Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 155
ÞINGTIÐINDI
137
Stofnendur kennaraembættis í íslenzkri
tungu og íslcnzkum fræðum
við Háskóla Manitobafylkis
Reglur og Ákvæði
Stofnendur skiftast x fjóra flokka. Allir
slofnendur, í hvaða flokki sem er, verða að
leggja fram ekki minna en eitt þúsund dollara.
Fyrsti flokkur Einstaklinga Stofnendur
1 þessum flokki eru allir sem leggja fram
per.'.ónulega $1000.00 eða meir. Öll bréfavið-
skifti í sambandi við borganir annast skrif-
ari Stjóinarnefndar Stofnendanna, Miss
Margrét Pétursson, 45 Home St. Winnipeg.
Ávísanir borgast til Háskóla Manitobafylkis
og eiga að sendast til skrifarans, eða til F. W.
Crawford, féhirðis Háskólans.
Annar Flokkur Félaga Stofnendur
I þessum flokki eru félög svo sem Þjóð
raknisfélagið og deildir þess, The Icelandic
Canadian Club, og aðrir íslenzkir félagsskap-
ir. öll bréfaviðskifti annast sá sem hvert félag
kýs til að taka að sér að safna hinni ákveðnu
þúsund dollara upphæð og eiga framlög að
sendast til hans. Háskólinn gefur kvittanir
fyrir öll framlög sem eru $25.00 eða meir. Við-
eigandi félög veita kvittanir fyrir gjafir sem
eru fyrir neðan $25.00.
Þriðji Flokkur Minningar Stofnendur
1 þessum flokki er fólk sem leggur saman
krafta og gefur $1000.00 eða meir í nafni ein-
hvers, lifandi eða liðins, sem það vill heiðra
og mynda þannig stofnanda sem kallast, Minn-
inga Stofnandi. Þeir sem á þennan hátt leggja
saman sín framlög mega kjósa einn í sínum
hóp til þess að taka að sér ábyrgð að safna
hinni ákveðnu upphæð og skal hann nefnd-
ur Formaður. Ráðstafanir í sambandi við
fjársöfnun í þessum flokki annast W. J. Lin-
dal, dómari, 788 Wolseley Avenue, Winnipeg.
Öll framlög eiga að sendast annaðhvort til
hans eða til Formanns viðeigandi stofnheild-
ar.
Fjórði Flokkur Hóp Stofnendur
1 þessum flokki eru einstaklingar, margir
eða fáir, sem til samans gefa $1000.00 eða
meir og á þann hátt mynda stofnanda sem
kallast Hóp Stofnandi. Til að aðgreina Hóp
Stofnendur, einn frá öðrum, skal nefna þá
með tölustaf, nafni á byggð eða á einhvern
annan hátt. Sá sem tekur að sér ábyrgð að
mynda Hóp Stofnanda og safna hinni ákveðnu
upphæð skal nefndur Formaður. Ráð-
stafanir í sambandi við fjársöfnun í þessum
flokki annast Grettir L. Johannsson, konsúll,
910 Palmerston Ave., Winnipeg. öll framlög
eiga að sendast annaðhvort til hans eða til
Formanns viðeigandi stofnheildar.
Allmenn Ákvæði
Öll framlög eru fúslega þegin en stjórnar-
nefndin mælist til að þeir sem gefa minna en
$25.00 sendi upphæðina til einhvers stofnanda
eða félagsstofnanda kennarastólsins.
Skrautrituð stofnendaskrá yfir lala Stofn-
endur verður geymd í skjalasafni Háskólans
og afskrift send til Islands og ef til vill víðar.
Félög, sem eru stofnendur, ákveða hvað það
nái yfir sem þau vilja setja í stofnendaskrána.
Stofnendur í þriðja og fjórða flokki skulu
skráðir þannig að nafn Stofnandans kemur
fyrst, svo nafn Formannsins og þar á eftir
nöfn allra f þeirri stofnheild.
Framlög eða afborganir af framlögum eiga
að borgast fyrir 17. júní 1952.
Öll störf eru sjálfboðin og engan kostnað
hvort heldur persónulegan eða í sambandi við
ráðstafanir í heild sinni, má taka úr fram-
lögum til kennaraembættisins.
Stjórnarnefnd Stofnendanna
21. febrúar, 1950
Á ársþingi Þjóðræknisfélags Islendinga
í Vesturheimi.
Herra forseti!
Háttvirt Þjóðræknisþing!
Það hefur fallið í mitt hlutskifti, að skýra
fyrir yður afstöðu Þjóðræknisfélagsins á tveim-
ur undanförnu þingum eins og hún birtist í
ályktana formi og prentuð var í þingtíðindun-
um.
Á 29da ársþingi félagsins var eftirfarandi
skýrsla þingnefndar í Háskólamálinu sam-
þykkt.
“1 samræmi við grundvallar atriði stefnu-
skrár sinnar um varðveizlu íslenzkra menn-
ingarerfða og útbreiðslu þekkingar á þeim,
hefir Þjóðræknisfélagið frá því snemma á