsgrein um það efni, er einnig var að ýmsu lögð til grundvallar ofannefndum kafla 1 ljóðskáldasögu minni, ásamt ítarlegri rit- gerðum mfnum um einstök skáld, sem birtar höfðu verið í þessu riti og annarsstaðar. Þessi ritgerð nter þó áratug lengra fram en sam- svarandi kafli í ljóðskáldasögunni, er lauk við árið 1940, og hafa því verið tekin með skáld (eins og Ragnar Stefánsson og fleiri), sem lítið höfðu birt eftir sig fram að þeim tíma, og einnig getið ýmsra annara skálda, þar sem hér er um heildaryfirlit að ræða, en ljóðskálda- sögunni var sniðinn þrengri stakkur. störfum sínum að ýmiskonar iðju eða í opinberum embættum. Flestir þessara skálda eru einnig í hópi hinnar eldri kynslóðar og yrkja því löngum í anda þeirra bókmennta- stefna, sem efstar voru á baugi á þroskaárum þeirra á Islandi, þar sem rnörg þeirra ólu aldur sinn fram til fullorðinsára. Romantísku stefnunnar gætir mikið í verkum þeirra, þó raun- sæisstefnan sé einnig megnþáttur í skáldskap sumra í hópnum; loks eru aðrir, sem eru hreinræktuð alþýðu- skáld. 1 mismunandi mæli hafa skáld þessi valið sér yrkisefni úr hinu nýja um- hveríi sínu og fundið andlega næringu í menningar- og bókmenntastraumum í kjörlandi sínu, að ekki sé sagt orðið fyrir áhrifum af þeim. Með þeim hætti mætist liið gamla og nýja og rennur sarnan í skáldskap þeirra, og þar eð hann er ortur á íslenzku, eru kvæði þeirra fyrir þann samruna merkilegri skerfur til íslenzkra bókmennta. Má það vitanlega með mestum sanni segja um skáld eins og Stephan G. Stephans- son og Guttorm J. Guttormsson, sem lýst hafa canadisku umhverfi sínu og túlkað reynslu sína af frumbyggjalíf- inu á djúpstæðastan og víðtækastan liátt. 1. Sigurbjörn Jóhannsson var fæddur að Breiðumýri í Suður-Þingeyjarsýslu 24. des. 1839. Fluttist til Canada 1889 og gerðist landnemi í Argyle-byggð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.